Körfubolti

Borga 3,4 milljónir til þess að sjá kveðjuleik Kobe

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kobe á eftir að spila einn leik á ferlinum.
Kobe á eftir að spila einn leik á ferlinum. vísir/getty
NBA-aðdáendur eru að fara að borga morðfé til þess að sjá tvo sögulega leiki annað kvöld.

Annars vegar er það kveðjuleikur Kobe Bryant á ferlinum og hins vegar leikur Golden State Warriors þar sem liðið getur slegið met Chicago Bulls yfir flesta sigurleiki á einni leiktíð. Gamla metið var sett árið 1996 og Warriors er búið að jafna það.

Hinn 37 ára gamli Kobe er búinn að vera að kveðja deildina í allan vetur en hann er þriðji stigahæsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar.

Miðar á kveðjuleik Kobe gegn Utah Jazz eru að seljast á allt að 3,4 milljónir króna stykkið. Ódýrustu miðarnir hafa farið á 86 þúsund.

Dýrustu miðarnir á leik Warriors og Memphis eru á 2 milljónir króna. Þeir ódýrustu á rúmlega 40 þúsund krónur.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×