Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Marka­laust á Villa Park

Aston Villa og Newcastle United gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Gestirnir voru manni fleiri síðustu 23 mínútur leiksins.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Eigin­lega al­veg viss“ um að Rashford megi spila á morgun

Eftir langa viku er Joan Laporta, forseti Barcelona, lentur á Mallorca fyrir fyrsta leik liðsins í spænsku úrvalsdeildinni. Hann hefur staðið í ströngu við að ganga frá skráningu leikmanna en er „eiginlega alveg viss“ um að nú sé allt að smella og Marcus Rashford verði með á morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég hélt að við værum komin lengra“

Antoine Semenyo, leikmaður Bournemouth, varð fyrir kynþáttaníði af hálfu áhorfanda á Anfield í opnunarleik liðsins gegn Liverpool. Borin voru kennsl á sökudólginn strax og hann var fjarlægður úr stúkunni af lögreglu.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Betra er seint en aldrei“

Federico Chiesa skoraði gríðarmikilvægt þriðja mark Liverpool í 4-2 sigri gegn Bournemouth í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar. Betra seint en aldrei sagði hann og tileinkaði Diogo Jota sigurinn.

Enski boltinn
Fréttamynd

Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik

Ríkjandi Englandsmeistarar Liverpool fóru með 4-2 sigur gegn Bournemouth í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool komst tveimur mörkum yfir, Bournemouth jafnaði en Liverpool setti svo tvö mörk til viðbótar á lokamínútum leiksins.

Enski boltinn
Fréttamynd

Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin

Kristall Máni Ingason breytti leiknum með sinni innkomu og skoraði mark fyrir Sönderjyske, sem þurfti svo að sætta sig við svekkjandi 3-2 tap gegn Fredericia eftir að hafa fengið á sig mark á lokamínútunum í fimmtu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

„Allt er þegar þrennt er“

„Ég er bara að hugsa um eitt núna og það er að vinna bikarinn,“ segir Nik Chamberlain, þjálfari Blika fyrir úrslitaleikinn í Mjólkurbikar kvenna sem fram fer á Laugardalsvelli annað kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Allar til­finningarnar í gangi

„Maður er bara auðmjúkur, ánægður, tilhlökkun og spenntur og maður er að upplifa allar tilfinningarnar, en að sama skapi einbeittur á verkefnið,“ segir Guðni Eiríksson þjálfari FH sem mætir Breiðabliki í úrslitum Mjólkurbikarsins í knattspyrnu klukkan fjögur á Laugardalsvelli á morgun.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Enska augna­blikið: Hamingjureiturinn

Í kvöld fer boltinn að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Albert Brynjar Ingason á slæmar og góðar minningar, þá aðallega tengdar hans mönnum í Arsenal. Arséne Wenger er honum ofarlega í huga.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Töl­fræðin er eins og bikiní“

Þjálfari hjá mexíkanska liðinu Atlas hefur verið gagnrýndur fyrir karlrembuummæli síns á dögunum en því náðu hann þegar hann var að tala um tölfræði í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Fjöl­skylda Jota á Anfield í kvöld

Fjölskylda Diogo Jota, leikmanns Liverpool sem lést af slysförum í síðasta mánuði, verður á Anfield í kvöld þegar að Liverpool tekur á móti Bournemouth í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. 

Enski boltinn
Fréttamynd

Táningi hótað líf­láti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum

Þrátt fyrir að Bröndby-fólk hafi haft mikla ástæðu til að gleðjast í gærkvöld, eftir magnaðan 4-0 sigur gegn Víkingi sem kom liðinu í næstu umferð Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta, þá vörpuðu ljót skilaboð til eins leikmanna liðsins skugga á fögnuðinn.

Fótbolti
Fréttamynd

„Maður er búinn að vera á nálum“

Enski boltinn fer að rúlla af stað með fyrsta leik tímabilsins í kvöld. Heilmikil vinna er að baki því að hleypa verkefninu úr vör á Sýn Sport. Yfirframleiðandi þess hefur á köflum verið á nálum en hlakkar nú til að hefja tímabilið.

Enski boltinn