Körfubolti

James bauð upp á þrennu í Madison Square Garden

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
James og félagar eru á toppnum í Austurdeildinni.
James og félagar eru á toppnum í Austurdeildinni. vísir/getty
Tíu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

LeBron James var með þrefalda tvennu þegar Cleveland vann öruggan sigur á New York Knicks á útivelli, 93-107.

James skoraði 27 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar en þetta var þriðja þrennan hans á tímabilinu. Kevin Love var stigahæstur hjá Cleveland með 28 stig.

Kevin Durant og Russell Westbrook skoruðu samtals 60 stig í sigri Oklahoma City Thunder á San Antonio Spurs, 111-92.

Durant var með 31 stig og Westbrook 29 fyrir Oklahoma sem hefur unnið sjö leiki í röð.

Gregg Popovich, þjálfari San Antonio, hvíldi marga af sínum sterkustu leikmönnum í nótt. David West og Jonathan Simmons skoruðu 17 stig hvor fyrir Spurs sem er í 2. sæti Vesturdeildarinnar.

Þá gerði Boston Celtics góða ferð til Phoenic og vann þriggja stiga sigur á heimamönnum, 99-102.

Boston, sem er í 3. sæti Austurdeildarinnar, var með örugga forystu í hálfleik, 41-58, en var nálægt því að kasta sigrinum frá sér í lokin.

Isiah Thomas var stigahæstur í liði Boston en hann skoraði 28 stig gegn sínum gömlu félögum. Devin Booker skoraði mest fyrir Phoenix, eða 21 stig.

Úrslitin í nótt:

NY Knicks 93-107 Cleveland

Oklahoma 111-92 San Antonio

Phoenix 99-102 Boston

Brooklyn 120-110 Indiana

Orlando 111-89 Chicago

New Orleans 91-115 Toronto

Detroit 95-112 Atlanta

Minnesota 84-93 Utah

Milwaukee 91-115 Charlotte

Portland 108-105 Philadelphia

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×