Lögreglumál

Lögreglumál

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

MAST kærir Kaldvík til lög­reglu

Matvælastofnun hefur farið fram á opinbera rannsókn lögreglu vegna meintra brota fiskeldisfyrirtækisins Kaldvík á Austfjörðum á lögum um velferð dýra. Þetta kemur fram á vefsíðu MAST.

Innlent
Fréttamynd

Leit ekki borið árangur

Leit hélt áfram í dag að manni sem er talið að hafi farið í sjóinn við Kirkjusand í gær. Leitin skilaði ekki árangri.

Innlent
Fréttamynd

Öflugt eftir­lit með dyravörðum í gær­kvöldi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði öflugt eftirlit við skemmtistaðina í miðborginni vegna atburða föstudagskvöldsins. Hald var lagt á brúsa við vinnstöð dyravarða á einum stað, sem talinn er innihalda piparúða.

Innlent
Fréttamynd

Út­skrifaðir af spítala og allir lausir úr haldi

Allir þrettán einstaklingarnir sem handteknir voru í tengslum við hópslagsmál og stunguárás í miðbæ Reykjavíkur hafa verið látnir lausir. Tveir voru lagðir inn á sjúkrahús eftir stunguárásina og hafa þeir báðir verið útskrifaðir.

Innlent
Fréttamynd

Leita á­fram við Kirkju­sand

Leit heldur áfram í dag að manni sem talið er að hafi farið í sjóinn við Kirkjusand. Umfangsmikil leit stóð yfir í gær og að henni komu kafarar, björgunarskip Landsbjargar, og þyrla Landhelgisgæslunnar.

Innlent
Fréttamynd

Tvær konur slógust í Hafnar­firði

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í gærkvöld eða nótt afskipti af tveimur konum. Þær munu hafa verið í slagsmálum fyrir utan skemmtistað í Hafnarfirði.

Innlent
Fréttamynd

Dyra­verðir keppist um völd í undir­heimunum

Þrettán manns voru handteknir á víð og dreif um höfuðborgina í nótt vegna þriggja mála sem eru talin tengjast. Tveir menn voru fluttir með sjúkrabíl frá Ingólfstorgi í gær, einn af þeim með þrjú stungusár. Að sögn lögreglu er rannsókn málsins viðamikil.

Innlent
Fréttamynd

Enn margt á huldu og mögu­lega þrettán hand­teknir

Sjö voru handteknir í kjölfar átaka við Ingólfstorg á tólfta tímanum í gærkvöldi. Einn var stunginn þrisvar og annar laminn í höfuðið og eru báðir á batavegi samkvæmt heimildum fréttastofu. Tvö önnur mál í gærkvöldi tengjast mögulega árásinni og gætu því þrettán verið handteknir í tengslum við málið allt í allt.

Innlent
Fréttamynd

Sjö hand­teknir og einn stunginn þrisvar

Sjö voru handteknir í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í vegna máls þar sem einn var stunginn þrisvar með hnífi og annar laminn í höfuðið í gærkvöldi. Svo kom til átaka milli annarra, hvort sem það mál tengist hinu er ekki ljóst að svo stöddu, en vegna þess máls voru þrír handteknir.

Innlent
Fréttamynd

Hnífstunguárás á Ingólfs­torgi

Umfangsmikil lögregluaðgerð stóð yfir á Ingólfstorgi í gærkvöld. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var um hnífstunguárás að ræða. Fleiri en einn hafa verið fluttir særðir af vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Grunaður um gróf brot gegn eigin­konu og fimm börnum

Karlmaður sem hlaut alþjóðlega vernd hér á landi árið 2022 hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um alvarleg ofbeldisbrot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum þeirra. Fjölskyldan sameinaðist manninum hér á landi árið 2024 en flutti frá honum viku seinna.

Innlent
Fréttamynd

Nafn hins látna í manndrápsmálinu

Hjörleifur Haukur Guðmundsson, búsettur í Þorlákshöfn, lést 11. mars síðastliðinn 65 ára að aldri. Andlát hans hefur síðan verið til rannsóknar lögreglunnar á Suðurlandi, líkt og fjallað hefur verið um.

Innlent
Fréttamynd

Ger­endur nýti „allar mögu­legar leiðir“

Rúmlega hundrað leituðu sér aðstoðar hjá Bjarkarhlíð á síðasta ári vegna umsáturseineltis og 159 vegna stafræns ofbeldis. Jenný Kristín Valberg, teymisstýra hjá Bjarkarhlíð, segir að með aukinni tæknivæðingu hafi fleiri möguleikar opnast til að meiða. Þetta sé veruleiki sem systursamtök úti í heimi segja að sé að stigmagnast.

Innlent
Fréttamynd

Gæslu­varð­hald fram­lengt yfir þremur

Héraðsdómur Suðurlands féllst síðdegis á kröfu lögreglunnar á Suðurlandi að úrskurða þrjá í áframhaldandi gæsluvarðhald í tengslum við manndrápsmálið í Gufunesi. Gæsluvarðhald var framlengt yfir tveimur karlmönnum í fjórar vikur og yfir einni konu í viku.

Innlent
Fréttamynd

Bíða enn niður­stöðu um varð­hald

Gerð hefur verið krafa um framlengingu gæsluvarðhalds um eina viku yfir þremur sakborningum í manndrápsmálinu í Gufunesi og bíður lögreglan á Suðurlandi niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands. Gæsluvarðhald yfir þeim rennur að óbreyttu út í dag.

Innlent