Átti sumar engu öðru líku Franski körfuboltamaðurinn Victor Wembanyama missti af stórum hluta síðasta tímabils vegna meiðsla en önnur lið í deildinni ættu að óttast uppfærðu útgáfuna af geimverunni Wemby ef marka má hans fyrsta leik á nýju tímabili. Körfubolti 23.10.2025 21:32
Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir FBI handtók tvo menn úr NBA-deildinni í dag. Tengsl við mafíuna eru á meðal sakargifta. Körfubolti 23.10.2025 13:27
Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla AJ Dybantsa er nafn sem körfuboltaáhugafólk mun örugglega heyra meira af í framtíðinni en það er búist við því að NBA-liðin keppi um hann í nýliðavalinu næsta sumar. Körfubolti 23.10.2025 06:30
Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind David Beckham er ekki smávaxinn maður og var oftast með hávöxnustu leikmönnum inni á fótboltavellinum á sínum ferli og því vekur ný mynd af honum talsverða athygli. Fótbolti 11. október 2025 10:02
LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum LeBron James verður ekki með Los Angeles Lakers þegar NBA-deildin í körfubolta fer aftur af stað. Körfubolti 10. október 2025 09:30
Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Fyrrverandi NBA-stjarnan Paul Pierce var handtekinn á þriðjudagskvöldið grunaður um ölvunarakstur. Körfubolti 10. október 2025 06:30
Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat, fær það hlutskipti að stýra bandaríska karlalandsliðinu í körfubolta fram yfir Ólympíuleikana sem haldnir verða í Bandaríkjunum 2028, í Los Angeles. Körfubolti 9. október 2025 18:01
Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins NBA-goðsögnin Allen Iverson gerir upp viðburðarríkt líf sitt í nýrri bók sem ber nafnið „Misunderstood“. Iverson ræddi bókina og sagði frá erfiðasta tímabili lífs síns í nýju sjónvarpsviðtali. Körfubolti 9. október 2025 13:00
Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Ákvörðun allra ákvarðana“ sem körfuboltagoðsögnin LeBron James sagði að væri í pípunum reyndist síður en svo eins spennandi eða fréttnæm og hann hafði gefið til kynna. Aðeins var um auglýsingu að ræða. Körfubolti 7. október 2025 20:39
LeBron boðar aðra Ákvörðun Stigahæsti leikmaður í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta, LeBron James, boðar stóra tilkynningu á samfélagsmiðlum í dag. Einhverjir telja að hann ætli að greina frá því hvenær skórnir fari á hilluna. Körfubolti 7. október 2025 07:02
Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Það eru tæpar þrjár vikur í að NBA deildin fari af stað og eru liðin í óða önn að undirbúa sig. Stórstjarnan Giannis Antetokounmpo er samt ekki farinn af stað en hann greindist með Covid-19 nýlega. Körfubolti 4. október 2025 11:47
Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jaylin Williams er í mjög sérstakri stöðu. Hann verður nefnilega sá síðasti til að spila í treyju númer sex í sögu NBA deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 1. október 2025 16:01
Al Horford til Golden State Golden State Warriors hafa landað reynsluboltanum Al Horford en Horford var samningslaus eftir fjögur tímabil með Boston Celtics. Körfubolti 29. september 2025 07:32
Áfall fyrir Houston Fred VanVleet, leikstjórnandi Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta, missir væntanlega af öllu næsta tímabili vegna meiðsla. Körfubolti 23. september 2025 16:10
Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Aðdáendur Dallas Mavericks geta tekið gleði sína á ný en meiðslapésinn Anthony Davis tók í vikunni þátt í fimm á fimm æfingu í fyrsta sinn síðan í júlí. Körfubolti 21. september 2025 14:17
NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Nýstofnaða breska úrvalsdeildin í körfubolta virðist óvart hafa staðfest að NBA Evrópudeildin, sem hefur verið rætt um lengi, muni hefja göngu sína eftir tvö ár. Körfubolti 16. september 2025 22:32
Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Æðsti yfirmaður NBA deildarinnar, Adam Silver, segir ólíklegt að næg sönnunargögn finnist til að refsa Kawhi Leonard, Los Angeles Clippers eða eiganda þess Steve Ballmer, þrátt fyrir að rannsókn málsins sé aðeins nýhafin. Körfubolti 11. september 2025 07:31
Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Körfuboltaskór eru ekki bara körfuboltaskór. Þetta vita leikmenn í NBA vel sem og fjölmargir aðdáendur en körfuboltaskór ganga kaupum og sölum bæði nýir og notaðir og oft fyrir svimandi háar upphæðir. Körfubolti 6. september 2025 23:15
Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Los Angeles Clippers og eigandi þess Steve Ballmer virðast hafa svindlað á launaþakinu til að tryggja sér áfram þjónustu stórstjörnunnar Kawhi Leonard á sínum tíma. Körfubolti 4. september 2025 08:32
„Lukkudýrið“ í mál við félagið Sá sem lék launahæsta lukkudýrið í NBA deildinni í körfubolta er farinn í mál við félagið sem hann starfaði lengi fyrir. Körfubolti 21. ágúst 2025 23:31
Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Faðir NBA körfuboltastjörnunnar Jaylen Brown er ekki í góðum málum eftir að rifildi endaði mjög illa í Las Vegas. Körfubolti 21. ágúst 2025 18:51
Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Jeremy Sochan leikmaður San Antonio Spurs í NBA deildinni mun ekki leika með Póllandi á Eurobasket sem hefst 27. ágúst næstkomandi. Pólland eru gestgjafar Íslendinga þar á meðal og er þetta högg fyrir liðið. Körfubolti 10. ágúst 2025 20:32
Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ John Stockton er stoðsendingahæsti leikmaður NBA frá upphafi og í hópi bestu leikmanna sögunnar. Hann er ekki í vafa um að Michael Jordan sé ofar en LeBron James þegar kemur að því að velja besta leikmann sögunnar. Körfubolti 10. ágúst 2025 12:30
Celtics festa þjálfarann í sessi Boston Celtics hefur tryggt sér þjónustu þjálfarans Joe Mazzula næstu árin. Liðið tilkynnti um þetta á samfélagsmiðlum í dag. Mazzula stýrði liðinu til NBA titilsins árið 2024 en liðið datt út gegn Indiana Pacers í úrslitakeppninni. Körfubolti 8. ágúst 2025 21:02