Varpa ljósi á falinn feril Friðrika Benónýsdóttir skrifar 11. janúar 2014 09:00 Ingileif fékk heilablóðfall árið 1997 og vann lítið að myndlist eftir það. Hún greindist síðar með heilaæxli sem dró hana til dauða árið 2010. Yfirlitssýning á verkum Ingileifar Thorlacius verður opnuð í Listasafni ASÍ í dag. Samhliða sýningunni kemur út bókin Myndir Ingileifar frá útgáfufélaginu Eyju í ritstjórn Áslaugar Thorlacius, sem jafnframt er sýningarstjóri, en Hlynur Helgason skrifar texta um feril Ingileifar í bókinni. Ingileif lést árið 2010 og Áslaug systir hennar segir feril hennar hafa verið sorglega stuttan. „Hún kom frá námi í Hollandi árið 1988 og árið 1997 fékk hún heilablóðfall. Í millitíðinni eignaðist hún dóttur og hafði öðrum hnöppum að hneppa, þannig að þetta er ekki langur ferill, en hún var rosalega dugleg á meðan hún gat unnið að myndlistinni. Hún greindist síðar með heilaæxli sem dró hana til dauða.“ Ingileif lauk málaradeild MHÍ og tveggja ára framhaldsnámi við Jan van Eyck Akademie í Maastricht, Hollandi. Á stuttum ferli sínum sem myndlistarmaður hélt hún fimm einkasýningar og tók þátt í um tug samsýninga. Verk Ingileifar spanna breitt svið en eftir hana liggja teikningar, grafíkmyndir, vatnslitamyndir, olíumálverk og skúlptúrar og í sölum safnsins verður úrval verka eftir hana. Þetta er fyrsta yfirlitssýningin á verkum hennar og Áslaug segist hafa haft það að leiðarljósi að hafa breiddina sem mesta. „Það er mikið af málverkum og nokkrir skúlptúrar, en líka grafíkmyndir, vatnslitamyndir og teikningar. Ég veit reyndar ekki hvort Ingileif hefði sett þetta svona saman, hún var alltaf mjög naum í því, en kannski hefði hún gert það á yfirlitssýningu.“ Í bókinni eru myndir af verkum Ingileifar, teknar af Vigfúsi Birgissyni ljósmyndara, Hlynur Helgason skrifar um feril hennar sem myndlistarmanns og Áslaug skrifar æviágrip hennar. „Hlynur þekkti hana vel, var bekkjarbróðir hennar í Myndlistarskólanum, og ánægjulegt að hann skuli skrifa, því ferill hennar hefur verið svolítið falinn,“ segir Áslaug. „Mér finnst líka mikilvægt að verkin hennar séu sýnd og fólk fái að njóta þeirra.“Sýningin verður opin alla daga nema mánudaga frá klukkan 13 til 17 og aðgangur er ókeypis. Menning Mest lesið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Yfirlitssýning á verkum Ingileifar Thorlacius verður opnuð í Listasafni ASÍ í dag. Samhliða sýningunni kemur út bókin Myndir Ingileifar frá útgáfufélaginu Eyju í ritstjórn Áslaugar Thorlacius, sem jafnframt er sýningarstjóri, en Hlynur Helgason skrifar texta um feril Ingileifar í bókinni. Ingileif lést árið 2010 og Áslaug systir hennar segir feril hennar hafa verið sorglega stuttan. „Hún kom frá námi í Hollandi árið 1988 og árið 1997 fékk hún heilablóðfall. Í millitíðinni eignaðist hún dóttur og hafði öðrum hnöppum að hneppa, þannig að þetta er ekki langur ferill, en hún var rosalega dugleg á meðan hún gat unnið að myndlistinni. Hún greindist síðar með heilaæxli sem dró hana til dauða.“ Ingileif lauk málaradeild MHÍ og tveggja ára framhaldsnámi við Jan van Eyck Akademie í Maastricht, Hollandi. Á stuttum ferli sínum sem myndlistarmaður hélt hún fimm einkasýningar og tók þátt í um tug samsýninga. Verk Ingileifar spanna breitt svið en eftir hana liggja teikningar, grafíkmyndir, vatnslitamyndir, olíumálverk og skúlptúrar og í sölum safnsins verður úrval verka eftir hana. Þetta er fyrsta yfirlitssýningin á verkum hennar og Áslaug segist hafa haft það að leiðarljósi að hafa breiddina sem mesta. „Það er mikið af málverkum og nokkrir skúlptúrar, en líka grafíkmyndir, vatnslitamyndir og teikningar. Ég veit reyndar ekki hvort Ingileif hefði sett þetta svona saman, hún var alltaf mjög naum í því, en kannski hefði hún gert það á yfirlitssýningu.“ Í bókinni eru myndir af verkum Ingileifar, teknar af Vigfúsi Birgissyni ljósmyndara, Hlynur Helgason skrifar um feril hennar sem myndlistarmanns og Áslaug skrifar æviágrip hennar. „Hlynur þekkti hana vel, var bekkjarbróðir hennar í Myndlistarskólanum, og ánægjulegt að hann skuli skrifa, því ferill hennar hefur verið svolítið falinn,“ segir Áslaug. „Mér finnst líka mikilvægt að verkin hennar séu sýnd og fólk fái að njóta þeirra.“Sýningin verður opin alla daga nema mánudaga frá klukkan 13 til 17 og aðgangur er ókeypis.
Menning Mest lesið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira