Fréttir af flugi

Fréttamynd

Hermdu eftir flugi Lion Air: „Hræðileg staða til að vera í“

"Þetta er hræðileg staða til að vera í, það er erfitt að ímynda sér þetta,“ sagði ástralski flugmaðurinn Chris Brady í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes Australia sem sýndur var í gær. Þar var farið ofan í saumana á þeim vandamálum sem hrjáð hafa Boeing 737 MAX-vélarnar að undanförnu og meðal annars hermt eftir flugi Lion Air sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári.

Erlent
Fréttamynd

Framtíð áratugalangs samstarfs Icelandair og Boeing ræðst í haust

Icelandair vinnur nú að því að endurskoða langtímaflugflotastefnu félagsins og til greina kemur að taka Airbus-vélar inn í flugflota félagsins. Forstjóri félagsins segir að engu að síður treysti Icelandair Boeing MAX-vélunum og lagði hann áherslu á áratuga samstarf Icelandair og Boeing á fjárfestakynningu fyrr í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eldurinn kviknaði við lendingu

41 eru látinn eftir eldsvoða í rússnesku farþegaflugvélinni sem nauðlenda þurfti á Sheremetyevo flugvellinum í Moskvu skömmu eftir flugtak.

Erlent
Fréttamynd

Þúsundir gert kröfu í þrotabú WOW air

Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóra WOW air, hefur síðasta mánuðinn tekið við kröfulýsingum í þrotabúið. Hann segir að þær kröfur sem þegar hafi borist hlaupi á þúsundum en kröfuhafa hafa fjóra mánuði til að lýsa kröfum í búið.

Innlent
Fréttamynd

Hafnaði ofan í á við lendingu

Enginn slasaðist alvarlega þegar farþegaflugvél af gerðinni Boeing 737 hafnaði utan flugbrautar eftir lendingu og lenti ofan í St. John's ánni í Flórída í gærkvöldi. Alls voru 143 um borð og af þeim hlutu 20 minniháttar meiðsli.

Erlent
Fréttamynd

Stjórnvöld vildu ekki valda gjaldþroti WOW air

Stjórnvöld vildu ekki hrinda af stað þeirri atburðarrás að WOW air færi í gjaldþrot að sögn fjármálaráðherra. Það sé slæmt ef tveggja milljarða króna krafa Isavia gagnvart WOW sé töpuð en þó beri að líta til þeirra tekna sem félagið skapaði á meðan það fékk gálgafrest hjá Isavia.

Innlent
Fréttamynd

Dróninn á Egilsstöðum þegar sannað gildi sitt

Mannlaust loftfar, sem notað verður næstu mánuði til leitar, björgunar- og eftirlitsstarfa hér við land hefur þegar sannað gildi sitt að mati forstjóra Landhelgisgæslunnar og segir tæknina vera framtíðina í þessum efnum

Innlent