Vísar því til föðurhúsanna að hann sé með nýjan pítsustað á prjónunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. maí 2019 13:26 Þórarinn Ævarsson lét af störfum sem framkvæmdastjóri IKEA í gær. Vísir/Ernir „Ég held ég geti bara vísað þessu til föðurhúsanna en svo veit maður ekkert hvað mun gerast. Ég náttúrulega þekki þennan bransa og það getur vel verið að á einhverjum tímapunkti geri maður eitthvað svona en það er alltof snemmt að segja eitthvað til um það,“ segir Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri IKEA, spurður út í það hvort að hann sé með nýjan pítsustað á prjónunum.Fréttablaðið greindi frá því í dag að Þórarinn hefði áform um að opna nýjan pítsustað og hafði eftir heimildum. Þórarinn vildi ekki tjá sig við blaðið við vinnslu fréttarinnar en segir við Vísi að hann hafi látið af störfum hjá IKEA í gær og sé ekki með neitt í pípunum. Þórarinn kom á sínum tíma að því að opna Domino‘s hér á landi og veitti fyrirtækinu forystu á árunum 2000 til 2005. „Ég er búinn að fá fullt af tilboðum og er að líta í kringum mig en ætla að slaka aðeins á í vor og sumar. Svo bara sé ég til. Ég er að fara í mjög gott frí, ætla að njóta sumarsins með fjölskyldunni, veiða og ferðast,“ segir Þórarinn. Hann var framkvæmdastjóri IKEA í 14 ár og á morgun verður tilkynnt um hver taki við af honum. Þórarinn tekur sæti í stjórn fyrirtækisins og verður nýjum framkvæmdastjóra innan handar eins og þarf. „Ég tek símann ef hann hringir, svara honum og hjálpa honum eins og ég get. Ég þekki þennan rekstur inn og út og það er mér kappsmál að IKEA gangi vel og að nýjum manni gangi vel,“ segir Þórarinn. IKEA Veitingastaðir Vistaskipti Tengdar fréttir Góð kjör almennings enn þá aðaláhugamálið Í tilkynningu um starfslok Þórarins sem stjórn IKEA sendi út í dag segir að eigendur og stjórn IKEA hafi áform um að starfa með honum á öðrum vettvangi. Þórarinn vill lítið gefa upp um þann vettvang en segir að verið sé að skoða ýmsa möguleika. 16. apríl 2019 16:50 Þórarinn tekur sæti í stjórn IKEA Undirbúningur að ráðningu eftirmanns Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi, er hafinn og er tilkynningar að vænta um það á næstu vikum, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn IKEA. 16. apríl 2019 15:24 Þórarinn er með nýjan pítsustað á prjónunum Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri IKEA, vinnur að því að opna pitsukeðju, samkvæmt heimildum Markaðarins. 1. maí 2019 08:30 Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
„Ég held ég geti bara vísað þessu til föðurhúsanna en svo veit maður ekkert hvað mun gerast. Ég náttúrulega þekki þennan bransa og það getur vel verið að á einhverjum tímapunkti geri maður eitthvað svona en það er alltof snemmt að segja eitthvað til um það,“ segir Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri IKEA, spurður út í það hvort að hann sé með nýjan pítsustað á prjónunum.Fréttablaðið greindi frá því í dag að Þórarinn hefði áform um að opna nýjan pítsustað og hafði eftir heimildum. Þórarinn vildi ekki tjá sig við blaðið við vinnslu fréttarinnar en segir við Vísi að hann hafi látið af störfum hjá IKEA í gær og sé ekki með neitt í pípunum. Þórarinn kom á sínum tíma að því að opna Domino‘s hér á landi og veitti fyrirtækinu forystu á árunum 2000 til 2005. „Ég er búinn að fá fullt af tilboðum og er að líta í kringum mig en ætla að slaka aðeins á í vor og sumar. Svo bara sé ég til. Ég er að fara í mjög gott frí, ætla að njóta sumarsins með fjölskyldunni, veiða og ferðast,“ segir Þórarinn. Hann var framkvæmdastjóri IKEA í 14 ár og á morgun verður tilkynnt um hver taki við af honum. Þórarinn tekur sæti í stjórn fyrirtækisins og verður nýjum framkvæmdastjóra innan handar eins og þarf. „Ég tek símann ef hann hringir, svara honum og hjálpa honum eins og ég get. Ég þekki þennan rekstur inn og út og það er mér kappsmál að IKEA gangi vel og að nýjum manni gangi vel,“ segir Þórarinn.
IKEA Veitingastaðir Vistaskipti Tengdar fréttir Góð kjör almennings enn þá aðaláhugamálið Í tilkynningu um starfslok Þórarins sem stjórn IKEA sendi út í dag segir að eigendur og stjórn IKEA hafi áform um að starfa með honum á öðrum vettvangi. Þórarinn vill lítið gefa upp um þann vettvang en segir að verið sé að skoða ýmsa möguleika. 16. apríl 2019 16:50 Þórarinn tekur sæti í stjórn IKEA Undirbúningur að ráðningu eftirmanns Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi, er hafinn og er tilkynningar að vænta um það á næstu vikum, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn IKEA. 16. apríl 2019 15:24 Þórarinn er með nýjan pítsustað á prjónunum Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri IKEA, vinnur að því að opna pitsukeðju, samkvæmt heimildum Markaðarins. 1. maí 2019 08:30 Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Góð kjör almennings enn þá aðaláhugamálið Í tilkynningu um starfslok Þórarins sem stjórn IKEA sendi út í dag segir að eigendur og stjórn IKEA hafi áform um að starfa með honum á öðrum vettvangi. Þórarinn vill lítið gefa upp um þann vettvang en segir að verið sé að skoða ýmsa möguleika. 16. apríl 2019 16:50
Þórarinn tekur sæti í stjórn IKEA Undirbúningur að ráðningu eftirmanns Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi, er hafinn og er tilkynningar að vænta um það á næstu vikum, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn IKEA. 16. apríl 2019 15:24
Þórarinn er með nýjan pítsustað á prjónunum Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri IKEA, vinnur að því að opna pitsukeðju, samkvæmt heimildum Markaðarins. 1. maí 2019 08:30