Körfubolti

Nóg af skvettum í Oracle Arena í nótt | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stephen Curry og Klay Thompson.
Stephen Curry og Klay Thompson. Vísir/Getty
Skytturnar Stephen Curry og Klay Thompson voru saman með 62 stig, 12 stoðsendingar og 11 þriggja stiga körfur þegar Golden State Warriors sló  Portland Trail Blazers út úr úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt.

Skvettubræðurnir hittu úr 11 af 20 þriggja stiga skotum sínum í leiknum og voru langatkvæðamestir í liði Golden State í leiknum.

Klay Thompson hélt upp merkjum Stephen Curry þegar Curry gat ekki spilað vegna meiðsla og hann ætlar ekkert að gefa eftir nú þegar liðið hefur einheimt besta leikmann deildarinnar.

Klay Thompson hitti alls úr 13 af 17 skotum sínum í leiknum sem þýðir skotnýtingu upp á 76,5 prósent. Hann var hefur nú skorað 23 stig eða meira í sjö leikjum í röð í úrslitakeppninni og fimm eða fleiri þrista í þeim öllum.

Klay Thompson var með 31 stig að meðaltali í einvíginu á móti Portland Trail Blazers þar sem hann skoraði 5,6 þrista í leik og hitti úr 50 prósent skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna.

Stephen Curry lék sinn annan leik eftir að hann kom til baka eftir meiðslin og sinn fyrsta leik eftir að hann var útnefndur besti leikmaður deildarinnar.

Stephen Curry er mrð 69 stig, 19 stoðsendingar og 10 þriggja stiga körfur í þessum leikjum sem Golden State liðið vann báða.

Frammistaðan hjá skvettubræðrunum Stephen Curry og Klay Thompson var vissulega efni í flott myndband sem má sjá hér fyrir neðan.

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×