Vistaskipti

Fréttamynd

Embætti þjóðleikhússtjóra laust til umsóknar

Í auglýsingunni er leitað eftir einstaklingi með umfangsmikla stjórnunarreynslu, leiðtoga- og samskiptahæfni, reynslu af stefnumótunarvinnu og hæfileika til nýsköpunar. Þekking og reynsla af stjórnsýslu, fjármálum og rekstri er einnig mikilvæg sem og góð kunnátta í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli.

Innlent
Fréttamynd

Óðinn orðinn almannatengill

Óðinn Jónsson hefur tekið til starfa sem ráðgjafi hjá ráðgjafa- og almennatengslastofunni Aton. Óðinn starfaði um langt árabil á Ríkisútvarpinu sem frétta- og dagskrárgerðarmaður.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Jóhann Friðrik nýr framkvæmdastjóri Keilis

Jóhann Friðrik Friðriksson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Keilis – miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs, í stað Hjálmars Árnasonar sem lætur af störfum í sumar eftir 12 ára starf.

Innlent