Handbolti

Anders Eggert tekur sér frí frá landsliðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Anders Eggert er í hópi bestu rétthentu hornamanna í heimi.
Anders Eggert er í hópi bestu rétthentu hornamanna í heimi. vísir/getty
Hornamaðurinn snjalli Andres Eggert Jensen hefur ákveðið að taka sér frí frá danska landsliðinu um óákveðinn tíma.

Eggert fylgir þar með í fótspor Kaspers Söndergaard sem er einnig kominn í frí frá landsliðinu.

Í samtali við heimasíðu danska handknattleikssambandsins segir Eggert að þreyta sé ástæðan fyrir ákvörðun sinni, auk þess sem hann verði faðir í annað sinn í byrjun júní.

Eggert, sem leikur með Flensburg í Þýskalandi, verður því ekki með danska liðinu í komandi leikjum í undankeppni EM í apríl og júní.

Hornamaðurinn hefur leikið 140 landsleiki og skorað 522 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×