Drukkinn bóndadrengur lendir í ógöngum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 3. febrúar 2014 13:00 Sölvi bjó í Skotlandi um tíma og heillaðist af landi, þjóð og tungumáli. Mynd/Hermann Karlsson „Ég fékk þessa hugmynd þegar ég bjó úti í Skotlandi fyrir um tíu árum síðan og hef lengi ætlað að klára þessa þýðingu. Nú lét ég verða af því,“ segir Sölvi Björn Sigurðsson spurður um tildrög þess að hann þýddi ljóðabálkinn Tam o'Shanter eftir Roberts Burns, sem nú er kominn út hjá Gallerýi Brumm.Robert Burns er þjóðskáld Skota og ljóð hans eru mjög skosk, skapaði það vandamál við þýðinguna? „Hann blandar oft saman ensku og skosku sem var og er þjóðtunga þeirra Skota. Oft orti hann reyndar bara á skosku þannig að það er ekki alltaf hlaupið að því að skilja skáldið, en ég var með ágæta fræðilega útgáfu á verkum hans þar sem voru glósur og skýringar og þurfti að lesa dálítið stíft til að komast í gegnum það.“Robert Burns var fæddur 1759, tala ljóð hans til nútímans? „Já, mér finnst það. Hann er mjög skemmtilegt skáld, fyndinn og tímalaus. Sérstaklega skemmtilegur, auðvitað, fyrir þá sem hafa einhver tengsl við Skotland, því skoskur kúltúr, landslag og matur er svo ríkt. Svo ekki sé nú minnst á ævintýrin og tungumálið.“Bjóst þú lengi í Skotlandi? „Fyrst bjó ég þar í eitt og hálft ár og seinna í nokkra mánuði og hef alltaf verið þar með annan fótinn síðan, reyni að heimsækja Edinborg eins oft og ég get.“Var Tam o‘Shanter, sem bálkurinn fjallar um, raunveruleg persóna? „Nei, ég held að hann sé skálduð persóna, en Burns byggir ljóðið á prósafrásögn annars manns og gerir það auðvitað með sínum hætti. Sagan fjallar um ósköp venjulegan bóndadreng sem fer á markaðinn og tefst á kránni á leiðinni heim. Konan hans bíður, ekki par sátt, eftir honum heima en hann leggur ekki af stað heim fyrr en hann er búinn að drekka sig fullan og lendir í miklum ógöngum og óförum á heimleiðinni. Hann álpast inn í kirkju á nornanóttina sjálfa og hittir þar fyrir nornir, drýsla og djöfla sem eru að dansi og skemmtun. Hann verður svo heillaður að hann gerir vart við sig og þar með hefst mikill eltingaleikur. Það má alveg lesa þetta sem existensíalíska lýsingu á ástandi mannsins og það er mikið kjöt á beinunum í þessu kvæði.“Bókin er gefin út af Gallerýi Brumm, hvað er það? „Það er lítið gallerý og forlag sem hóf sinn rekstur í skottinu á Land Rover og framdi gjörninga uppi á fjöllum. Ég stóð fyrir þessu en það hafa ýmsir listamenn verið viðloðandi gallerýið þótt það hafi svo sem ekki látið mikið að sér kveða.“Þú sendir í haust frá þér mikið stórvirki, Stangveiðar á Íslandi og Íslenska vatnabók, var ljóðagerðin og þýðingarnar nokkurs konar hvíld frá því? „Já, eiginlega, ég var bara að draga andann eftir þá útgáfu og notaði þýðinguna til að koma mér niður á jörðina í haust.“Og hvar geta áhugasamir orðið sér úti um Tam o‘Shanter? „Ég er nú ekki búinn að dreifa henni í bókabúðir ennþá, en það er á stefnuskránni að koma henni allavega í búðir í miðbænum. Þangað til geta þeir sem áhugasamir eru sent mér skilaboð á Facebook og tryggt sér eintak.“ Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Ég fékk þessa hugmynd þegar ég bjó úti í Skotlandi fyrir um tíu árum síðan og hef lengi ætlað að klára þessa þýðingu. Nú lét ég verða af því,“ segir Sölvi Björn Sigurðsson spurður um tildrög þess að hann þýddi ljóðabálkinn Tam o'Shanter eftir Roberts Burns, sem nú er kominn út hjá Gallerýi Brumm.Robert Burns er þjóðskáld Skota og ljóð hans eru mjög skosk, skapaði það vandamál við þýðinguna? „Hann blandar oft saman ensku og skosku sem var og er þjóðtunga þeirra Skota. Oft orti hann reyndar bara á skosku þannig að það er ekki alltaf hlaupið að því að skilja skáldið, en ég var með ágæta fræðilega útgáfu á verkum hans þar sem voru glósur og skýringar og þurfti að lesa dálítið stíft til að komast í gegnum það.“Robert Burns var fæddur 1759, tala ljóð hans til nútímans? „Já, mér finnst það. Hann er mjög skemmtilegt skáld, fyndinn og tímalaus. Sérstaklega skemmtilegur, auðvitað, fyrir þá sem hafa einhver tengsl við Skotland, því skoskur kúltúr, landslag og matur er svo ríkt. Svo ekki sé nú minnst á ævintýrin og tungumálið.“Bjóst þú lengi í Skotlandi? „Fyrst bjó ég þar í eitt og hálft ár og seinna í nokkra mánuði og hef alltaf verið þar með annan fótinn síðan, reyni að heimsækja Edinborg eins oft og ég get.“Var Tam o‘Shanter, sem bálkurinn fjallar um, raunveruleg persóna? „Nei, ég held að hann sé skálduð persóna, en Burns byggir ljóðið á prósafrásögn annars manns og gerir það auðvitað með sínum hætti. Sagan fjallar um ósköp venjulegan bóndadreng sem fer á markaðinn og tefst á kránni á leiðinni heim. Konan hans bíður, ekki par sátt, eftir honum heima en hann leggur ekki af stað heim fyrr en hann er búinn að drekka sig fullan og lendir í miklum ógöngum og óförum á heimleiðinni. Hann álpast inn í kirkju á nornanóttina sjálfa og hittir þar fyrir nornir, drýsla og djöfla sem eru að dansi og skemmtun. Hann verður svo heillaður að hann gerir vart við sig og þar með hefst mikill eltingaleikur. Það má alveg lesa þetta sem existensíalíska lýsingu á ástandi mannsins og það er mikið kjöt á beinunum í þessu kvæði.“Bókin er gefin út af Gallerýi Brumm, hvað er það? „Það er lítið gallerý og forlag sem hóf sinn rekstur í skottinu á Land Rover og framdi gjörninga uppi á fjöllum. Ég stóð fyrir þessu en það hafa ýmsir listamenn verið viðloðandi gallerýið þótt það hafi svo sem ekki látið mikið að sér kveða.“Þú sendir í haust frá þér mikið stórvirki, Stangveiðar á Íslandi og Íslenska vatnabók, var ljóðagerðin og þýðingarnar nokkurs konar hvíld frá því? „Já, eiginlega, ég var bara að draga andann eftir þá útgáfu og notaði þýðinguna til að koma mér niður á jörðina í haust.“Og hvar geta áhugasamir orðið sér úti um Tam o‘Shanter? „Ég er nú ekki búinn að dreifa henni í bókabúðir ennþá, en það er á stefnuskránni að koma henni allavega í búðir í miðbænum. Þangað til geta þeir sem áhugasamir eru sent mér skilaboð á Facebook og tryggt sér eintak.“
Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira