Handbolti

Hans Óttar slasaðist illa | Myndband

Anton Ingi Leifsson skrifar
Danski landsliðsmaðurinn, Hans Óttar Lindberg, slasaðist alvarlega þegar Hamburg tapaði fyrir Füchse Berlin í þýska handboltanum í gærkvöldi.

Það var undir lok fyrri hálfleiks þegar atvikið átti sér stað. Hans Óttar rauk af stað í hratt upphlaup og lenti í samstuði við Silvio Heinevetter, markvörð Berlínarliðsins.

Eftir aðhlynningu var danski landsiðsmaður studdur af velli. Hann var í framhaldinu fluttur á sjúkrahús í Berlín vegna öndunarerfiðleika þar sem hann liggur á gjörgæslu.

Talið er að um alvarlega innvortis áverka sé að ræða og að leikmaðurinn hafi skaðast á nýrum, en atvikið má sjá hér að ofan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×