Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sló met Rashford og varð sá yngsti

Myles Lewis-Skelly hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn undanfarna mánuði. Hann var settur í byrjunarliðið í sínum fyrsta landsleik í gær, skoraði eftir aðeins tuttugu mínútur og bætti í leiðinni met sem Marcus Rashford hefur haldið síðan 2016.

Fótbolti
Fréttamynd

Skoraði í fyrsta lands­leiknum

England vann 2-0 á Wembley gegn Albaníu í undankeppni HM 2026. Þetta var fyrsti leikur Englendinga undir stjórn Tomas Tuchel. Hinn átján ára gamli Myles Lewis-Skelly skoraði opnunarmarkið, í sínum fyrsta landsleik, Harry Kane bætti svo við í seinni hálfleik.

Fótbolti
Fréttamynd

„Verðum að átta okkur á því að við fengum tvo daga“

Sverrir Ingi Ingason segir leikkerfið sem nýi landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson leggur upp með krefjast mikils af leikmönnum. Frammistaðan í gær hafi verið góð í ljósi þess að liðið fékk bara tvo daga til að slípa sig saman. Góð frammistaða sé mikilvægari en sigur í einvíginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Fá ekki að taka þátt á HM fé­lags­liða

Club Leon hefur verið meinuð þátttaka á heimsmeistaramóti félagsliða í sumar sökum þess að félagið er í eigu sömu aðila og annað lið í keppninni, Pachuca. FIFA úrskurðaði í málinu í dag en eigendur félaganna munu áfrýja til æðri dómstóla.

Fótbolti
Fréttamynd

Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna

Matheus Cunha mun þurfa að taka út einn auka leik í banni, vegna hegðunar sinnar í garð Milos Kerkez leikmanns Bournemouth. Cunha mun því taka út fjögurra leikja bann í stað þriggja leikja bannsins sem hann fékk sjálfkrafa fyrir beint rautt spjald. 

Enski boltinn
Fréttamynd

LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“

Magnús Már Einarsson tók við þjálfun Aftureldingar í nóvember 2019, þá þrítugur að aldri. Hann er nú mættur með liðið í efstu deild karla í fótbolta. Leikstíllinn hefur vakið athygli og Magnús fór yfir það í nýjasta þætti Lengsta undirbúningstímabils í heimi.

Íslenski boltinn