Handbolti

Fréttamynd

Minnsta þjóðin með flesta þjálfara á HM

Eftir að íslenska handboltalandsliðið fékk sæti á HM í handbolta í Katar í janúar er ljóst að fjórir íslenskir þjálfarar verða í eldlínunni á mótinu. Engin önnur þjóð á svo marga þjálfara á heimsmeistaramótinu í ár.

Handbolti
Fréttamynd

Guðjón Valur í liði umferðarinnar í Meistaradeildinni

Þetta var góð helgi fyrir Guðjón Val Sigurðsson, fyrirliða íslenska handboltalandsliðsins og leikmann spænska stórliðsins Barcelona. Íslenska landsliðið komst inn á HM í Katar á föstudaginn og í morgun var Guðjón Valur síðan valinn í lið umferðarinnar í Meistaradeildinni.

Handbolti
Fréttamynd

Refirnir hans dags með fimm marka forystu

Þýska úrvalsdeildarliðið Füchse Berlin sem Dagur Sigurðsson þjálfar lagði franska liðið Nantes 23-18 í fyrri leik liðanna í þriðju umferð EHF-bikarsins í Þýskalandi í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Kiel lagði PSG án Arons

Þýskalandsmeistarar Kiel í handbolta lögðu franska stórliðið PSG 33-29 í toppleik A-riðil í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld í Þýskalandi.

Handbolti
Fréttamynd

Guif stendur vel að vígi

Sænska liðið Eskilstuna Guif sem Kristján Andrésson þjálfar stendur vel að vígi eftir átta marka sigur á spænska liðinu Bada Huesca 32-24 í fyrri leik liðanna í þriðju umferð EHF-bikarsins í Svíþjóð í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Vignir skoraði fjögur í naumu tapi

Íslenski landsliðsmaðurinn í handbolta Vignir Svavarsson skoraði fjögur mörk fyrir danska úrvalsdeildarliðið Midtjylland sem tapaði naumlega 25-23 fyrir Bjerringbro-Silkeborg í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Þetta lýsir vonandi upp myrkrið fyrir íslensku þjóðina

Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var ánægður með fréttir gærkvöldsins þegar Ísland fékk sæti á HM í Katar ásamt Sádí-Arabíu en þetta var niðurstaða fundar Framkvæmdastjórnar IHF. "Við gleðjumst svo sannarlega yfir þessu og teljum þetta vera mikið og stórt skref fyrir hreyfinguna,“ sagði Guðmundur.

Handbolti
Fréttamynd

Guðmundur B. Ólafsson: Ég þarf ekki að tala Aron Pálmarsson til

Aron Pálmarsson verður með íslenska landsliðinu á HM í handbolta í Katar þrátt fyrir ummæli í vikunni um að hann nennti ekki að koma inn á HM sem einhver varaþjóð. Formaður HSÍ hefur engar áhyggjur af því að Aron verði ekki klár í verkefnið en Ísland fékk í dag sæti á HM í Katar í janúar.

Handbolti