Ashley í „stríð“ við ensku úrvalsdeildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2020 16:00 Mike Ashley, eigandi Newcastle United, er ekki vinsæll meðal stuðningsmanna félagsins sem haga lengi viljað losna við hann. Getty/James Williamson Eigandi Newcastle United ætlaði að vera búinn að selja félagið og er mjög ósáttur út í framgöngu ensku úrvalsdeildarinnar í hans máli. Mike Ashley, eigandi Newcastle United, ætlar að lögsækja ensku úrvalsdeildina vegna þess að sala hans á félaginu varð að engu í sumar. Independent slær þessu upp og aðrir enskir miðlar fjalla líka um málið. Mike Ashley hefur þegar ráðið sér lögfræðinga í fremstu röð til að fara með mál hans. Ashley heldur því fram að enska úrvalsdeildin hafi ekki haft neina rétt á því að loka á söluna. Blackstone Chambers lögfræðistofan er komið með málið í sínar hendur. Meet Nick De Marco - Mike Ashley's legal representative and the go-to for anyone who wants a sports lawyer | @mcgrathmike https://t.co/tksyRQJ2KP— Telegraph Football (@TeleFootball) September 14, 2020 Kaupendurnir áttu að vera Saudi Arabia's Public Investment Fund og eigendahópur undir stjórn Amöndu Staveley. Sádarnir áttu að eignast 80 prósent en hinn hópurin hin tuttugu prósentin. Í síðustu viku sagðist enska úrvalsdeildin vera bæði vonsvikin með og hissa á því að Newcastle væri að saka stjórnendur deildarinnar um að hafa ekki hagað sér á réttan hátt hvað varðar yfirtöku fjárhagsfélagsins frá Sádí Arabíu. Newcastle hafði þá sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið sakaði Richard Masters, framkvæmdastjóra ensku úrvalsdeildarinnar, um að hafa ekki unnið að málinu á viðeigandi hátt. Mannréttindabrot í Sádí Arabíu sem og ólöglegt streymi af leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í landinu voru það sem stoppaði kaupin. Sources say Mike Ashley has been told he has a strong case for legal action against Premier League as NUFC accuses Richard Masters of not acting appropriately during failed £300m takeover attempt by Saudi-led consortium https://t.co/GENTWULaTw https://t.co/xYjFMB8jLI— Craig Hope (@CraigHope_DM) September 9, 2020 Þessi málsókn er dæmi um orðastríð sem hefur magnast á milli Newcastle United og ensku úrvalsdeildarinnar síðan að ekkert varð að kaupunum í júlí. Mike Ashley er ekki enn búinn að gefa upp vonina um að geta selt Sádunum Newcastle United fyrir 300 milljónir punda eða rúma 52 milljarða íslenskra króna. Hann virðist líta á sem svo að lögsóknin muni hjálpa honum að ná því fram. Enski boltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Sjá meira
Eigandi Newcastle United ætlaði að vera búinn að selja félagið og er mjög ósáttur út í framgöngu ensku úrvalsdeildarinnar í hans máli. Mike Ashley, eigandi Newcastle United, ætlar að lögsækja ensku úrvalsdeildina vegna þess að sala hans á félaginu varð að engu í sumar. Independent slær þessu upp og aðrir enskir miðlar fjalla líka um málið. Mike Ashley hefur þegar ráðið sér lögfræðinga í fremstu röð til að fara með mál hans. Ashley heldur því fram að enska úrvalsdeildin hafi ekki haft neina rétt á því að loka á söluna. Blackstone Chambers lögfræðistofan er komið með málið í sínar hendur. Meet Nick De Marco - Mike Ashley's legal representative and the go-to for anyone who wants a sports lawyer | @mcgrathmike https://t.co/tksyRQJ2KP— Telegraph Football (@TeleFootball) September 14, 2020 Kaupendurnir áttu að vera Saudi Arabia's Public Investment Fund og eigendahópur undir stjórn Amöndu Staveley. Sádarnir áttu að eignast 80 prósent en hinn hópurin hin tuttugu prósentin. Í síðustu viku sagðist enska úrvalsdeildin vera bæði vonsvikin með og hissa á því að Newcastle væri að saka stjórnendur deildarinnar um að hafa ekki hagað sér á réttan hátt hvað varðar yfirtöku fjárhagsfélagsins frá Sádí Arabíu. Newcastle hafði þá sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið sakaði Richard Masters, framkvæmdastjóra ensku úrvalsdeildarinnar, um að hafa ekki unnið að málinu á viðeigandi hátt. Mannréttindabrot í Sádí Arabíu sem og ólöglegt streymi af leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í landinu voru það sem stoppaði kaupin. Sources say Mike Ashley has been told he has a strong case for legal action against Premier League as NUFC accuses Richard Masters of not acting appropriately during failed £300m takeover attempt by Saudi-led consortium https://t.co/GENTWULaTw https://t.co/xYjFMB8jLI— Craig Hope (@CraigHope_DM) September 9, 2020 Þessi málsókn er dæmi um orðastríð sem hefur magnast á milli Newcastle United og ensku úrvalsdeildarinnar síðan að ekkert varð að kaupunum í júlí. Mike Ashley er ekki enn búinn að gefa upp vonina um að geta selt Sádunum Newcastle United fyrir 300 milljónir punda eða rúma 52 milljarða íslenskra króna. Hann virðist líta á sem svo að lögsóknin muni hjálpa honum að ná því fram.
Enski boltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Sjá meira