Fótbolti

Fréttamynd

„Tel okkur vera á þvílíkri vegferð að ná bestu liðunum“

Davíð Snorri Jónasson, þjálfari íslenska U21 árs landsliðsins í fótbolta, var eðlilega súr og svekktur eftir markalaust jafntefli liðsins gegn Tékkum í dag, en úrslitin þýða að liðið missti af sæti á loka móti EM. Hann segist þó ótrúlega stoltur af sínu liði.

Fótbolti
Fréttamynd

Arnar vill ekki að leikurinn í kvöld kosti Ísland tvo milljarða

Ef að Arnar Þór Viðarsson eða leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta kysu að gefa bara skít í leikinn við Albaníu í Þjóðadeildinni í kvöld eru ágætar líkur á að sú afstaða kæmi illilega í hausinn á þeim að ári liðnu. Sigur í kvöld gæti nefnilega opnað varaleið inn á EM í Þýskalandi 2024.

Fótbolti
Fréttamynd

Blautur furðuleikur skemmdi fyrir Íslandi

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni EM í Þýskalandi. Vonin um sæti í næstefsta flokki hvarf í ansi furðulegum leik Svartfjallalands og Finnlands í Þjóðadeildinni í gærkvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Cantona stakk upp á því að verða for­seti fót­bolta­mála hjá Manchester United

Goðsögnin Eric Cantona var óvænt í ítarlegu viðtali á íþróttamiðlinum The Athletic. Cantona, sem er engum líkur, fór um víðan völl í viðtalinu sem tekið var í Casablanca, Marokkó. Þar kemur Cantona meðal annars inn á það þegar hann hitti forráðamenn Manchester United og stakk upp á því að hann yrði „forseti fótboltamála“ hjá félaginu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ítalía í undan­úr­slit

Ítalía er komið í undanúrslit Þjóðadeildarinnar eftir 2-0 sigur á Ungverjalandi. Fyrir leik var ljóst að sigurvegari kvöldsins kæmist í undanúrslit. Jafntefli hefði dugað Ungverjum en allt kom fyrir ekki.

Fótbolti
Fréttamynd

Jafn­tefli niður­staðan eftir ó­trú­legan síðari hálf­leik

Hörmulegt gengi enska karlalandsliðsins í fótbolta virtist vera að halda áfram þegar Þýskaland var komið 2-0 yfir á Wembley í kvöld. Á meðan enska kvennalandsliðið stóð uppi sem Evrópumeistari í sumar hefur lítið gengið hjá karlaliði Englands. Lærisveinar Gareth Southgate komu hins vegar til baka og virtust vera að landa 3-2 sigri þangað til í blálokin, lokatölur 3-3 í ótrúlegum seinni hálfleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Heimir hefði ekki valið Messi og félaga

Á morgun leikur Jamaíka sinn fyrsta leik undir stjórn Heimis Hallgrímssonar og andstæðingurinn er Argentína, með Lionel Messi í broddi fylkingar. Lið sem er í 4. sæti heimslista alþjóða knattspyrnusambandsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Ást­ríkur, Stein­ríkur og Zlatan I­bra­himo­vić

Fertugi framherjinn Zlatan Ibrahimović stefnir á endurkomu með AC Milan í vetur þegar hann hefur jafnað sig af meiðslum sem hrjá hann um þessar mundir. Þá má sjá hann á hvíta skjánum á næsta ári þar sem hann mun leika í nýjustu myndinni um Ástrík og Steinrík.

Fótbolti
Fréttamynd

Fær­eyjar með ó­trú­legan sigur á Tyrk­landi

Færeyjar og Tyrkland mættust í C-deild Þjóðadeildarinnar í kvöld. Tyrkland hafði þegar tryggt sér sigur í riðlinum og þar með sæti í B-deild og Færeyjar voru öruggar með sæti sitt í riðlinum. Það var því kannski ekki mikið undir í leik kvöldsins en úrslitin eru þó ein þó óvæntustu í manna minnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Frækinn sigur Dana dugði ekki til

Danmörk gerði sér lítið fyrir og vann Frakkland 2-0 í riðli 1 í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta í kvöld. Það dugði ekki til sigurs í riðlinum þar sem Króatía lagði Austurríki 3-1 og er því komið í undanúrslit.

Fótbolti
Fréttamynd

Nökkvi Þeyr kominn á blað í Belgíu

Dalvíkingurinn Nökkvi Þeyr Þórisson er kominn á blað í Belgíu. Hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir B-deildarlið Beerschot í öruggum 4-0 sigri á Royal Knokke í belgísku bikarkeppninni í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Sviss gerði Portúgal greiða

Tveir leikir fóru fram í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta í kvöld. Portúgal vann 4-0 stórsigur á Tékklandi á meðan Sviss vann óvæntan 2-1 sigur á Spáni.

Fótbolti