Kona á níræðisaldri sá björninn í þriggja metra fjarlægð Jón Þór Stefánsson skrifar 19. september 2024 17:25 Ásthildur Gunnarsdóttir hefur komið á Höfðaströnd í Jökulfjörðum á sumrin allt sitt líf. Á myndinni til hægri má sjá björninn í fjörunni eftir að hann var felldur. Katrín Gyða/Lögreglan á Vestfjörðum Ásthildur Gunnarsdóttir, kona á níræðisaldri, var nýkomin inn í sumarbústað á Höfðaströnd í Jökulfjörðum þegar hún sá hvítabjörn örskammt frá. Frá þessu greinir barnabarn Ásthildar, Katrín Gyða Guðjónsdóttir, í samtali við fréttastofu. Þegar fréttastofa náði tali af henni hafði Katrín ekki náð tali af ömmu sinni, sem er 83 ára gömul, en var búin að heyra hvað átti sér stað. „Hún var nýkomin inn í hús og þá sér hún björninn út um gluggann, bara mjög stutt frá, hjá þvottasnúrunum. Það er held ég í þriggja metra fjarlægð frá húsinu,“ segir Katrín. Hvítabjörninn hafi verið að þefa af tauinu hennar og Ásthildur horfði beint á hann. „Þannig þegar hún hefur verið úti þá hefur ísbjörninn verið mjög nálægt henni.“ Hér má sjá bústaðinn á Höfðaströnd. Björninn var að þefa af þvottasnúrunum þegar Ásthildur sá hann.Katrín Gyða Inni í húsinu er sími og þannig náði hún að ná sambandi við dóttur sína og láta vita af birninum. „Það er bara eins gott að hún var ekki einhversstaðar annars staðar,“ segir Katrín. Greint var frá því fyrr í dag að vopnaðir lögreglumenn og séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar hefðu fellt björninn. Sjá nánar: Hvítabjörninn felldur „Björninn fannst skammt frá þeim stað sem hann sást, rétt hjá sumarhúsi sem kona var einsömul í. Við áttum því engan annan kost en að fella dýrið,“ sagði Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, í samtali við fréttastofu. Ásthildur, Katrín og systir hennar á góðri stundu.Katrín Gyða Katrín segir að faðir hennar ætli að sækja Ásthildi á morgun. Þau munu næst fara vestur í maí á næsta ári. Hún útskýrir að öll föðurfjölskylda hennar hafi farið á Höfðaströnd í Jökulfjörðum á sumrin. Ásthildur hafi komið þangað allt sitt líf og verið allt sumarið. Hún hafi byrjað að koma sem unglingur til frændfólks síns, Eggja-Gríms og Gunnu systur hans. Hér má sjá björninn í fjörunni við bústaðinn.Lögreglan á Vestfjörðum Hornstrandir Dýr Ísbirnir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Innlent Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Erlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Stefna á að loka skólanum á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Stefna á að loka skólanum á næsta ári Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Viðkvæmt mál, lokakafli og ökklabönd á eltihrella Verkfræðingar felldu samning „Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli“ Hafnfirðingar greiða Rio Tinto 26 milljónir vegna Reykjanesbrautar Sinnir ekki þingstörfum á næstunni Vilja herða mengunarvarnir í lögsögu Íslands MAST rannsakar gat á sjókví Arnarlax í Patreksfirði Bjargaði sér í Afríku þegar Vestfjarðaflugið gekk ekki Rúmbetri sjúkrabílar á leið á göturnar Guðrún Hafsteinsdóttir heldur fast í Árna Grétar Hratt vaxandi skjálftavirkni Blöskrar að fyrrverandi sambýlismaður gangi laus Sjá meira
Frá þessu greinir barnabarn Ásthildar, Katrín Gyða Guðjónsdóttir, í samtali við fréttastofu. Þegar fréttastofa náði tali af henni hafði Katrín ekki náð tali af ömmu sinni, sem er 83 ára gömul, en var búin að heyra hvað átti sér stað. „Hún var nýkomin inn í hús og þá sér hún björninn út um gluggann, bara mjög stutt frá, hjá þvottasnúrunum. Það er held ég í þriggja metra fjarlægð frá húsinu,“ segir Katrín. Hvítabjörninn hafi verið að þefa af tauinu hennar og Ásthildur horfði beint á hann. „Þannig þegar hún hefur verið úti þá hefur ísbjörninn verið mjög nálægt henni.“ Hér má sjá bústaðinn á Höfðaströnd. Björninn var að þefa af þvottasnúrunum þegar Ásthildur sá hann.Katrín Gyða Inni í húsinu er sími og þannig náði hún að ná sambandi við dóttur sína og láta vita af birninum. „Það er bara eins gott að hún var ekki einhversstaðar annars staðar,“ segir Katrín. Greint var frá því fyrr í dag að vopnaðir lögreglumenn og séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar hefðu fellt björninn. Sjá nánar: Hvítabjörninn felldur „Björninn fannst skammt frá þeim stað sem hann sást, rétt hjá sumarhúsi sem kona var einsömul í. Við áttum því engan annan kost en að fella dýrið,“ sagði Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, í samtali við fréttastofu. Ásthildur, Katrín og systir hennar á góðri stundu.Katrín Gyða Katrín segir að faðir hennar ætli að sækja Ásthildi á morgun. Þau munu næst fara vestur í maí á næsta ári. Hún útskýrir að öll föðurfjölskylda hennar hafi farið á Höfðaströnd í Jökulfjörðum á sumrin. Ásthildur hafi komið þangað allt sitt líf og verið allt sumarið. Hún hafi byrjað að koma sem unglingur til frændfólks síns, Eggja-Gríms og Gunnu systur hans. Hér má sjá björninn í fjörunni við bústaðinn.Lögreglan á Vestfjörðum
Hornstrandir Dýr Ísbirnir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Innlent Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Erlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Stefna á að loka skólanum á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Stefna á að loka skólanum á næsta ári Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Viðkvæmt mál, lokakafli og ökklabönd á eltihrella Verkfræðingar felldu samning „Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli“ Hafnfirðingar greiða Rio Tinto 26 milljónir vegna Reykjanesbrautar Sinnir ekki þingstörfum á næstunni Vilja herða mengunarvarnir í lögsögu Íslands MAST rannsakar gat á sjókví Arnarlax í Patreksfirði Bjargaði sér í Afríku þegar Vestfjarðaflugið gekk ekki Rúmbetri sjúkrabílar á leið á göturnar Guðrún Hafsteinsdóttir heldur fast í Árna Grétar Hratt vaxandi skjálftavirkni Blöskrar að fyrrverandi sambýlismaður gangi laus Sjá meira