Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Leikstjórinn James Gunn tilkynnti næstu kvikmynd um Ofurmennið með teikningu af ofurhetjunni og erkióvini hans, Lex Luthor. Myndin ber, enn sem komið er, titilinn „Man of Tomorrow“ og kemur í bíó 9. júlí 2027. Bíó og sjónvarp 4.9.2025 13:57
Kim Novak heiðursgestur RIFF Hollywood-stjarnan Kim Novak verður einn heiðursgesta Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík (RIFF) sem hefst 25. september. Ný heimildarmynd um leikkonuna verður opnunarmynd hátíðarinnar og verða tvær sígildar myndir hennar einnig sýndar. Bíó og sjónvarp 3.9.2025 19:02
Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Leikarinn Dwayne Johnson brast í grát á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum þegar nýjasta kvikmynd hans, Smashing Machine, hlaut fimmtán mínútna lófatak. Fólk er þegar byrjað að máta leikarann við Óskarsverðlaunastyttuna. Bíó og sjónvarp 2.9.2025 15:46
Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Leikstjórinn Woody Allen, sem hefur ekki átt upp á dekk síðastliðin ár, hefur ekki verið slaufað algjörlega því hann verður aðalnúmerið á alþjóðlegri kvikmyndaviku í Moskvu sem fer fram dagana 23. til 27. ágúst. Bíó og sjónvarp 23.8.2025 15:14
Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Hlynur Pálmason, leikstjóri og myndlistarmaður, sýnir tvær kvikmyndir í keppni kvikmyndahátíðarinnar í San Sebastián og er jafnframt heiðraður með einkasýningu á Tabakalera, alþjóðlegri miðstöð samtímalistar í borginni. Bíó og sjónvarp 23.8.2025 14:30
Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík (RIFF) býður árlega til sérviðburðar þar sem hátíðin fær veitingastaði bæjarins í samstarf. Úr verður bíóveisla fyrir bæði augun og bragðlaukana en í ár verður boðið upp á sjónræna matarveislu og smakkbíó. Bíó og sjónvarp 21.8.2025 08:42
Sannfærði Balta um að snúa aftur Leikstjórinn Baldvin Z sannfærði Baltasar Kormák, sem hefur einblínt á kvikmyndaleikstjórn frá aldamótum, um að færa sig úr leikstjórastólnum fram fyrir kvikmyndatökuvélina á ný fyrir nýja spennumynd. Bíó og sjónvarp 20.8.2025 15:32
Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Hobbitinn Fróði og galdrakarlinn Gandálfur munu snúa aftur á stóra skjáinn í nýrri mynd úr söguheimi Hringadróttinssögu um hinn dýrslega Gollri. Bíó og sjónvarp 18.8.2025 18:00
Terence Stamp látinn Breski leikarinn Terence Stamp, sem er þekktastur fyrir að hafa leikið Zod hershöfðingja frá Krypton, lést á sunnudag, 87 ára að aldri. Bíó og sjónvarp 18.8.2025 10:51
Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Fulltrúar íslensku sjónvarpsstöðvanna auglýsa eftir innsendingum til Íslensku sjónvarpsverðlaunna sem verða veitt í fyrsta sinn, frá ákvörðun Eddunnar að beina sjónum eingöngu að kvikmyndagerð, 30. október næstkomandi. Bíó og sjónvarp 12.8.2025 13:40
Nýr Rambo fundinn Búið er að finna nýjan leikara sem á að bregða sér í hlutverk bandaríska hermannsins Johns Rambo, sem Sylvester Stallone lék í fimm kvikmyndum, en það er hinn 29 ára Noah Centineo. Bíó og sjónvarp 12.8.2025 08:52
Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Fjórða myndin um Köngulóarmanninn með Tom Holland í aðalhlutverki er farin í framleiðslu og er leikhópurinn stjörnum prýddur. Svo virðist sem Hulk, Punisher og Scorpion muni allir koma við sögu. Bíó og sjónvarp 2.8.2025 11:41
Óþekkjanleg stjarna Hollywood-stjarnan Sydney Sweeney mun leika Christy Martin í nýrri ævisögumynd um bandaríska boxarann. Fyrsta opinbera ljósmyndin úr kvikmyndinni sýnir óþekkjanlega dökkhærða Sweeney. Bíó og sjónvarp 23.7.2025 15:26
Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Ingvar E. Sigurðsson hlaut nýverið verðlaun sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni O (Hringur), á alþjóðlegu Psarokokalo kvikmyndahátíðinni í Aþenu. Bíó og sjónvarp 20.7.2025 09:19
Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu John Malkovich mun ekki bregða fyrir í nýjustu mynd Marvel um hin fjögur fræknu þar sem karakterinn Ivan Kragoff, sem gengur undir nafninu Rauði draugur, hefur verið klipptur út úr myndinni. Bíó og sjónvarp 18.7.2025 14:46
Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Tækni- og myndbrellustúdíóið Reykjavík Visual Effects (RVX) hefur verið tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna fyrir störf sín við þættina House of the Dragon og The Last of Us. Bíó og sjónvarp 18.7.2025 13:26
Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Sleðinn Rosebud úr verðlaunamyndinni Citizen Kane frá 1941 seldist fyrir 14,75 milljarða Bandaríkjadala á uppboði á dögunum, eða tæplega 1,8 milljarða króna. Hann er þar með orðinn næstdýrasti leikmunur úr kvikmynd sem selst hefur á uppboði. Bíó og sjónvarp 18.7.2025 09:26
Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Tilnefningar til Emmy-verðlaunanna, stærstu sjónvarpsverðlauna Hollywood, voru tilkynntar í dag. Sjónvarpsþættirnir Severance hlutu flestar tilnefningar, 27 talsins. Bíó og sjónvarp 15.7.2025 16:47
Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Leikarinn Michael Madsen féll frá 3. júlí síðastliðinn eftir hjartaáfall, 67 ára að aldri. Madsen var sjarmatröll með viskírödd sem lék í meira en 300 kvikmyndum og sjónvarpsþáttaseríum á ferli sínum. Vísir rifjar hér upp bestu frammistöður Madsen. Bíó og sjónvarp 7.7.2025 20:34
Djöfullinn klæðist Prada á ný Meryl Streep mun bregða sér aftur í hlutverk tískuritstjórans Miröndu Priestly í framhaldi rómantísku-gamanmyndarinnar frá 2006 um djöfulinn sem klæðist Prada. Framhaldið kemur í maí 2026 og munu allar aðalpersónurnar snúa aftur auk nýrra andlita. Bíó og sjónvarp 1.7.2025 10:28
Grindavík sigursæl erlendis Þættirnir Grindavík hafa farið sigurför um heiminn en serían var í fjórða sinn að vinna til verðlauna í síðustu viku á hátíðinni Cannes Film Awards. Bíó og sjónvarp 30.6.2025 17:02
Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Sjónvarpsþættirnir Krautz in Seltjarnarnes, sem þrír ungir listamenn framleiddu á vegum skapandi sumarstarfa sumarið 2023, verða á dagskrá Ríkisútvarpsins í sumar. Þáttagerðarmennirnir hlakka til að endurvekja fjölbreytni í íslensku sjónvarpi. Bíó og sjónvarp 29.6.2025 07:02
Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Nú þegar búið er að ráða Denis Villeneuve sem leikstjóra næstu James Bond-myndar er leit hafin að næsta 007. Heimildarmenn Variety segja framleiðendur vilja leikara undir þrítugu og að efstir á blaði séu Tom Holland, Jacob Elordi og Harris Dickinson. Bíó og sjónvarp 28.6.2025 12:26
Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Kanadíski leikstjórinn Denis Villeneuve mun leikstýra næstu mynd um breska spæjarann James Bond fyrir Amazon MGM Studios sem keyptu réttinn að seríunni í febrúar. Bíó og sjónvarp 26.6.2025 08:56