Gísli Örn og Baltasar Breki leika bræður í 220 milljóna króna mynd Birgir Olgeirsson skrifar 3. mars 2017 13:44 Gísli Örn Garðarson leikur annað aðalhlutverkið í myndinni. Vísir Kvikmyndagerðarmaðurinn Börkur Sigþórsson er nú við tökur á kvikmyndinni Vörgum og hefur samið um að leikstýra fjórum þáttum í næstu þáttaröð af Ófærð. Frá þessu er greint á vef Screen Daily en þar kemur fram að tökurnar á Vörgum, eða Mules eins og hún kallast á ensku, hafi hafist 25. febrúar síðastliðinn og muni standa yfir í 30 daga. Verður myndin tekin í Reykjavík og við nágrenni borgarinnar en einnig munu tökur fara fram á Keflavíkurflugvelli. Agnes Johansen og Baltasar Kormákur eru framleiðendur myndarinnar en myndin nýtur stuðnings frá Kvikmyndamiðstöð Íslands og Ríkisútvarpsins. WestEnd Films mun sjá um dreifingu myndarinnar.Bræður í vanda Myndin segir frá íslenskum bræðrum sem skipuleggja fíkniefnasmygl til landsins. „Þeir áttu báðir erfitt uppdráttar í æsku en líf þeirra tók þó ólíka stefnu. Eldri bróðirinn er háttsettur lögfræðingur en ferillinn hangir á bláþræði eftir að hafa dregið sér fé frá umbjóðendum sínum,“ segir Agnes Johansen um myndina við Screen Daily. „Hann þarfa að finan leið til að endurgreiða þeim og leitar því til bróður síns, sem á nokkra fangelsisdóma á bakinu, til að hjálpa honum að flytja fíkniefni til landsins,“ segir Agnes.Ráða burðardýr Bræðurnir ráða því unga pólska konu sem burðardýr. „Þeir lenda þó í miklum vandræðum. Myndin fjallar um hvernig þeir takast á við þau vandræði,“ segir Agnes. Bræðurnir eru leiknir af Gísla Erni Garðarssyni, sem vann nýverið Edduna fyrir aukahlutverk sitt í Eiðinum, og Baltasar Breka Samper, sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í Ófærð, sem er sonur Baltasars Kormáks. Pólska leikkona Anna Próchniak mun leika burðardýrið en danska leikkonan Marijana Jankovic leikur lögreglukonu í myndinni sem öðrum bróðurnum er afar illa við. Á vef Screen Daily er greint frá því að Ingvar E. Sigurðsson muni fara með lítið hlutverk í myndinni.220 milljóna króna mynd Myndin er sögð kosta um 220 milljónir íslenskra króna en Bergsteinn „Besti“ Björgúlfsson mun sjá um tökur myndarinnar en Elísabet Ronaldsdóttir mun klippa hana. Agnes Johansen segir við Screen Daily að Börkur Sigþórsson sé falinn demantur sem áhorfendur eigi eftir að uppgötva almennilega. Börkur leikstýrði tveimur þáttum af fyrstu þáttaröð Ófærðar en RVK Studios hefur nú þegar ráðið hann til að leikstýra fjórum þáttum í næstu þáttaröð. Tökur á Ófærð 2 eiga að hefjast í haust en handritsteymi vinnur nú að tíu þáttum. Lítið er vitað um söguþráð þáttanna en vitað er að Ólafur Darri Ólafsson mun snúa aftur sem lögreglustjórinn Andri. Baltasar Kormákur er sagður eiga að leikstýra tveimur þáttum í Ófærð 2, en það mun ráðast af því hvernig tökur á myndinni Adrift mun ganga. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Baltasar langt kominn með Kötlu-þættina og lítur á óróann í eldstöðinni sem "teaser“ Baltasar Kormákur og Páll Einarsson ræddu um væntanlega Kötlu þætti þess fyrrnefnda og mögulegt hlutverk Páls í þáttunum. 23. febrúar 2017 21:15 Mikill meðbyr með milljarðamynd Baltasars: „Það er svolítill hiti á þessu“ Baltasar Kormákur undirbýr myndina Adrift með töffara í aðalhlutverki sem er ekki einfalt "bjútí“. 9. febrúar 2017 15:45 Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kvikmyndagerðarmaðurinn Börkur Sigþórsson er nú við tökur á kvikmyndinni Vörgum og hefur samið um að leikstýra fjórum þáttum í næstu þáttaröð af Ófærð. Frá þessu er greint á vef Screen Daily en þar kemur fram að tökurnar á Vörgum, eða Mules eins og hún kallast á ensku, hafi hafist 25. febrúar síðastliðinn og muni standa yfir í 30 daga. Verður myndin tekin í Reykjavík og við nágrenni borgarinnar en einnig munu tökur fara fram á Keflavíkurflugvelli. Agnes Johansen og Baltasar Kormákur eru framleiðendur myndarinnar en myndin nýtur stuðnings frá Kvikmyndamiðstöð Íslands og Ríkisútvarpsins. WestEnd Films mun sjá um dreifingu myndarinnar.Bræður í vanda Myndin segir frá íslenskum bræðrum sem skipuleggja fíkniefnasmygl til landsins. „Þeir áttu báðir erfitt uppdráttar í æsku en líf þeirra tók þó ólíka stefnu. Eldri bróðirinn er háttsettur lögfræðingur en ferillinn hangir á bláþræði eftir að hafa dregið sér fé frá umbjóðendum sínum,“ segir Agnes Johansen um myndina við Screen Daily. „Hann þarfa að finan leið til að endurgreiða þeim og leitar því til bróður síns, sem á nokkra fangelsisdóma á bakinu, til að hjálpa honum að flytja fíkniefni til landsins,“ segir Agnes.Ráða burðardýr Bræðurnir ráða því unga pólska konu sem burðardýr. „Þeir lenda þó í miklum vandræðum. Myndin fjallar um hvernig þeir takast á við þau vandræði,“ segir Agnes. Bræðurnir eru leiknir af Gísla Erni Garðarssyni, sem vann nýverið Edduna fyrir aukahlutverk sitt í Eiðinum, og Baltasar Breka Samper, sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í Ófærð, sem er sonur Baltasars Kormáks. Pólska leikkona Anna Próchniak mun leika burðardýrið en danska leikkonan Marijana Jankovic leikur lögreglukonu í myndinni sem öðrum bróðurnum er afar illa við. Á vef Screen Daily er greint frá því að Ingvar E. Sigurðsson muni fara með lítið hlutverk í myndinni.220 milljóna króna mynd Myndin er sögð kosta um 220 milljónir íslenskra króna en Bergsteinn „Besti“ Björgúlfsson mun sjá um tökur myndarinnar en Elísabet Ronaldsdóttir mun klippa hana. Agnes Johansen segir við Screen Daily að Börkur Sigþórsson sé falinn demantur sem áhorfendur eigi eftir að uppgötva almennilega. Börkur leikstýrði tveimur þáttum af fyrstu þáttaröð Ófærðar en RVK Studios hefur nú þegar ráðið hann til að leikstýra fjórum þáttum í næstu þáttaröð. Tökur á Ófærð 2 eiga að hefjast í haust en handritsteymi vinnur nú að tíu þáttum. Lítið er vitað um söguþráð þáttanna en vitað er að Ólafur Darri Ólafsson mun snúa aftur sem lögreglustjórinn Andri. Baltasar Kormákur er sagður eiga að leikstýra tveimur þáttum í Ófærð 2, en það mun ráðast af því hvernig tökur á myndinni Adrift mun ganga.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Baltasar langt kominn með Kötlu-þættina og lítur á óróann í eldstöðinni sem "teaser“ Baltasar Kormákur og Páll Einarsson ræddu um væntanlega Kötlu þætti þess fyrrnefnda og mögulegt hlutverk Páls í þáttunum. 23. febrúar 2017 21:15 Mikill meðbyr með milljarðamynd Baltasars: „Það er svolítill hiti á þessu“ Baltasar Kormákur undirbýr myndina Adrift með töffara í aðalhlutverki sem er ekki einfalt "bjútí“. 9. febrúar 2017 15:45 Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Baltasar langt kominn með Kötlu-þættina og lítur á óróann í eldstöðinni sem "teaser“ Baltasar Kormákur og Páll Einarsson ræddu um væntanlega Kötlu þætti þess fyrrnefnda og mögulegt hlutverk Páls í þáttunum. 23. febrúar 2017 21:15
Mikill meðbyr með milljarðamynd Baltasars: „Það er svolítill hiti á þessu“ Baltasar Kormákur undirbýr myndina Adrift með töffara í aðalhlutverki sem er ekki einfalt "bjútí“. 9. febrúar 2017 15:45