Lögreglumál

Fréttamynd

Mikið um slags­mál og ölvunar­akstur í nótt

Nóttin var annasöm hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu en ellefu gista nú fangageymslur vegna ýmissa brota, þar á meðal slagsmála og vörslu á fíkniefnum. Mikil ölvun var í miðborginni og var lögreglan kölluð í mörg samkvæmi vegna kvartana undan hávaða.

Innlent
Fréttamynd

Erilsöm nótt hjá lögreglu

Lögregluþjónar höfðu í nógu að snúast í nótt en 120 mál voru skráð í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá fimm í gærkvöldi til fimm í nótt. Þar af snerust mörg um umferð og bíla, þar sem fólk var stöðvað vegna öryggisbelta, nagladekkja ljósa og aksturs án ökuréttinda.

Innlent
Fréttamynd

Verk­ferlar í Reykja­dal hafi verið bættir strax í haust

Verfkerlar í Reykjadal, sumarbúðum fyrir fötluð börn, hafa verið uppfærðir og þeir lagfærðir, eftir að stúlka sem dvaldi þar síðasta sumar sagði þroskaskertan starfsmann hafa beitt hana kynferðisofbeldi. Forstöðumaður segir athugasemdir við viðbrögðum teknar alvarlega.

Innlent
Fréttamynd

Gæsluvarðhald vegna manndrápsins á Selfossi framlengt

Í dag féllst dómari við Héraðsdóm Suðurlands á kröfu Lögreglustjórans á Suðurlandi um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni, vegna rannsóknar á andláti ungrar konu á Selfossi frá því í apríl síðastliðnum. Gæsluvarðhald var framlengt til sextánda júní næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Þóttust betla peninga fyrir heyrnar­skerta

Lögreglan á Norðurlandi eystra hafði í gær afskipti af tveimur karlmönnum sem stóðu fyrir utan verslanir á Akureyri og betluðu pening sem þeir sögðust vera að safna fyrir heyrnarskerta. Síðar kom í ljós að ekki ræddi um neins konar góðgerðarsöfnun.

Innlent
Fréttamynd

Vopnaður maður hand­tekinn vegna þjófnaðar úr verslun

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók mann vegna þjófnaðar, en maðurinn hafði tekið vörur fyrir andvirði 200 þúsund króna. Við handtöku kom í ljós að maðurinn reyndist vera með vopn á sér, en hann var svo látinn laus að lokinni skýrslutöku.

Innlent
Fréttamynd

Vaknaði við inn­brots­þjófa inni á heimilinu

Töluverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á milli klukkan 05 og 17 í dag. Á sjötta tímanum í morgun var til að mynda tilkynnt um innbrot í heimahús í Breiðholti. Tveir innbrotsþjófar flúðu vettvang þegar þeir urðu varir við húsráðanda.

Innlent
Fréttamynd

Meint hópslags­mál reyndust gamnis­lagur

Á sjöunda tímanum í morgun barst lögreglu tilkynning um slagsmál þriggja manna í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að mennirnir þrír voru vinir að gantast, eins og það er orðað í dagbók lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Margir stútar gripnir í nótt

Níu einstaklingar voru stöðvaðir af lögreglu í nótt þar sem ökumaðurinn var grunaður um akstur undir áhrifum. Í þrígang reyndist ökumaðurinn án ökuréttinda vegna fyrri afskipta lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Buðu ferða­manni gistingu í fanga­geymslu

Laust fyrir klukkan 06 í morgun barst Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um mann í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögregluþjónar ræddu við manninn kom í ljós að um erlendan ferðamann var að ræða, sem gat með engu móti gefið upp hvar hann dveldi. Brugðist var á það ráð að bjóða honum gistingu í fangageymslu.

Innlent
Fréttamynd

Ferða­menn misstu stjórn á bílnum í vindinum

Ferðamenn sem voru á leið yfir Fagradal urðu fyrir svo sterkri vindhviðu að bíll þeirra fauk út af veginum, valt og endaði á hliðinni. Veginum hefur verið lokað vegna veðurs og er appelsínugul viðvörun enn í gildi á Austfjörðum.

Innlent
Fréttamynd

Pink Floyd stjarna til rann­sóknar vegna búnings

Lögreglan í Þýskalandi hefur opnað sakamálarannsókn á breska tónlistarmanninum Roger Waters, fyrrverandi meðlim hljómsveitarinnar Pink Floyd. Er honum gefið að sök að hafa klæðst búning á sviði sem minnir á einkennisbúning nasista.

Erlent
Fréttamynd

Ó­þekktur maður kramdi bíl með gröfu

Á níunda tímanum í morgun barst lögreglu tilkynning um skemmdarverk á Kjalarnesi. Þar hafði bifreið verið kramin með gröfu. Lögregla veit ekki hver framdi skemmdarverkið bíræfna.

Innlent
Fréttamynd

Lög­regla tvisvar kölluð til vegna grun­sam­legra manna­ferða

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti tveimur útköllum í gærkvöldi og nótt vegna grunsamlegra mannaferða. Í öðru tilvikinu var maður sagður vera að skoða inn í bíla en í hinu tilvikinu var maður handtekinn í Hálsahverfi og vistaður í fangageymslu sökum ástands.

Innlent