Bíó og sjónvarp

Affleck hættir sem Batman

Birgir Olgeirsson skrifar
Ben Affleck.
Ben Affleck. Vísir/Getty
Ben Affleck mun ekki leika Batman aftur á næstunni að því er fram kemur á  Deadline þar sem segir að næsta Batman mynd verði frumsýnd í júní árið 2021 og þar verði Óskarsverðlaunahafinn ekki í aðalhlutverki.

Næsta mynd mun heiti The Batman en leikstjóri hennar er Matt Reeves sem á að baki myndirnar War for the Planet of the Apes og Dawn of the Planet of the Apes.

Affleck hefur leikið auðkýfingin Bruce Wayne, sem bregður sér í líki Leðurblökumannsins á kvöldin, í Batman v. Superman: Dawn of Justice, Suicide Squad og Justice League. Þar fengu áhorfendur að sjá eldri og þreyttari útgáfu af Bruce Wayne en nýja myndin mun segja frá yngri og ferskari Bruce.

Affleck átti að leika í næstu Batman-mynd ásamt því að leikstýra henni en slæmt gengi nýju DC-myndanna, sem átti að fylgja eftir ævintýrum ofurhetjuteymisins Justice League, hefur væntanlega haft einhver áhrif á þær fyrirætlanir.

Hver mun taka að sér að leika Bruce Wayne í næstu mynd er hins vegar enn huldu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×