Handbolti

Tók bekkjarsetunni af æðruleysi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stefán Rafn gerði nýjan samning við Löwen og ætlar sér að slá Gensheimer úr liðinu.
Stefán Rafn gerði nýjan samning við Löwen og ætlar sér að slá Gensheimer úr liðinu. Vísir/Getty
Guðmundur Guðmundsson hrósar hornamanninum Stefáni Rafni Sigurmannssyni mikið fyrir framgöngu hans síðustu vikurnar, en hann hefur fengið meira að spila að undanförnu vegna meiðsla Uwe Gensheimer.

Stefán Rafn skoraði fimm mörk í stórleiknum gegn Kielce og var pottþéttur á vítalínunni þrátt fyrir að mikið væri undir.

„Hann átti stórkostlegan leik gegn Emsdetten í síðustu viku þar sem hann skoraði níu mörk í tíu skotum, sem er alls ekki sjálfgefið,“ segir Guðmundur en Stefán Rafn skoraði svo fimm mörk gegn Kielce.

„Hann átti frábæran leik. Stefán hefur fengið meira að spila síðustu 5-6 vikurnar og staðið sig frábærlega. Hann er alltaf að bæta sig.“

Framan af tímabili þurfti Stefán Rafn að sitja mikið á bekknum enda Gensheimer með betri leikmönnum heims í þeirra stöðu.

„En hann tók því af æðruleysi, æfði vel og var svo til taks þegar á þurfti að halda. Hann var tilbúinn þegar kallið kom og var frábært að upplifa það.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×