Körfubolti

Steve Kerr þjálfari ársins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kerr vann NBA-meistaratitilinn á sínu fyrsta tímabili í þjálfun og sló met Chicago Bulls á því næsta.
Kerr vann NBA-meistaratitilinn á sínu fyrsta tímabili í þjálfun og sló met Chicago Bulls á því næsta. vísir/getty
Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, hefur verið valinn þjálfari ársins í NBA-deildinni í körfubolta.

Terry Stotts, þjálfari Portland Trail Blazers, endaði í 2. sæti í kjörinu og Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs, í því þriðja.

Undir stjórn Kerr vann Golden State 73 af 82 leikjum sínum á tímabilinu og bætti þar með 20 ára gamalt met Chicago Bulls sem vann 72 leiki tímabilið 1995-96. Þess má geta að Kerr var leikmaður Chicago á þessum tíma.

Kerr stýrði Golden State-liðinu reyndar ekki í fyrstu 43 leikjum tímabilsins vegna bakmeiðsla. Luke Walton þjálfaði liðið í fjarveru Kerr en undir hans stjórn vann Golden State 39 leiki, þar af 24 fyrstu leiki sína á tímabilinu, og tapaði aðeins fjórum.

Kerr og lærisveinar hans eru 3-1 yfir í einvíginu við Houston Rockets í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar og geta tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í fimmta leiknum á morgun.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×