Þefar uppi notaðan fatnað Starri Freyr Jónsson skrifar 19. október 2018 17:00 Uppáhaldsflík Einars Indra tónlistarmanns er peysa sem hann keypti í Lissabon á þessu ári þegar hann var á ferðalagi með fjölskyldunni. Hún var keypt í verslun sem selur notuð föt. Fréttablaðið/Eyþór Einar Indra kýs að ganga í notuðum fötum enda finnst honum fólk kaupa yfirhöfuð allt of mikið af drasli. Uppáhaldsflíkin hans er peysa sem hann keypti í Lissabon fyrr á þessu ári. Tónlistarmaðurinn Einar Indra hefur lengi verið hrifinn af verslunum sem selja notaðan fatnað. Hann hefur lengið keypt notuð föt í Spúútnik hér á landi og segist þefa uppi sambærilegar verslanir á ferðalögum erlendis. „Ég hef ekki gaman af því að fara í fataverslanir og er um leið ekkert sérstaklega hrifinn af því að kaupa mikið af fötum. Frekar kýs ég að kaupa notuð föt en mér finnst fólk kaupa yfirhöfuð allt of mikið af drasli sem er stórt vandamál í heiminum í dag. Þó er ég mjög hrifinn af hönnun og til að mynda er íslenska merkið Aftur snilld því það sameinar endurnýtingu og töff hönnun. Annars er ég mest hrifinn af fötum sem verða eins og annað skinn á manni. Þá þarf ég ekki að spá í það hverju ég klæðist þegar ég fer úr húsi.“Spilar á Airwaves Einar kemur fram á Airwaves í næsta mánuði og segist hlakka mikið til. „Ég hef áður öðlast þann heiður að spila á þessari yndislegu hátíð og í ár mun ég bjóða upp á nýtt efni að mestu leyti. Hátíðin virðist vera í breytingarferli og ég er spenntur að sjá hvernig til tekst.“ Hann byrjaði ungur að semja tónlist og segist hafa verið lítill snáði þegar hann samdi vals á píanó. Verkið hét Boltavals þar sem hann var að æfa fótbolta á þeim tíma. „Valsinn þróaðist út í áhuga á Aphex Twin þegar ég var í menntaskóla, um það leyti sem lagið Come to daddy var í spilun. Þá byrjaði ég að setja saman vísur og fikta í hinum og þessum rafhljóðum. Tónlist mín er sambland af rafrænum og hliðrænum hljóðum, skreyttum með söng.“Hvar kaupir þú helst fötin þín? Yfirleitt kaupi ég fötin mín erlendis.Hvaða litir eru helst í uppáhaldi hjá þér? Það eru svartur, hvítur, grár, dökkblár og dökkgrænn.Hvaða flík hefur þú átt lengst og notar enn þá? Það er jakki sem ég keypti þegar ég fór í ferðalag eftir útskrift úr menntaskóla. Ég fór meðal annars til Danmerkur á Hróarskelduhátíðina og keypti hann þar í „second hand“ herfatabúð. Jakkinn er enn í notkun 18 árum síðar en reyndar er ég búinn að lita hann grænan síðan.Hver er uppáhaldsflíkin þín? Það er peysa sem ég keypti í Lissabon í apríl en þar var ég á ferðalagi með fjölskyldunni. Þar fundum við frábæra búð sem selur notuð föt og þar fann ég peysuna. Daginn eftir var öllum kortum og peningum stolið af okkur og við sátum uppi með ekkert en við áttum eftir að dvelja í mánuð í borginni. Ég fékk þó að skila hjólaskautum sem ég keypti í þessari búð og fékk pening til að lifa af daginn. Peysuna vildi hún hins vegar ekki aftur.Bestu og verstu fatakaupin? Verstu fatakaupin voru þegar ég var narraður í að kaupa bleika skyrtu og hörbuxur fyrir brúðkaup bróður míns á Ítalíu. Ég fæ enn hroll þegar ég horfi á myndirnar. Bestu kaupin eru sennilega sólgleraugu sem ég keypti í kvennadeildinni í einhverri búð í Póllandi fyrir tveimur árum. Þetta eru Dana Buchman gleraugu sem eru mjög góð og ég er ekki enn búinn að týna þeim, sem er mjög óvanalegt. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Einar Indra kýs að ganga í notuðum fötum enda finnst honum fólk kaupa yfirhöfuð allt of mikið af drasli. Uppáhaldsflíkin hans er peysa sem hann keypti í Lissabon fyrr á þessu ári. Tónlistarmaðurinn Einar Indra hefur lengi verið hrifinn af verslunum sem selja notaðan fatnað. Hann hefur lengið keypt notuð föt í Spúútnik hér á landi og segist þefa uppi sambærilegar verslanir á ferðalögum erlendis. „Ég hef ekki gaman af því að fara í fataverslanir og er um leið ekkert sérstaklega hrifinn af því að kaupa mikið af fötum. Frekar kýs ég að kaupa notuð föt en mér finnst fólk kaupa yfirhöfuð allt of mikið af drasli sem er stórt vandamál í heiminum í dag. Þó er ég mjög hrifinn af hönnun og til að mynda er íslenska merkið Aftur snilld því það sameinar endurnýtingu og töff hönnun. Annars er ég mest hrifinn af fötum sem verða eins og annað skinn á manni. Þá þarf ég ekki að spá í það hverju ég klæðist þegar ég fer úr húsi.“Spilar á Airwaves Einar kemur fram á Airwaves í næsta mánuði og segist hlakka mikið til. „Ég hef áður öðlast þann heiður að spila á þessari yndislegu hátíð og í ár mun ég bjóða upp á nýtt efni að mestu leyti. Hátíðin virðist vera í breytingarferli og ég er spenntur að sjá hvernig til tekst.“ Hann byrjaði ungur að semja tónlist og segist hafa verið lítill snáði þegar hann samdi vals á píanó. Verkið hét Boltavals þar sem hann var að æfa fótbolta á þeim tíma. „Valsinn þróaðist út í áhuga á Aphex Twin þegar ég var í menntaskóla, um það leyti sem lagið Come to daddy var í spilun. Þá byrjaði ég að setja saman vísur og fikta í hinum og þessum rafhljóðum. Tónlist mín er sambland af rafrænum og hliðrænum hljóðum, skreyttum með söng.“Hvar kaupir þú helst fötin þín? Yfirleitt kaupi ég fötin mín erlendis.Hvaða litir eru helst í uppáhaldi hjá þér? Það eru svartur, hvítur, grár, dökkblár og dökkgrænn.Hvaða flík hefur þú átt lengst og notar enn þá? Það er jakki sem ég keypti þegar ég fór í ferðalag eftir útskrift úr menntaskóla. Ég fór meðal annars til Danmerkur á Hróarskelduhátíðina og keypti hann þar í „second hand“ herfatabúð. Jakkinn er enn í notkun 18 árum síðar en reyndar er ég búinn að lita hann grænan síðan.Hver er uppáhaldsflíkin þín? Það er peysa sem ég keypti í Lissabon í apríl en þar var ég á ferðalagi með fjölskyldunni. Þar fundum við frábæra búð sem selur notuð föt og þar fann ég peysuna. Daginn eftir var öllum kortum og peningum stolið af okkur og við sátum uppi með ekkert en við áttum eftir að dvelja í mánuð í borginni. Ég fékk þó að skila hjólaskautum sem ég keypti í þessari búð og fékk pening til að lifa af daginn. Peysuna vildi hún hins vegar ekki aftur.Bestu og verstu fatakaupin? Verstu fatakaupin voru þegar ég var narraður í að kaupa bleika skyrtu og hörbuxur fyrir brúðkaup bróður míns á Ítalíu. Ég fæ enn hroll þegar ég horfi á myndirnar. Bestu kaupin eru sennilega sólgleraugu sem ég keypti í kvennadeildinni í einhverri búð í Póllandi fyrir tveimur árum. Þetta eru Dana Buchman gleraugu sem eru mjög góð og ég er ekki enn búinn að týna þeim, sem er mjög óvanalegt.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira