Drengnum hafi ekki verið trúað í fyrstu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. september 2024 20:30 Katrín Kristjana hefur fengið ábendingar um sambærilegar árásir í Fossvogi sama dag. vísir Móðir sex ára drengs sem varð fyrir árás á skólalóð í Kópavogi í gær segir son sinn hafa brugðist hárrétt við, en starfsmenn skólans hafi ekki trúað honum í fyrstu. Upptökur öryggismyndavéla hafi þó staðfest frásögn hans. Hún hafi fengið ábendingar um sambærilegar árásir í Fossvogi sama dag. Árásin varð eftir skóla hjá drengnum, sem verður sjö ára á morgun. Að sögn móður drengsins sést á öryggismyndavélum Smáraskóla kona koma hlaupandi að drengnum, sem var að hjóla með vini sínum úr skólanum í frístund í fyrsta sinn frá því hann byrjaði í öðrum bekk. „Það kemur kona að honum og fer að kasta einhverjum ljótum orðum í hann og hann skilur ekki alveg hvað er í gangi og reynir að komast undan. Þá ræðst hún að honum og reynir að stela símanum af honum, reynir að hrækja á hann og svo hrindir hún honum,“ segir Katrín Kristjana Hjartardóttir, móðir drengsins. Árásin náðist á myndband Konan hafi síðan hlaupið upp í bíl á ferð og látið sig hverfa. „Hann brást bara hárrétt við og þeir vinirnir fara strax upp í skóla og láta vita. Þeim er ekki alveg trúað strax en það er kíkt í myndavélar og þeirra frásögn alveg eins og sést á myndavélum.“ Drengurinn, sem sé vanur að vera úti að leika sér allan daginn, sé sleginn eftir árásina. „En hann er hræddur að fara út, heldur að það sé kona að koma að stela sér. Honum finnst þetta óþægilegt en við erum svona að reyna að dreifa huganum og reyna að ræða þetta ekki en samt hughreysta hann.“ Katrín segir viðbrögð skólans, sem gerði lögreglu ekki viðvart, að einhverju leyti skiljanleg. „Ég held að þau, eins og allt samfélagið, sé ekki tilbúið í að það sé verið að ráðast á börnin okkar. Það er enginn tilbúinn í þetta samfélag sem við allt í einu lifum í. En lögreglan bendir á það hvers vegna það hafi ekki verið hringt strax í hana og ég held einfaldlega að þessir ferlar séu ekki til, ef ráðist er á börn á skólalóð, en ég held að á mánudaginn verði þetta nýtt verklag.“ Fleir lýst sambærilegri konu Foreldrar drengsins hafa nú kært málið til lögreglu. Kristjana birti frásögn af málinu á Facebook í dag, og kveðst hafa fengið mikil viðbrögð. „Mér bárust skilaboð frá fleirum á höfuðborgarsvæðinu sem lýstu sambærilegri konu sem réðst að fólki með ung börn í gær. Okkur finnst þetta svolítið óhugnanlegt en ég vona að þetta sé sama manneskjan, þannig það séu ekki margir á sveimi að ráðast að börnum.“ Kópavogur Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Sjá meira
Árásin varð eftir skóla hjá drengnum, sem verður sjö ára á morgun. Að sögn móður drengsins sést á öryggismyndavélum Smáraskóla kona koma hlaupandi að drengnum, sem var að hjóla með vini sínum úr skólanum í frístund í fyrsta sinn frá því hann byrjaði í öðrum bekk. „Það kemur kona að honum og fer að kasta einhverjum ljótum orðum í hann og hann skilur ekki alveg hvað er í gangi og reynir að komast undan. Þá ræðst hún að honum og reynir að stela símanum af honum, reynir að hrækja á hann og svo hrindir hún honum,“ segir Katrín Kristjana Hjartardóttir, móðir drengsins. Árásin náðist á myndband Konan hafi síðan hlaupið upp í bíl á ferð og látið sig hverfa. „Hann brást bara hárrétt við og þeir vinirnir fara strax upp í skóla og láta vita. Þeim er ekki alveg trúað strax en það er kíkt í myndavélar og þeirra frásögn alveg eins og sést á myndavélum.“ Drengurinn, sem sé vanur að vera úti að leika sér allan daginn, sé sleginn eftir árásina. „En hann er hræddur að fara út, heldur að það sé kona að koma að stela sér. Honum finnst þetta óþægilegt en við erum svona að reyna að dreifa huganum og reyna að ræða þetta ekki en samt hughreysta hann.“ Katrín segir viðbrögð skólans, sem gerði lögreglu ekki viðvart, að einhverju leyti skiljanleg. „Ég held að þau, eins og allt samfélagið, sé ekki tilbúið í að það sé verið að ráðast á börnin okkar. Það er enginn tilbúinn í þetta samfélag sem við allt í einu lifum í. En lögreglan bendir á það hvers vegna það hafi ekki verið hringt strax í hana og ég held einfaldlega að þessir ferlar séu ekki til, ef ráðist er á börn á skólalóð, en ég held að á mánudaginn verði þetta nýtt verklag.“ Fleir lýst sambærilegri konu Foreldrar drengsins hafa nú kært málið til lögreglu. Kristjana birti frásögn af málinu á Facebook í dag, og kveðst hafa fengið mikil viðbrögð. „Mér bárust skilaboð frá fleirum á höfuðborgarsvæðinu sem lýstu sambærilegri konu sem réðst að fólki með ung börn í gær. Okkur finnst þetta svolítið óhugnanlegt en ég vona að þetta sé sama manneskjan, þannig það séu ekki margir á sveimi að ráðast að börnum.“
Kópavogur Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Sjá meira