Bíó og sjónvarp

Fréttamynd

Dekkri hliðar nostalgíunnar

T2 Trainspotting verður aldrei sama klassíkin og forveri hennar en vel heppnuð er hún samt sem áður. Léttgeggjuð, lifandi, stílísk og skemmtileg saga um minningar, uppgjör og vináttu.

Gagnrýni
Fréttamynd

Vond samtöl og svæfandi stunur

Fifty Shades-bækurnar eftir E.L. James munu seint teljast til menningarlegra eða vandaðra bókmennta, en einhverja ánægju virðist markhópurinn fá út úr þeim. Skemmst er frá því að segja að það sama á við um bíómyndirnar, þessar tvær sem nú eru komnar út. Af báðum að dæma hefur verið óskaplega lítið innihald til staðar til þess að bera örlátan sýningartíma uppi. Einnig hefur lítið gagnast að brjóta upp efniviðinn með sveittum athöfnum þegar persónurnar eru svona óspennandi og kemistrían á milli þeirra er sama og steindauð.

Gagnrýni
Fréttamynd

Eva með enn eitt stóra verkefnið

Eva María Daníels kvikmyndaframleiðandi er nú með á prjónunum sitt stærsta verkefni en það er myndin Hold the Dark sem mun skarta meðal annars Alexander Skarsgård, James Badge Dale og Jeffrey Wright og um leikstjórn sér Jeremy Saulnier.

Bíó og sjónvarp