Fótbolti

Harry Kane færist nær Bayern

Siggeir Ævarsson skrifar
Harry Kane getur mögulega hætt að gráta von bráðar
Harry Kane getur mögulega hætt að gráta von bráðar Vísir/Getty

Sagan endalausa um möguleg félagaskipti Harry Kane frá Tottenham heldur áfram en stjórnendur Tottenham eru vongóðir um að geta kreist nokkrar milljónir enn úr Bayern Munchen sem flugu til Lundúna á dögunum til samningaviðræðna við Tottenham.

Bayern hafa lagt fram nokkur tilboð í Kane á síðustu vikum sem öllum hefur verið hafnað. Tottenham eru sagðir vilja í það minnsta 100 milljónir punda fyrir Kane, sem á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við liðið.

Nýjasta tilboð Bayern er sagt hljóða uppá um 82 milljónir en stjórnendur liðsins eru reiðubúnir að bæta í og reyna að komast að samkomulagi við Tottenham. Þá hefur franska stórliðið PSG einnig reynt að blanda sér í baráttuna.

Bayern hafa ekki lagt fram nýtt tilboð en bæði lið eru sögð bjartsýn á að ná samningum. Ef að kaupunum verður mun Kane verða dýrasti leikmaður í sögu Bayern og einnig sá launahæsti. Honum standi til boða fimm ára samningur sem myndi renna út rétt áður en Kane heldur upp á 35 ára afmælið sitt, en Kane fagnaði þrítugasta afmælisdegi sínum 28. júlí.


Tengdar fréttir

Við­ræður standa yfir á milli Totten­ham og Bayern

Forráðamenn Tottenham og Bayern Munchen eiga í viðræðum um mögulegt kaupverð Harry Kane. Enski landsliðsframherjinn mætti til æfinga í dag og mun eiga fund með nýja knattspyrnustjóranum Ange Postecoglu.

Óformlegu tilboði Bayern í Kane hafnað

Tottenham Hotspur hefur hafnað 60 milljóna punda tilboði frá FC Bayern í stjörnuframherjann Harry Kane. Kane á eitt ár eftir af samningi sínum við Tottenham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×