NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Siakam sjóð­heitur þegar Pacers komst í 2-0

Pascal Siakam skoraði 39 stig þegar Indiana Pacers sigraði New York Knicks, 109-114, í öðrum leik liðanna í úrslitum Austurdeildar NBA í nótt. Pacers leiðir einvígið, 2-0, og næstu tveir leikir fara fram á heimavelli liðsins.

Körfubolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Sann­leikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC

Anthony Edwards, stórstjarna Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni í körfubolta, var vissulega stigahæstur í síðasta leik liðsins en það verður þó ekki sagt að hann hafi skotið boltanum vel. Hann þarf að lyfta leik sínum á næsta getustig og þá mögulega eiga Úlfarnir möguleika gegn ógnarsterku liði Oklahoma City Thunder.

Körfubolti
Fréttamynd

Blóðgaði dómara

Lu Dort, leikmaður Oklahoma City Thunder, er mikill baráttujaxl og leggur sig alltaf allan fram. Í leiknum gegn Minnesota Timberwolves í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA í nótt meiddi hann óvart einn þriggja dómaranna.

Körfubolti
Fréttamynd

Úlfarnir í úr­slit vestursins

Minnesota Timberwolves tryggðu sér sæti í úrslitum vesturdeildar NBA annað árið í röð, með öruggum sigri í fimm leikja seríu gegn Golden State Warriors, 121-110 sigri í útsláttarleiknum í nótt. Boston Celtics héldu sér á lífi með sigri gegn New York Knicks.

Körfubolti
Fréttamynd

Tatum með slitna hásin

Jayson Tatum, skærasta stjarna ríkjandi meistara í Boston Celtics, verður ekki meira með á þessari leiktíð og ólíklegt er að hann spili mikið á næstu leiktíð. Hann þarf að fara í aðgerð þar sem hann er með slitna hásin.

Körfubolti
Fréttamynd

Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir

Umdeildasta lið NBA-deildarinnar í vetur, Dallas Mavericks, hafði heldur betur heppnina með sér í gærkvöld þegar dregið var um valrétt í nýliðavali deildarinnar. Svo mikla að samfélagsmiðlar eru fullir af ásökunum um samsæri.

Körfubolti
Fréttamynd

Indiana tók Cleveland í bakaríið

Eftir að hafa unnið Cleveland Cavaliers, 129-109, þarf Indiana Pacers aðeins einn sigur til viðbótar til að komast í úrslit Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta annað árið í röð. Í Vesturdeildinni sigraði Oklahoma City Thunder Denver Nuggets, 87-92, í miklum slag.

Körfubolti
Fréttamynd

Úlfarnir búnir að snúa ein­víginu sér í vil

Eftir tap í fyrsta leik gegn Golden State Warriors í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum vesturhluta NBA-deildarinnar í körfubolta hefur Minnesota Timberwolves unnið tvo leiki í röð. Það munar um minna að stórskyttan Stephen Curry meiddist í öðrum leik liðanna og var ekki með í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Meistararnir á lífi eftir stór­sigur í New York

Boston Celtics pakkaði New York Knicks saman í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Austursins í NBA-deildinni í körfubolta. Staðan í einvíginu nú 2-1 eftir að meistararnir sýndu loks hvað í sér býr. Vinna þarf fjóra leiki til að komast í úrslit Austurhlutans.

Körfubolti