Fréttir af flugi

Fréttamynd

Banna flug frá Bret­landi vegna nýja af­brigðisins

Nokkur Evrópulönd hafa gripið til þeirra ráða að banna samgöngur frá Bretlandi og hefur flugi til að mynda verið aflýst. Er þetta gert vegna þess nýja afbrigðis kórónuveirunnar sem hefur fundist í Bretlandi og er talið vera sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði.

Erlent
Fréttamynd

Saka FAA og Boeing um að leyna upp­lýsingum um 737 MAX slysin

Rannsókn sem gerð var fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings segir sýna fram á að bæði flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum (FAA) og flugvélaframleiðandinn Boeing hafi reynt að koma í veg fyrir að mikilvægar upplýsingar um Boeing 737 MAX vélarnar kæmu fram í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Icelandair gæti átt erfitt með að manna vélar ef eftir­spurn eykst

Icelandair hefur lítið svigrúm til að bregðast við aukinni eftirspurn á nýju ári að sögn formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Ástæðan sé sú að félagið verði að óbreyttu með mjög fáa flugmenn í vinnu í byrjun nýs árs að því er fram kemur í frétt á vef Túrista. Félagið geti aðeins mannað tvær til fimm farþegaþotur eftir áramót.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Max-flug­vélar aftur í á­ætlunar­flug

Brasilíska flugfélagið Gol er byrjað að nota flugvélar af gerðinni Boeing 737 Max á ný í áætlunarflugi sínu. Flugvélar af þeirri tegund voru kyrrsettar í mars 2019 í kjölfar tveggja flugslysa á um hálfu ári þar sem 346 manns fórust.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Þrjár vinsælustu einkaþoturnar

Þeir ríkustu ferðast oft um á einkaþotum sem kostar marga milljarða hver. Sumir fara þá leið að leigja slíkar vélar til að komast á milli staða.

Lífið
Fréttamynd

Sjö þúsund flugu með Icelandair í nóvember

Lítil breyting hefur orðið í farþegaflugi á vegum Icelandair á milli mánaða og voru farþegatölur í nóvember sambærilegar því sem þær voru í október. Alls flugu um sjö þúsund farþegar milli landa með Icelandair í nóvember, 97 prósent færri en í nóvember í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Innlit í Air Force One

Forsetaþotan Air Force One er án efa þekktasta flugvél heims en hún er til umráða fyrir forseta Bandaríkjanna. Á YouTube-síðunni Tech Vision má sjá innslag um flugvélina.

Lífið
Fréttamynd

Ry­anair kaupir 210 Boeing 737 Max vélar

Írska flugfélagið Ryanair hefur skrifað undir samning um kaup á 75 Boeing 737 Max flugvélum til viðbótar við 135 sem félagið hafði þegar keypt. Flugbanni, sem sett var á eftir tvö mannskæð flugslys, verður líklega létt í Evrópu í janúar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

„Lífið tók þarna á okkur með köldu krumlunni sinni“

Miðvikudaginn 2. desember fyrir sléttum 50 árum síðan létu þrír íslenskir flugmenn lífið þegar flutninga-vél þeirra frá Cargolux fórst um tíu kílómetra norðvestur af flugvellinum í Dacca í Bangladess en þá tilheyrði svæðið Austur-Pakistan.

Lífið
Fréttamynd

Síðasta fjögurra hreyfla þota SAS í lokafluginu yfir Íslandi

SAS-þotan Astrid Viking, af gerðinni Airbus A340, lagði upp frá Kaupmannahöfn í morgun áleiðis til Tucson í Arizona þar sem hennar bíður stæði í flugvélakirkjugarði í eyðimörkinni. Flug þotunnar er sögulegt því þar með lýkur rekstri skandinavíska flugfélagsins á fjögurra hreyfla farþegaþotum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Furðulegt að flakið af Goðafossi finnist ekki

Í grænum bragga í Garðinum reynir Ásgeir Hjálmarsson skipstjóri að varpa ljósi á það hvar Goðafossi, skipi Eimskipafélagsins, var sökkt í síðari heimsstyrjöld. Hann sýnir líkan af Goðafossi og húsum í Garðinum, sem hann er búinn að smíða, til að fá sem nákvæmasta staðsetningu á atburði, sem reyndist mesti mannskaði Íslendinga í stríðinu.

Innlent
Fréttamynd

Kostnaður við innanlandsflug geti lækkað um allt að 80%

Kostnaður við innanlandsflug gæti lækkað um allt að áttatíu prósent eftir orkuskipti að sögn varaformanns umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Nefndin hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem sett er fram það markmið að byrjað verði að nota umhverfisvæna orkugjafa í innanlandsflugi innan tíu ára.

Innlent