Körfubolti

LeBron hafði betur gegn Kobe í síðasta slag risanna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kobe og LeBron í leiknum í nótt.
Kobe og LeBron í leiknum í nótt. Vísir/Getty
Cleveland vann LA Lakers, 120-108, í NBA-deildinni í nótt en þetta var í síðasta sinn sem að LeBron James og Kobe Bryant mætast á vellinum.

James skoraði 24 stig í leiknum en Bryant, sem hefur verið frá vegna meiðsla í síðustu leikjum, átti gott kvöld og skoraði 26 stig en hann nýtti ellefu af sextán skotum sínum í leiknum.

Þetta var í 22. sinn sem þessir kappar mætast á vellinum en Bryant mun leggja skóna á hilluna í vor eftir 20 ára feril í NBA-deildinni.

Kyrie Irving skoraði 26 stig fyrir Cleveland og Channing Frye 21.

San Antonio vann Chicago, 109-101. Kawhi Leonard var með 29 stig og LaMarcus Aldridge bætti við 26 stigum og tók 10 fráköst þar að auki. Þetta var 31. sigur San Antonio á heimavelli í röð.

Cleveland er í efsta sæti austurdeildarinnar með 46 stigra en San Antonio er í öðru sæti vesturdeildarinnar með 55 sigra. NBA-meistararnir Golden State eru þar efstir með 57 sigra en Lakers sem fyrr neðstir í vestrinu með fjórtán sigra.

Úrslit næturinnar:

Toronto - Atlanta 104-96

San Antonio - Chicago 109-101

Denver - Phoenix 116-98

LA Lakers - Cleveland 108-120

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×