Körfubolti

Þrennuveisla hjá Russell Westbrook í mars

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Russell Westbrook hefur verið í ótrúlegum ham með Oklahoma City Thunder liðinu í marsmánuði og var enn á ný með þrennu í leik liðsins á móti Houston Rockets í nótt.

Russell Westbrook var með 21 stig, 15 stoðsendingar og 13 fráköst í leiknum sem Oklahoma City Thunder vann 111-107.

Þetta var fimmtánda þrenna Russell Westbrook á tímabilinu sem er það mesta sem leikmaður hefur ná síðan 1988-89 tímabilið þegar Magic Johnson var með sautján þrennur og Michael Jordan var með fimmtán.

Russell Westbrook hefur ennfremur verið með sex þrennur í marsmánuði sem er það mesta síðan að Michael Jordan var með sjö þrennur í apríl 1989.

Westbrook er búinn að vera með þrennu í síðustu þremur leikjum og fjórum af síðustu fimm. Thunder-liðið hefur unnið alla fimmtán leikina þar sem hann hefur náð þrennunni eftirsóttu.

Þrennur Russell Westbrook í mars

6. mars: 8 stiga sigur á Milwaukee

15 stig, 10 fráköst og 11 stoðsendingar

9. mars: 12 stiga sigur á Los Angeles Clippers

25 stig, 11 fráköst og 19 stoðsendingar

14. mars: 34 stiga sigur á Portland

17 stig, 10 fráköst og 16 stoðsendingar

18. mars: 14 stiga sigur á Philadelphia

20 stig, 15 fráköst og 10 stoðsendingar

19. mars: 4 stiga sigur á Indiana

14 stig, 11 fráköst og 14 stoðsendingar

22. mars: 4 stiga sigur á Houston

21 stig, 13 fráköst og 15 stoðsendingar



Russell Westbrook hefur einnig verið með þrennur á móti Washington og Philadelphia í nóvember, Sacramento í desember, Minnesota, Miami og Houston í janúar og á móti Washington, Orlando og Sacramento í febrúar.

NBA

Tengdar fréttir

Westbrook og Durant leika eftir afrek Magic og Bird

Liðsfélagarnir Russell Westbrook og Kevin Durant komust báðir í flottan hóp í nótt þegar þeir fóru fyrir liði Oklahoma City Thunder í 120-108 sigri á Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta.

Westbrook með risaþrennu

Gaf 20 stoðsendingar í sigri Oklahoma City á LA Clippers í NBA-deildinni í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×