Körfubolti

Fréttamynd

Norrköping jafnaði einvígið á móti Sundsvall

Norrköping Dolphins náði að jafna úrslitaeinvígið á móti Sundsvall Dragons eftir 93-84 sigur í fjórða leik liðanna í kvöld. Sundsvall var búið að vinna tvo leiki í röð í einvíginu en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki verður sænsku meistari.

Körfubolti
Fréttamynd

Sundsvall komið í 2-1 eftir tíu stiga heimasigur

Sundsvall Dragons er komið í 2-1 í úrslitaeinvíginu á móti Norrköping Dolphins í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki verður sænskur meistari. Sundsvall var á heimavelli í kvöld og vann 10 stiga sigur, 80-70.

Körfubolti
Fréttamynd

Hlynur rekinn út úr húsi og Sundsvall tapaði fyrsta leiknum

Hlynur Bæringsson var rekinn út úr húsi í fyrsta leik úrslitaeinvígis Sundsvall Dragons og Norrköping Dolphins um sænska meistaratitilinn í dag. Sundsvall tapaði leiknum með einu stigi á heimavelli sínum, 78-79, eftir að hafa verið í mjög góðri stöðu til að vinna leikinn á lokakaflanum.

Körfubolti
Fréttamynd

Hlynur og Jakob spila fyrsta leik úrslitanna í dag

Hlynur Bæringsson og Jakob Sigurðarson verða í eldlínunni í dag þegar úrslitaeinvígi Sundsvall Dragons og Norrköping Dolphins fer af stað en fyrsti leikurinn fer fram í Sundsvall og hefst klukkna 14.04 að íslenskum tíma. Það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki verður sænskur meistari.

Körfubolti
Fréttamynd

Hvaða atvinnulið heimsins greiða hæstu meðallaunin? - topp 20 listinn

Leikmenn spænska fótboltaliðsins Barcelona voru með hæstu meðallaunin á árinu 2010 samkvæmt fréttaskýringu á bandarísku íþróttafréttastöðinni ESPN sem byggð er á útreikningum Sporting Intelligence. Leikmenn Spánarmeistaraliðs Barcelona fá um 17 milljónir kr. að meðaltali í laun á viku eða rétt um 900 milljónir kr. á ári. Enska úrvalsdeildarliðið Liverpool er í 20. sæti á þessum lista en Chelsea er í 6. sæti. Alls eru 11 atvinnulið frá Bandaríkjunum á listanum, 4 frá Englandi, 2 frá Ítalíu, 2 frá Spáni og 1 frá Þýskalandi

Sport
Fréttamynd

Sundsvall komið í 2-0

Sundsvall Dragons tók í kvöld 2-0 forystu í rimmu sinni gegn Södertälje Kings í undanúrslitum úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena var ekki valin inn í WNBA-deildina

Helena Sverrisdóttir var ekki meðal þeirra 36 leikmanna sem valdir voru inn í WNBA-deildina í nýliðavalinu sem fram fór í nótt en hún var að klára fjögurra ára glæsilegan feril með TCU-háskólanum á dögunum.

Körfubolti
Fréttamynd

Uconn vann háskólatitilinn í bandaríska körfuboltanum

Connecticut-háskólinn, eða Uconn Huskies, varð í nótt háskólameistari í körfubolta. Uconn lagði þá spútniklið Butler af velli, 53-41, í einum versta úrslitaleik í sögu keppninnar. Staðan í hálfleik var 22-19. Það var lélegasta hálfleiksstaða síðan 1946.

Körfubolti
Fréttamynd

Helgi Már með 11 stig í sigri Uppsala

Körfuknattleikskappinn Helgi Magnússon skoraði 11 stig í sigri Uppsala gegn Södertälje Kings, 79-60, í 8-liða úrslitum í sænsku deildinni. Þar með náðu Helgi og félagar að knýja fram oddleik í einvígi þessara liða en staðan er nú 2-2.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór með fjögur stig í tapi Granada

Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í spænska körfuknattleiksliðinu Granada, töpuðu í dag fyrir stórliðinu Real Madrid í spænsku deildinni, 65-73. Jón Arnór lék 24 mínútur í liði Granada og skoraði fjögur stig, tók fimm fráköst og gaf eina stoðsendingu.

Körfubolti
Fréttamynd

Lokaskot Loga geigaði

Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings eru komnir í sumarfrí eftir naumt tap, 88-90, á heimavelli gegn Svíþjóðarmeisturum Norrköping Dolphins.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena fer til Slóvakíu

Helena Sverrisdóttir körfuknattleikskona mun leika sem atvinnumaður í Slóvakíu á næstu leiktíð en hún hefur komist að samkomulagi við lið þar í landi sem heitir Dobri Anjeli eða Góðu Englarnir.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór yfir tíu stigin sjötta leikinn í röð

Jón Arnór Stefánsson skoraði 10 stig á 28 mínútum þegar Granada tapaði 68-85 á útivelli á móti Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Þetta er sjötti leikurinn í röð sem Jón Arnór brýtur tíu stiga múrinn en hann gat þó ekki komið í veg fyrir þriðja tap Granada í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

Ótrúleg frammistaða Íslendinganna í Sundsvall dugði ekki til

Þrátt fyrir að Jakob Sigurðarson hafi skorað 29 stig fyrir Sundsvall Dragons í kvöld dugði það samt ekki til sigurs gegn Jämtland í úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta í kvöld. Logi Gunnarsson og félagar hans í Solna unnu nauman sigur á Norrköping á sama tíma.

Körfubolti
Fréttamynd

Logi stigahæstur í tapleik

Solna Vikings tapaði í kvöld fyrir Norrköping í fyrsta leik liðanna í fjórðungsúrslitum úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta, 91-86.

Körfubolti
Fréttamynd

Háskólaferli Helenu lokið

Helena Sverrisdóttir lék í nótt sinn síðasta leik með TCU í bandaríska háskólaboltanum og er því glæsilegum fjögurra ára ferli hennar með liði skólans lokið.

Körfubolti
Fréttamynd

Helgi Már og félagar náðu fimmta sætinu

Helgi Már Magnússon og félagar í Uppsala tryggðu sér fimmta sætið í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta í kvöld en fyrir umferðina var Uppsala í baráttunni við Loga Gunnarsson og félagar í Solna Vikings um umrætt fimmta sæti.

Körfubolti
Fréttamynd

Sögulegur áfangi hjá Helenu

Helena Sverrisdóttir fór á kostum með liði TCU-háskólans í nótt þegar hún náði þrefaldri tvennu. Þetta er aðeins í þriðja sinn í sögu skólans sem leikmaður nær slíkum áfanga.

Körfubolti