Körfubolti

Fréttamynd

Helena og félagar komnar í 1-0

Helena Sverrisdóttir og félagar hennar í slóvakíska liðinu Good Angels Kosice eru komnar í 1-0 á móti spænska liðinu Perfumerias Avenida í sextán liða úrslitum Euroleague kvenna í körfubolta.

Körfubolti
Fréttamynd

Axel og félagar unnu liðið hans Kotila

Axel Kárason skoraði tíu stig þegar Værlöse BBK vann þriggja stiga heimasigur á lærisveinum Geof Kotila í FOG Næstved, 85-82, í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Þetta var sjötti sigur Værlöse í níu leikjum á árinu 2013 en liðið er áfram í áttunda sæti deildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Persónulegt stigamet Harðar Axels dugði ekki

Hörður Axel Vilhjálmsson setti nýtt persónulegt stigamet í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta þegar hann skoraði 21 stig í átta stiga tapi Mitteldeutscher á móti EWE Baskets Oldenburg, 67-75. Þetta var í fimmta sinn á tímabilinu þar sem íslenski bakvörðurinn er stigahæsti leikmaður Mitteldeutscher.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena endaði sem þriðja besta skyttan

Helena Sverrisdóttir varð í 3. sæti yfir bestu þriggja stiga nýtingu í riðlakeppni Euroleague kvenna sem lauk á dögunum. Framundan eru sextán liða úrslit keppninnar þar sem Helena og félagar hennar í Good Angels Kosice eru til alls líklegar.

Körfubolti
Fréttamynd

Bikarúrslitaleikurinn spilaður í tómri höll

Það er oft mikill hiti í mönnum á Balkanskaganum og því miður misstu stuðningsmenn Partizan og Rauðu Stjörnunnar frá Belgrad algjörlega stjórn á sér í serbneska bikarúrslitaleiknum í körfubolta sem fram fór í gær.

Körfubolti
Fréttamynd

Pavel fór í gang í seinni hálfleik

Pavel Ermolinskij og félagar í Norrköping fögnuðu í kvöld sínum fimmta sigri í röð í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta þegar liðið vann átta stiga sigur á Solna Vikings, 91-83, í uppgjör liðanna í 4. og 5. sætinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Axel nálægt tvennunni í sigri Værloese

Axel Kárason og félagar hans í Værloese BBK styrktu stöðu sína í 8. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta eftir fimmtán stiga sigur á botnliði Aalborg Vikings í kvöld, 88-73.

Körfubolti
Fréttamynd

Fjórir sigrar í röð hjá Norrköping - Sundsvall aftur á sigurbraut

Pavel Ermolinskij og félagar í Norrköping Dolphins unnu sinn fjórða sigur í röð í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld þegar liðið vann 91-88 útisigur á KFUM Nässjö, sama liði og vann óvæntan sigur á Sundsvall Dragons í síðustu umferð. Drekarnir komust aftur á sigurbraut með sigri á 08 Stockholm HR í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Logi raðaði þristunum með Zorro-grímuna

Logi Gunnarsson var stigahæstur hjá Angers BC um helgina þegar liðið vann eins stigs sigur á Blois í frönsku NM1 deildinni í körfubolta. Logi skoraði 18 stig í leiknum þrátt fyrir að hafa nefbrotnað á æfingu á dögunum.

Körfubolti
Fréttamynd

Axel endaði frábæran janúarmánuð á stórleik

Axel Kárason setti punktinn aftan við frábæran janúarmánuð með því að ná myndarlegri tvennu í öruggum heimasigri Værlöse á Randers í dönsku úrvalsdeildinni í gær. Axel var með 18 stig og 16 fráköst í leiknum.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór sparaður í sigri Zaragoza

Jón Arnór Stefánsson var á skýrslu en kom ekkert við sögu þegar lið hans CAI Zaragoza vann 14 stiga heimasigur á CB Canarias, 81-67, í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Jón Arnór er að stíga upp úr meiðslum og var sparaður í dag.

Körfubolti
Fréttamynd

Pavel og Hlynur öflugir

Hlynur Bæringsson fór fyrir sínum mönnum þegar að Sundsvall Dragons vann góðan útisigur á Stockholm Eagles í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld, 93-83.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena hoppaði upp í 3. sæti yfir bestu skyttur Euroleague

Helena Sverrisdóttir hitti úr 3 af 5 þriggja stiga skotum sínum í gærkvöldi þegar lið hennar Good Angels Kosice vann frábæran útisigur á ítalska liðinu Famila Schio. Helena komst með því upp í þriðja sætið á listanum bestu þriggja stiga skytturnar í Euroleague.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena öflug í góðum sigri

Helena Sverrisdóttir skoraði ellefu stig þegar að Good Angels Kosice vann góðan sigur á ítalska liðinu Famila Schio í Evrópudeild kvenna í kvöld.

Körfubolti