Mads Mikkelsen sagði ekki umboðsmönnum sínum frá því að hann væri á leið til Íslands til að taka upp mynd Birgir Olgeirsson skrifar 13. maí 2018 21:33 Mads Mikkelsen í myndinni Artic. IMDB Danski leikarinn Mads Mikkelsen sagði ekki umboðsmönnum sínum frá því að hann væri á leið til Íslands til að taka upp kvikmynd. Mikkelsen er aðalleikari myndarinnar sem var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vikunni. Með annað hlutverk myndarinnar fer leikkonan María Thelma Smáradóttir sem á að baki leik í þáttaröðinni Föngum. Mikkelsen og leikstjóri myndarinnar, Joe Penna, hafa verið í viðtölum til að kynna þessa „litlu“ mynd sem hefur vakið athygli. Myndin heitir Arctic og segir frá manni sem er fastur á norðurheimskautinu. Hann á von á því að vera bjargað en þegar styttist í björgunina kemur slys í veg fyrir að af henni verði. Hann þarf að ákveða hvort hann eigi að halda til í búðum sínum þar sem hann er öruggur um sinn, eða leggja í mikla hættuför í von um að honum verði bjargað. Mikkelsen og Penna ræddu gerð myndarinnar við bandaríska fjölmiðilinn L.A. Times en þar kemur fram að aðdragandi myndarinnar hafi verið afar skammur.Mads Mikkelsen, María Thelma Smáradóttir og leikstjórinn Joe Penna á kvikmyndahátíðinni í Cannes.Vísir/EPADaninn las handritið og átti svo tveggja klukkustunda samtal við leikstjórann í gegnum Skype á miðvikudegi. Tveimur dögum síðar hafði leikstjórinn hafið leit að tökustöðum á Íslandi og einum og hálfum mánuði síðar voru þeir mættir til Íslands til að taka myndina upp í apríl í fyrra. „Þetta gerðist allt mjög hratt,“ segir Mikkelsen í samtali við L.A. Times. „Ég sagði umboðsmönnum mínum ekki frá því. Þeir komust að því á endanum,“ segir Mikkelsen. Hann segir þá hafa spurt hann hvers vegna hann væri á leið til Íslands og svaraði Mikkelsen að einungis væri um ferðalag að ræða. Mikkelsen segir tökur þessarar myndar hafa verið þær erfiðustu á hans ferli en hann vann til verðlauna á kvikmyndahátíðinni Cannes fyrir leik sinn í dönsku myndinni Jagten árið 2012. Hann á einnig að baki leik í James Bond-myndinni Casino Royale og Stjörnustríðsmyndinni Rogue One. Joe Penna greinir frá því að myndin átti fyrst að fjalla um mann sem væri einn og yfirgefinn á plánetunni Mars. Nokkrir hlutir komu í veg fyrir að úr því yrði, þar á meðal stórmyndin The Martian með Matt Damon í aðalhlutverki. Joe Penna er brasilískur og segir kuldann á Íslandi hafa reynst honum afar erfiður. Hann segist hins vegar hafa fengið fatnað sem var upphitaður með rafmagni, eitthvað sem leikstjórinn vissi ekki að væri til fyrr en hann kom til Íslands. Tökur hér á landi stóðu yfir í 22 daga í fyrra og fóru fram við Nesjavelli og Fellsendavatn skammt frá Þórisvatni. Íslenska fyrirtækið Pegasus og kvikmyndagerðarmaðurinn Einar Þorsteinsson eru á meðal framleiðenda. Starfsliðið var nær eingöngu skipað Íslendingum. Tómas Örn Tómasson sá um kvikmyndatöku, Atli Geir Grétarsson og Gunnar Pálsson gerðu leikmynd, Margrét Einarsdóttir sá um búninga og Ragna Fossberg um förðun. Hér fyrir neðan má sjá brot úr myndinni. Cannes Menning Tengdar fréttir Arctic og Bergmál á kvikmyndahátíðinni í Cannes Kvikmyndirnar Arctic og Bergmál hafa verið valdar til þátttöku á kvikmyndahátíðina í Cannes. 13. apríl 2018 16:15 Mads Mikkelsen kveður Ísland eftir 22 spennuþrungna daga Danski stórleikarinn og aðstandendur hrakningamyndarinnar Arctic hafa lokið tökum hér á landi. 21. apríl 2017 13:20 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Fleiri fréttir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Danski leikarinn Mads Mikkelsen sagði ekki umboðsmönnum sínum frá því að hann væri á leið til Íslands til að taka upp kvikmynd. Mikkelsen er aðalleikari myndarinnar sem var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vikunni. Með annað hlutverk myndarinnar fer leikkonan María Thelma Smáradóttir sem á að baki leik í þáttaröðinni Föngum. Mikkelsen og leikstjóri myndarinnar, Joe Penna, hafa verið í viðtölum til að kynna þessa „litlu“ mynd sem hefur vakið athygli. Myndin heitir Arctic og segir frá manni sem er fastur á norðurheimskautinu. Hann á von á því að vera bjargað en þegar styttist í björgunina kemur slys í veg fyrir að af henni verði. Hann þarf að ákveða hvort hann eigi að halda til í búðum sínum þar sem hann er öruggur um sinn, eða leggja í mikla hættuför í von um að honum verði bjargað. Mikkelsen og Penna ræddu gerð myndarinnar við bandaríska fjölmiðilinn L.A. Times en þar kemur fram að aðdragandi myndarinnar hafi verið afar skammur.Mads Mikkelsen, María Thelma Smáradóttir og leikstjórinn Joe Penna á kvikmyndahátíðinni í Cannes.Vísir/EPADaninn las handritið og átti svo tveggja klukkustunda samtal við leikstjórann í gegnum Skype á miðvikudegi. Tveimur dögum síðar hafði leikstjórinn hafið leit að tökustöðum á Íslandi og einum og hálfum mánuði síðar voru þeir mættir til Íslands til að taka myndina upp í apríl í fyrra. „Þetta gerðist allt mjög hratt,“ segir Mikkelsen í samtali við L.A. Times. „Ég sagði umboðsmönnum mínum ekki frá því. Þeir komust að því á endanum,“ segir Mikkelsen. Hann segir þá hafa spurt hann hvers vegna hann væri á leið til Íslands og svaraði Mikkelsen að einungis væri um ferðalag að ræða. Mikkelsen segir tökur þessarar myndar hafa verið þær erfiðustu á hans ferli en hann vann til verðlauna á kvikmyndahátíðinni Cannes fyrir leik sinn í dönsku myndinni Jagten árið 2012. Hann á einnig að baki leik í James Bond-myndinni Casino Royale og Stjörnustríðsmyndinni Rogue One. Joe Penna greinir frá því að myndin átti fyrst að fjalla um mann sem væri einn og yfirgefinn á plánetunni Mars. Nokkrir hlutir komu í veg fyrir að úr því yrði, þar á meðal stórmyndin The Martian með Matt Damon í aðalhlutverki. Joe Penna er brasilískur og segir kuldann á Íslandi hafa reynst honum afar erfiður. Hann segist hins vegar hafa fengið fatnað sem var upphitaður með rafmagni, eitthvað sem leikstjórinn vissi ekki að væri til fyrr en hann kom til Íslands. Tökur hér á landi stóðu yfir í 22 daga í fyrra og fóru fram við Nesjavelli og Fellsendavatn skammt frá Þórisvatni. Íslenska fyrirtækið Pegasus og kvikmyndagerðarmaðurinn Einar Þorsteinsson eru á meðal framleiðenda. Starfsliðið var nær eingöngu skipað Íslendingum. Tómas Örn Tómasson sá um kvikmyndatöku, Atli Geir Grétarsson og Gunnar Pálsson gerðu leikmynd, Margrét Einarsdóttir sá um búninga og Ragna Fossberg um förðun. Hér fyrir neðan má sjá brot úr myndinni.
Cannes Menning Tengdar fréttir Arctic og Bergmál á kvikmyndahátíðinni í Cannes Kvikmyndirnar Arctic og Bergmál hafa verið valdar til þátttöku á kvikmyndahátíðina í Cannes. 13. apríl 2018 16:15 Mads Mikkelsen kveður Ísland eftir 22 spennuþrungna daga Danski stórleikarinn og aðstandendur hrakningamyndarinnar Arctic hafa lokið tökum hér á landi. 21. apríl 2017 13:20 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Fleiri fréttir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Arctic og Bergmál á kvikmyndahátíðinni í Cannes Kvikmyndirnar Arctic og Bergmál hafa verið valdar til þátttöku á kvikmyndahátíðina í Cannes. 13. apríl 2018 16:15
Mads Mikkelsen kveður Ísland eftir 22 spennuþrungna daga Danski stórleikarinn og aðstandendur hrakningamyndarinnar Arctic hafa lokið tökum hér á landi. 21. apríl 2017 13:20
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið