Schalke skoraði fjögur mörk á Bernabéu en Real komst áfram | Sjáið mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2015 17:09 Klaas-Jan Huntelaar. Vísir/AFP Evrópumeistarar Real Madrid eru komnir áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta en frammistaða liðsins á Bernabéu í kvöld var þó langt frá því að vera sannfærandi þar sem spænska liðið skreið áfram eftir 4-3 tap á heimavelli á móti Schalke 04. Flestir bjuggust ekki við miklu af liði Schalke 04 í leiknum en frábær frammistaða þýska liðsins dugaði næstum því enda vantaði liðið bara eitt mark til að senda Real Madrid út úr Meistaradeildinni. Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk fyrir Real Madrid í kvöld og það gerði Hollendingurinn Klaas-Jan Huntelaar líka fyrir Schalke. Schalke byrjaði leikinn mjög vel á móti hálfsofandi liði Real Madrid og þýska liðið var búið að fá eitt gott færi þegar Christian Fuchs skoraði fyrsta mark leiksins á tuttugustu mínútu og kom Schalke-liðinu í 1-0. Markið var því búið að liggja í loftinu. Það tók Real Madrid aðeins fimm mínútur að jafna metin en Cristiano Ronaldo skoraði þá með fallegum skalla eftir hornspyrnu frá Toni Kroos. Þýska liðið var ekkert að láta þetta mark slá sig út af laginu og Klaas-Jan Huntelaar kom Schalke aftur yfir á 40. mínútu eða aðeins nokkrum sekúndum efir að hann átti þrumuskot í samskeytin. Örstuttu síðar fylgdi Hollendingurinn eftir skoti félaga sína og skoraði á móti sínum gömlu félögum. Cristiano Ronaldo var hinsvegar einn af fáum með lífsmarki í liði Real Madrid í fyrri hálfleiknum og hann jafnaði metin aftur á 45. mínútu þegar hann skallaði inn fyrirgjöf frá Fábio Coentrao. Karim Benzema kom Real Madrid yfir í fyrsta sinn í leiknum þegar hann skoraði þriðja mark spænska liðsins á 53. mínútu en Leroy Sané, sem er 19 ára strákur sem var að spila sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni, jafnaði metin aðeins fjórum mínútum síðar. Klaas-Jan Huntelaar skoraði fjórða mark Schalke og sitt annað mark á 85. mínútu og setti þá mikla spennu í leikinn enda þurfti þýska liðið þá bara eitt mark til viðbótar til að fara áfram á fleiri mörkum á útivelli. Iker Casillas, markvörður Real Madrid, var betri en enginn í lokin og varði meðal annars frá Benedikt Höwedes en þýska liðið pressaði á lokakaflanum. Real Madrid hélt út en með naumundum þó og leikur liðsins verður örugglega harðlega gagnrýndur í spænsku blöðunum eftir leikinn.Schalke kemst í 1-0 á móti Real Madrid Ronaldo jafnar fyrir Real Madrid Klaas-Jan Huntelaar skorar gegn gömlu félögunum Ronaldo jafnar aftur fyrir Real Madrid Karim Benzema skorar fyrir Real Madrid Sané jafnaði í sínum fyrsta Meistaradeildarleik Klaas-Jan Huntelaar með sitt annað mark Meistaradeild Evrópu Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sjá meira
Evrópumeistarar Real Madrid eru komnir áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta en frammistaða liðsins á Bernabéu í kvöld var þó langt frá því að vera sannfærandi þar sem spænska liðið skreið áfram eftir 4-3 tap á heimavelli á móti Schalke 04. Flestir bjuggust ekki við miklu af liði Schalke 04 í leiknum en frábær frammistaða þýska liðsins dugaði næstum því enda vantaði liðið bara eitt mark til að senda Real Madrid út úr Meistaradeildinni. Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk fyrir Real Madrid í kvöld og það gerði Hollendingurinn Klaas-Jan Huntelaar líka fyrir Schalke. Schalke byrjaði leikinn mjög vel á móti hálfsofandi liði Real Madrid og þýska liðið var búið að fá eitt gott færi þegar Christian Fuchs skoraði fyrsta mark leiksins á tuttugustu mínútu og kom Schalke-liðinu í 1-0. Markið var því búið að liggja í loftinu. Það tók Real Madrid aðeins fimm mínútur að jafna metin en Cristiano Ronaldo skoraði þá með fallegum skalla eftir hornspyrnu frá Toni Kroos. Þýska liðið var ekkert að láta þetta mark slá sig út af laginu og Klaas-Jan Huntelaar kom Schalke aftur yfir á 40. mínútu eða aðeins nokkrum sekúndum efir að hann átti þrumuskot í samskeytin. Örstuttu síðar fylgdi Hollendingurinn eftir skoti félaga sína og skoraði á móti sínum gömlu félögum. Cristiano Ronaldo var hinsvegar einn af fáum með lífsmarki í liði Real Madrid í fyrri hálfleiknum og hann jafnaði metin aftur á 45. mínútu þegar hann skallaði inn fyrirgjöf frá Fábio Coentrao. Karim Benzema kom Real Madrid yfir í fyrsta sinn í leiknum þegar hann skoraði þriðja mark spænska liðsins á 53. mínútu en Leroy Sané, sem er 19 ára strákur sem var að spila sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni, jafnaði metin aðeins fjórum mínútum síðar. Klaas-Jan Huntelaar skoraði fjórða mark Schalke og sitt annað mark á 85. mínútu og setti þá mikla spennu í leikinn enda þurfti þýska liðið þá bara eitt mark til viðbótar til að fara áfram á fleiri mörkum á útivelli. Iker Casillas, markvörður Real Madrid, var betri en enginn í lokin og varði meðal annars frá Benedikt Höwedes en þýska liðið pressaði á lokakaflanum. Real Madrid hélt út en með naumundum þó og leikur liðsins verður örugglega harðlega gagnrýndur í spænsku blöðunum eftir leikinn.Schalke kemst í 1-0 á móti Real Madrid Ronaldo jafnar fyrir Real Madrid Klaas-Jan Huntelaar skorar gegn gömlu félögunum Ronaldo jafnar aftur fyrir Real Madrid Karim Benzema skorar fyrir Real Madrid Sané jafnaði í sínum fyrsta Meistaradeildarleik Klaas-Jan Huntelaar með sitt annað mark
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sjá meira