Handbolti

Fréttamynd

Alexander í öðru sæti í mörkum utan af velli

Alexander Petersson hefur spilað frábærlega með Rhein-Neckar Löwen á tímabilinu og er nú kominn upp í sjöunda sæti yfir markahæstu menn deildarinnar. Alexander á mikinn þátt í því að Ljónin hafa unnið alla tólf leiki sína til þessa á tímabilinu.

Handbolti
Fréttamynd

Arnór: Markmiðið að spila með Flensburg á ný

Arnór Atlason leggst undir hnífinn á morgun eftir að hann sleit hásin í leik með Flensburg í þýsku úrvalsdeildinni um helgina. Hann missir af HM á Spáni í janúar en stefnir að því að spila á ný áður en keppnistímabilinu lýkur í vor.

Handbolti
Fréttamynd

Atli Hilmarsson sleit tvisvar hásin á ferlinum

Atli Hilmarsson, faðir landsliðsmannsins Arnórs Atlasonar, veit vel hvað sonur hans er að ganga í gegnum um en Arnór sleit hásin í Meistaradeildarleik Flensburg og HSV Hamburg í gær. Atli Hilmarsson var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Boltanum á X-inu í dag þar sem Atli ræddi meðal annars um sín kynni af því að slíta hásin sem gerðist tvisvar sinnum á hans ferli.

Handbolti
Fréttamynd

Róbert með fjögur mörk í naumum sigri PSG

Paris Saint-Germain mátti þakka fyrir nauman tveggja marka heimasigur á US Créteil, 30-28, í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en fyrir leikinn mundaði tólf sætum og ellefu stigum á liðunum tveimur.

Handbolti
Fréttamynd

Sat í stúkunni með tárin í augunum

Rakel Dögg Bragadóttir er komin aftur í íslenska landsliðið eftir að hafa meiðst illa fyrir tæpu ári. Ágúst Jóhannsson tilkynnti í gær 22ja manna æfingahóp fyrir Evrópumeistaramótið í Serbíu í desember.

Handbolti
Fréttamynd

Aldrei verið meiri breidd í landsliðinu

Ágúst Jóhannsson landsliðsþjálfari segir að það hafi verið erfitt að taka út þá 22 leikmenn sem hann valdi í æfingahóp sinn fyrir EM í Serbíu. Það verði enn erfiðara að skera hópinn niður í sextán leikmenn sem munu svo halda utan.

Handbolti
Fréttamynd

Frábær sigur og svekkjandi tap hjá Íslendingaliðunum

Það gekk misjafnlega hjá Íslendingaliðunum í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lærisveinar Óskars Bjarna Óskarsson í Viborg töpuðu mikilvægum leik í botnbaráttunni á móti Skive en strákarnir í SönderjyskE unnu á sama tíma flottan útisigur á Team Tvis Holstebro sem er í þriðja sæti deildarinnar.

Handbolti
Fréttamynd

Rut og Þórey með átta mörk saman

Landsliðskonurnar Rut Jónsdóttur og Þórey Rósa Stefánsdóttir áttu báðar fínan leik þegar lið þeirra Team Tvis Holstebro vann sannfærandi 19 marka heimasigur á Slagelse, 41-22, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Þrír sigrar í röð hjá strákunum hans Dags í Meistaradeildinni

Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í Füchse Berlin fögnuðu sínum þriðja sigri í röð í Meistaradeildinni í kvöld þegar liðið vann 29-27 heimasigur á RK Zagreb. Füchse Berlin hefur náð í átta stig af tíu mögulegum í fyrstu fimm umferðunum og er áfram í 2. sæti riðilsins.

Handbolti
Fréttamynd

Meistaradeildin: Dagur í eldlínunni - í beinni á Stöð 2 sport

Þýska handboltaliðið Füchse Berlín, sem Dagur Sigurðsson þjálfar, mætir Króatíu Zagreb í Meistaradeild Evrópu í kvöld og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Liðin eru í D-riðli þar sem að Barcelona frá Spáni er efst eftir fjórar umferðir með 8 stig. Füchse Berlín er í öðru sæti með 6 stig en þar á eftir kemur króatíska liðið með 3 stig líkt og Dinamo Minsk.

Handbolti
Fréttamynd

Rakel Dögg og Ramune í landsliðið

Ágúst Jóhannsson hefur valið æfingahóp fyrir EM í handbolta sem fer fram í Serbíu í næsta mánuði. Rakel Dögg Bragadóttir kemur aftur inn í landsliðið eftir langa fjarveru vegna meiðsla.

Handbolti
Fréttamynd

Kiel vann stórsigur

Kiel skellti sér á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í kvöld með öruggum tólf marka sigri á Balingen, 34-22.

Handbolti
Fréttamynd

PSG spilar líklega sýningarleik í Köben

Danskir handboltaáhugamenn fá eitthvað fyrir sinn snúð í desember en þá kemur nýjasta ofurlið Evrópu, franska liðið PSG, væntanlega til Danmerkur og spilar sýningarleik við KIF Kolding Köbenhavn.

Handbolti
Fréttamynd

Óskar Bjarni: Lærdómsríkur og erfiður tími

Handknattleiksþjálfarinn Óskar Bjarni Óskarsson stendur í ströngu í Danmörku. Hann hefur þurft að flytja stóra fjölskyldu milli landa á meðan að hvorki gengur né rekur hjá félaginu sem hann þjálfar.

Handbolti