Körfubolti

Vandræðalegt augnablik í verðlaunahendingu Steph Curry í nótt | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steph Curry fær hér styttuna frá Adam Silver.
Steph Curry fær hér styttuna frá Adam Silver. Vísir/Getty
Steph Curry fékk fullt hús í kjörinu á besta leikmanni NBA-deildarinnar á þessu tímabili en yfirmaður NBA-deildarinnar lét hann "hanga" í verðalaunaafhendingunni í nótt.

Steph Curry fékk styttuna afhenta fyrir framan stuðningsmenn Golden State Warriors liðsins í nótt áður en liðið vann 125-121 sigur á Portland Trail Blazer og tryggði sér sæti í úrslitum Austurdeildarinnar.

Steph Curry skoraði 29 stig og gaf 11 stoðsendingar og tvær af þriggja stiga körfum hans kveiktu í húsinu á mikilvægum tímapunktum á lokakafla leiksins.

Það var frekar vandræðalegt augnablik í verðlaunahendingu Steph Curry í nótt þegar Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar, tók ekki í höndina á Steph Curry þegar Curry bjóst við handabandi.

Adam Silver var þá búinn að kynna Steph Curry til leiks og tilkynna við mikinn fögnuð að allir hafi kosið Steph bestan. Í stað þess að svara handarbandi Curry þá náði Silver í verðlaunastyttuna.

Adam Silver hefur staðið sig mjög vel sem yfirmaður NBA-deildarinnar og því ekki oft sem menn hafa geta sagt: Þetta hefði nú aldrei geta gerst á vaktinni hans David Stern.

Það má sjá myndband hér fyrir neðan þegar Steph Curry fær styttuna en ekki handarband í verðlaunaafhendingunni í nótt.

NBA

Tengdar fréttir

Curry bestur í NBA annað árið í röð

Niðurstöður kjörsins yfir mikilvægasta leikmann NBA-deildarinnar í körfubolta hafa nú lekið í bandaríska fjölmiðlar sem hafa heimildir fyrir því að Stephen Curry hafi verið valinn bestur annað árið í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×