Bandaríski fjárfestingasjóðurinn búinn að eignast stóran hlut í Icelandair Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. maí 2019 10:49 Icelandair Group hefur að undanförnu verið að vinna úr talsverðum taprekstri. Vísir/Vilhelm Bandaríski fjárfestingasjóðurinn PAR Capital Management hefur eignast 12,4 prósenta hlut í Icelandair Group eftir að kaup félagsins á 11,5 prósenta hlut í félaginu gengu í gegn í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair til kauphallar þar sem tilkynnt er um breytingu á verulegum hluta atkvæðisréttar. Í byrjun apríl var tilkynnt að fjárfestingasjóðurinn, sem rekinn er í Boston, hafði gert bindandi samkomulag um kaup á 625 milljónum nýrra hluta í Icelandair Group fyrir 5,6 milljarða króna. Kaupin voru háð samþykki hluthafafundar sem samþykkti þann 24. apríl að veita stjórn félagsins heimild til að þess að gefa út nýtt hlutafé vegna samkomulagsins við bandaríska fjárfestingasjóðinn. Eftir kaupin á PAR Capital Management alls 675 milljónir hluta í Icelandair Group, eða 12,42 prósent hlutafjár félagsins. PAR Investment Partners, sjóður á vegum PAR Capital heldur utan um eignarhlutinn í Icelandair Group.United Airlines er eitt stærsta flugfélag Bandaríkjanna.Vísir/GettyÞegar kaupin voru kynnt sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, að koma bandaríska sjóðsins væri mikið styrkleikamerki fyrir Icelandair. Mikil reynsla og þekking væri að koma inn í hluthafahópinn með kaupunum.Á meðal helstu eigna sjóðsins eru bandarísku flugfélögin United Airlines, Delta, Southwest Airlines, JetBlue og bókunarvefurinn Expedia. Icelandair Group tapaði 6,7 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Hefur félagið leitað margvíslegra leiða til þess að snúa við taprekstrinum, meðal annars með því að selja stóran hlut í Icelandair Hotels, en talið er að viðræður um kaup malasíska fjárfestingafélagsins Berjaya Corporation á hótelkeðjunni séu á lokametrunum. Eigandi sjóðsins er hinn litríki eigandi breska knattspyrnufélagsins Cardiff City, Vincent Tan. Það sem af er degi hafa hlutabréf Icelandair hækkað um 4,4 prósent og standa þau nú í 9,75. Samkvæmt samkomulaginu við PAR Capital voru kaup félagsins á hlutafé í Icelandair Group gerð á genginu 9,03 á hlut. Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Kaup eftir þrot ekki tilviljun Sveinn Þórarinsson, greinandi hjá Landsbankanum, segir að það sé líklega ekki tilviljun að bandaríska fjárfestingarfélagið PAR Capital Management hafi keypt 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group skömmu eftir að WOW air varð gjaldþrota. 4. apríl 2019 07:30 Bandarískur fjárfestingarsjóður kaupir 11,5 prósent í Icelandair PAR Capital Management, fjárfestingarsjóður sem rekinn er í Boston í Bandaríkjunum hefur gert bindandi samkomulag um að kaupa 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group. 3. apríl 2019 08:19 Söguleg erlend fjárfesting í Icelandair Fyrirhuguð kaup bandaríska fjárfestingarsjóðsins PAR Capital Management á 11,5% hlut í Icelandair er meiri erlend fjárfesting en áður í sögu félagsins, að mati fyrrverandi forstjóra þess. Hann segir jákvætt að erlendir fjárfestar komi að rekstri íslenskra flugfélaga. 3. apríl 2019 12:00 Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00 Mikið styrkleikamerki fyrir Icelandair Bogi Nils segir þetta styrkja hluthafahópinn og auka fjölbreytnina í honum en PAR Capital hefur fjárfest mikið í bandarískum flugfélögum og ferðaþjónustufyrirtækjum. 25. apríl 2019 10:00 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Bandaríski fjárfestingasjóðurinn PAR Capital Management hefur eignast 12,4 prósenta hlut í Icelandair Group eftir að kaup félagsins á 11,5 prósenta hlut í félaginu gengu í gegn í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair til kauphallar þar sem tilkynnt er um breytingu á verulegum hluta atkvæðisréttar. Í byrjun apríl var tilkynnt að fjárfestingasjóðurinn, sem rekinn er í Boston, hafði gert bindandi samkomulag um kaup á 625 milljónum nýrra hluta í Icelandair Group fyrir 5,6 milljarða króna. Kaupin voru háð samþykki hluthafafundar sem samþykkti þann 24. apríl að veita stjórn félagsins heimild til að þess að gefa út nýtt hlutafé vegna samkomulagsins við bandaríska fjárfestingasjóðinn. Eftir kaupin á PAR Capital Management alls 675 milljónir hluta í Icelandair Group, eða 12,42 prósent hlutafjár félagsins. PAR Investment Partners, sjóður á vegum PAR Capital heldur utan um eignarhlutinn í Icelandair Group.United Airlines er eitt stærsta flugfélag Bandaríkjanna.Vísir/GettyÞegar kaupin voru kynnt sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, að koma bandaríska sjóðsins væri mikið styrkleikamerki fyrir Icelandair. Mikil reynsla og þekking væri að koma inn í hluthafahópinn með kaupunum.Á meðal helstu eigna sjóðsins eru bandarísku flugfélögin United Airlines, Delta, Southwest Airlines, JetBlue og bókunarvefurinn Expedia. Icelandair Group tapaði 6,7 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Hefur félagið leitað margvíslegra leiða til þess að snúa við taprekstrinum, meðal annars með því að selja stóran hlut í Icelandair Hotels, en talið er að viðræður um kaup malasíska fjárfestingafélagsins Berjaya Corporation á hótelkeðjunni séu á lokametrunum. Eigandi sjóðsins er hinn litríki eigandi breska knattspyrnufélagsins Cardiff City, Vincent Tan. Það sem af er degi hafa hlutabréf Icelandair hækkað um 4,4 prósent og standa þau nú í 9,75. Samkvæmt samkomulaginu við PAR Capital voru kaup félagsins á hlutafé í Icelandair Group gerð á genginu 9,03 á hlut.
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Kaup eftir þrot ekki tilviljun Sveinn Þórarinsson, greinandi hjá Landsbankanum, segir að það sé líklega ekki tilviljun að bandaríska fjárfestingarfélagið PAR Capital Management hafi keypt 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group skömmu eftir að WOW air varð gjaldþrota. 4. apríl 2019 07:30 Bandarískur fjárfestingarsjóður kaupir 11,5 prósent í Icelandair PAR Capital Management, fjárfestingarsjóður sem rekinn er í Boston í Bandaríkjunum hefur gert bindandi samkomulag um að kaupa 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group. 3. apríl 2019 08:19 Söguleg erlend fjárfesting í Icelandair Fyrirhuguð kaup bandaríska fjárfestingarsjóðsins PAR Capital Management á 11,5% hlut í Icelandair er meiri erlend fjárfesting en áður í sögu félagsins, að mati fyrrverandi forstjóra þess. Hann segir jákvætt að erlendir fjárfestar komi að rekstri íslenskra flugfélaga. 3. apríl 2019 12:00 Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00 Mikið styrkleikamerki fyrir Icelandair Bogi Nils segir þetta styrkja hluthafahópinn og auka fjölbreytnina í honum en PAR Capital hefur fjárfest mikið í bandarískum flugfélögum og ferðaþjónustufyrirtækjum. 25. apríl 2019 10:00 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Kaup eftir þrot ekki tilviljun Sveinn Þórarinsson, greinandi hjá Landsbankanum, segir að það sé líklega ekki tilviljun að bandaríska fjárfestingarfélagið PAR Capital Management hafi keypt 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group skömmu eftir að WOW air varð gjaldþrota. 4. apríl 2019 07:30
Bandarískur fjárfestingarsjóður kaupir 11,5 prósent í Icelandair PAR Capital Management, fjárfestingarsjóður sem rekinn er í Boston í Bandaríkjunum hefur gert bindandi samkomulag um að kaupa 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group. 3. apríl 2019 08:19
Söguleg erlend fjárfesting í Icelandair Fyrirhuguð kaup bandaríska fjárfestingarsjóðsins PAR Capital Management á 11,5% hlut í Icelandair er meiri erlend fjárfesting en áður í sögu félagsins, að mati fyrrverandi forstjóra þess. Hann segir jákvætt að erlendir fjárfestar komi að rekstri íslenskra flugfélaga. 3. apríl 2019 12:00
Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00
Mikið styrkleikamerki fyrir Icelandair Bogi Nils segir þetta styrkja hluthafahópinn og auka fjölbreytnina í honum en PAR Capital hefur fjárfest mikið í bandarískum flugfélögum og ferðaþjónustufyrirtækjum. 25. apríl 2019 10:00