Fótbolti

Spurningar vakna um fram­tíð Zi­da­ne hjá Real eftir um­mæli hans

Anton Ingi Leifsson skrifar
Zinedine Zidane hefur verið einkar sigursæll sem þjálfari Real Madrid og hér fær hann heiðurstolleringu.
Zinedine Zidane hefur verið einkar sigursæll sem þjálfari Real Madrid og hér fær hann heiðurstolleringu. VÍSIR/GETTY

Zinedine Zidane, stjóri spænsku meistaranna í Real Madrid, veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Ummæli hans á blaðamannafundi um helgina vakti upp spurningar blaðamanna.

Real Madrid varð spænskur meistari fyrr í vikunni en Zidane tók aftur við liðinu á síðustu leiktíð eftir misheppnaða dvöl Julen Lopetegui.

Frakkinn á enn tvö ár eftir af samningi sínum en svör hans voru dulbúinn er hann var spurður út í framtíð sína hjá þessu magnaða félagi.

„Enginn veit hvað mun gerast,“ var svar Zidane.

„Ég er með samning og mér líkar vel en enginn veit hvað gerist í fótbolta. Þetta breytist frá degi til dags. Ég veit ekki hvað mun gerast í framtíðinni.“

Real Madrid á einn leik eftir í deildinni og segir Zidane að Real hafi ekkert að sanna en þeir vilji hins vegar halda áfram að vinna þá leiki sem liðið spilar.

„Við þurfum að finna áhugann. Þetta er deildarleikur. Þegar þú setur Real Madrid treyjuna á þig þá viltu vinna alla leiki.“

„Það er DNA-ið hjá Real Madrid. Þetta er deildarleikur og ekki æfingaleikur. Við viljum spila vel. Ég held að við höfum ekkert að sanna. Við viljum bara halda jákvæðninni og halda áfram að vinna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×