Vogue segir brjóstaskoruna vera úr sögunni Ritstjórn skrifar 3. nóvember 2016 12:00 Það eru margar konur sem eru óhræddar við að sýna brjóstaskoruna. Mynd/Skjáskot Samkvæmt desembertölublaði breska Vogue eiga konur, sem eru virkar á samfélagsmiðlum að fela brjósaskoruna. Þar er meðal annars þrætt um það að því meira hold sem konur sýna, því minni völd hafa þær. Þetta eru ansi stór orð og vægast sagt umdeild hjá þessari tískubiblíu. Hægt er að segja að kvenréttindabaráttan snúist einnig um frelsi kvenna til þess að klæða sig eins mikið eða lítið og þær vilja. Vogue kennir samfélagsmiðlum og perrum um það að konur geti ekki lengur sýnt brjóstaskoruna í friði. Ef kona birtir mynd af sér þar sem sést í bert hold þá snúast allar athugasemdir um skoruna og brjóstin. Í frétt Vogue er talað við stílistann Elizabeth Saltzman sem hefur klætt margar stjörnur fyrir rauða dregilinn. Hún segir að athyglin fer af klæðaburðinum sjálfum yfir á brjóstin ef að kjólinn er fleginn. Sem dæmi má taka af Instagram þar sem meirihlutinn af athugasemdum við mynd snúast um bjróstin í stað fatnaðarins. Einnig er talað um að fatahönnuðir séu hættir að hanna föt sem sýna brjóstaskoruna. Núna er áherslan meira á fæturna og magann. Á níunda áratuginum þóttu axlirnar vera kynæsandi líkamspartur og greinilegt að það fari eftir straumum og stefnum. Þrátt fyrir allt sem kemur fram í Vogue eiga konur ekki að hika við að klæða sig eins og þeim sýnist. Mest lesið Lena Dunham selur fataskápinn sinn Glamour Skugga Sveinn í fánalitunum hjá Geysi Glamour Ótrúleg afsökun frá Balenciaga og MyTheresa Glamour Epal með snilldarlega auglýsingu eftir umræðu vikunnar Glamour Kendall Jenner dansar í neðanjarðarlest Glamour Ekki gleyma sléttujárninu um jólin Glamour Kendall Jenner komin með nýja klippingu Glamour Bella Hadid situr fyrir í herferð Zadig & Voltaire ásamt bróður sínum Glamour Tommy Hilfiger í samstarf með Vetements Glamour Bradley Cooper og Irina Shayk orðin foreldrar Glamour
Samkvæmt desembertölublaði breska Vogue eiga konur, sem eru virkar á samfélagsmiðlum að fela brjósaskoruna. Þar er meðal annars þrætt um það að því meira hold sem konur sýna, því minni völd hafa þær. Þetta eru ansi stór orð og vægast sagt umdeild hjá þessari tískubiblíu. Hægt er að segja að kvenréttindabaráttan snúist einnig um frelsi kvenna til þess að klæða sig eins mikið eða lítið og þær vilja. Vogue kennir samfélagsmiðlum og perrum um það að konur geti ekki lengur sýnt brjóstaskoruna í friði. Ef kona birtir mynd af sér þar sem sést í bert hold þá snúast allar athugasemdir um skoruna og brjóstin. Í frétt Vogue er talað við stílistann Elizabeth Saltzman sem hefur klætt margar stjörnur fyrir rauða dregilinn. Hún segir að athyglin fer af klæðaburðinum sjálfum yfir á brjóstin ef að kjólinn er fleginn. Sem dæmi má taka af Instagram þar sem meirihlutinn af athugasemdum við mynd snúast um bjróstin í stað fatnaðarins. Einnig er talað um að fatahönnuðir séu hættir að hanna föt sem sýna brjóstaskoruna. Núna er áherslan meira á fæturna og magann. Á níunda áratuginum þóttu axlirnar vera kynæsandi líkamspartur og greinilegt að það fari eftir straumum og stefnum. Þrátt fyrir allt sem kemur fram í Vogue eiga konur ekki að hika við að klæða sig eins og þeim sýnist.
Mest lesið Lena Dunham selur fataskápinn sinn Glamour Skugga Sveinn í fánalitunum hjá Geysi Glamour Ótrúleg afsökun frá Balenciaga og MyTheresa Glamour Epal með snilldarlega auglýsingu eftir umræðu vikunnar Glamour Kendall Jenner dansar í neðanjarðarlest Glamour Ekki gleyma sléttujárninu um jólin Glamour Kendall Jenner komin með nýja klippingu Glamour Bella Hadid situr fyrir í herferð Zadig & Voltaire ásamt bróður sínum Glamour Tommy Hilfiger í samstarf með Vetements Glamour Bradley Cooper og Irina Shayk orðin foreldrar Glamour