Körfubolti

Jordan hughreysti leikmenn North Carolina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jordan í stúkunni á mánudag ásamt vini sínum Ahmad Rashad.
Jordan í stúkunni á mánudag ásamt vini sínum Ahmad Rashad. vísir/getty
Körfuboltalið North Carolina-háskólans tapaði úrslitaleiknum í háskólaboltanum á grátlegan hátt á mánudag.

Eftir að hafa jafnað leikinn með ævintýralegri þriggja stiga körfu fjórum sekúndum fyrir leikslok þá náði Villanova að tryggja sér sigur með flautukörfu.

Leikmenn North Carolina voru eðlilega niðurbrotnir eftir leik en það lyfti líklega andanum að sjá sjálfan Michael Jordan inn í klefanum strax eftir leik.

„Ég er stoltur af ykkur,“ sagði Jordan við strákana en hann spilaði með North Carolina áður en hann fór í NBA-deildina.

„Það voru liðnar svona 30 sekúndur af ræðunni er ég sá hver þetta var. Ég var svo svekktur og starði bara á gólfið. Svo sé ég besta körfuboltamann allra tíma og hann er að segja að þetta sé allt í lagi. Að hann sé stoltur af okkur,“ sagði Marcus Paige, leikmaður liðsins.

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×