Körfubolti

Westbrook með risaþrennu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Russell Westbrook.
Russell Westbrook. Vísir/Getty
Russell Westrbrook fór á kostum er Oklahoma City hafði betur gegn LA Clippers í nótt, 120-108.

Westbrook náði sinni elleftu þrennu í vetur er hann var með 25 stig, 20 stoðsendingar og ellefu fráköst.

Þetta var í fyrsta sinn sem leikmaður nær þrennu með minnst 20 stigum og 20 stoðsendingum í NBA-deildinni síðan 1998.

Kevin Durant skilaði 30 stigum og tólf fráköstum en Jeff Green var stigahæstur hjá Orlando með 23 stig.

Golden State vann enn einn heimasigurinn er liðið vann öruggan sigur Utah, 115-94. Steph Curry hafði hægt um sig og var með tólf stig en setti þó niður flautukörfu af löngu færi í lok fyrri hálfleiks.

Golden State hefur nú unnið 46 sigra á heimavelli í röð sem er met. Klay Thompson var stigahæstur í liðinu með 23 stig.

Cleveland vann Sacramento, 120-111. Kyrie Irving var með 30 stig fyrir Cleveland og LeBron James var með 25 stig og ellefu fráköst.

Sacramento náði að minnka muninn í eitt stig á lokamínútunum en Kevin Love, sem var með sautján stig og tíu fráköst, setti niður mikilvægan þrist og fiskaði víti þar að auki sem hann nýtti.

Úrslit næturinnar:

Charlotte - New Orleans 122-113

Philadelphis - Houston 104-118

Boston - Memphis 116-96

Milwaukee - Miami 114-108

Dallas - Detroit 96-102

Phoenix - New York 97-128

Oklahoma - LA Clippers 120-108

Sacramento - Cleveland 111-120

Golden State - Utah 115-94

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×