Umfjöllun: Finnland - Ísland 0-1 | Arnór Ingvi sá um Finna Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. janúar 2016 18:00 Arnór Ingvi Traustason er að sanna sig með íslenska landsliðinu. vísir/getty Arnór Ingvi Traustason, leikmaður Svíþjóðarmeistara IFK Norrköping, skoraði eina mark Íslands og tryggði því sigur á Finnlandi í vináttuleik í fótbolta sem fram fór í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag. Markið skoraði Arnór Ingvi á 16. mínútu leiksins eftir glæsilegan undirbúning Hjartar Loga Valgarðssonar, en Keflvíkingurinn stakk sér inn á teiginn og afgreiddi flotta sendingu Hafnfirðingsins í netið. Báðir þessir leikmenn gera sér vonir um sæti á EM í sumar og gerðu þeir sér engan óleik í dag. Þetta er fyrsti sigur Íslands í vináttuleik síðan liðið lagði Kanada fyrir 362 dögum síðan á Flórída, en gengi liðsins í leikjum sem „skipta ekki máli“ undir stjórn Lars og Heimis hefur ekki verið gott. Eftir sigurinn á Kanada gerði Ísland jafntefli við sama lið, annað jafntefli við Eistland og tapaði svo fyrir Póllandi og Slóvakíu. Leikurinn í dag var í heildina ekki mikil skemmtun. Spilið var afar hægt og fá færi sköpuðust í fyrri hálfleik. Liðin skiptust á að hafa boltann en sóknarlotur Finna í fyrri hálfleik voru ekki sannfærandi. Haraldur Björnsson kom inn á sem varamaður í byrjun seinni hálfleiks og þurfti að verja maður á móti manni eftir aðeins nokkrar sekúndur. Sóknarþungi Finna var meiri í seinni hálfleik en Haraldur stóð sig vel í sínum fyrsta landsleik og varði allt sem á markið kom. Íslenska liðið skapaði sér ekki mörg færi í leiknum, en sóknarleikurinn var í heildina frekar bitlaus. Fyrir utan slæman kafla í byrjun seinni hálfleiks hélt liðið skipulagi og varðist ágætlega, en það hefur reynst vandamál í vináttuleikjum að undanförnu. Arnór Ingvi heldur áfram að sannfæra þjálfarana um að hann eigi að fá farseðil á EM, en hann stóð sig líka vel í vináttuleikunum undir lok síðasta árs. Sölvi Geir Ottesen var nokkuð traustur í vörninni og Eiður Smári sýndi fína takta inn á miðjunni, sérstaklega þegar hann fékk boltann í fæturnar. Íslenska liðið heldur áfram að æfa í Abu Dhabi og mætir heimamönnum frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum á laugardaginn. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Fleiri fréttir Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Sjá meira
Arnór Ingvi Traustason, leikmaður Svíþjóðarmeistara IFK Norrköping, skoraði eina mark Íslands og tryggði því sigur á Finnlandi í vináttuleik í fótbolta sem fram fór í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag. Markið skoraði Arnór Ingvi á 16. mínútu leiksins eftir glæsilegan undirbúning Hjartar Loga Valgarðssonar, en Keflvíkingurinn stakk sér inn á teiginn og afgreiddi flotta sendingu Hafnfirðingsins í netið. Báðir þessir leikmenn gera sér vonir um sæti á EM í sumar og gerðu þeir sér engan óleik í dag. Þetta er fyrsti sigur Íslands í vináttuleik síðan liðið lagði Kanada fyrir 362 dögum síðan á Flórída, en gengi liðsins í leikjum sem „skipta ekki máli“ undir stjórn Lars og Heimis hefur ekki verið gott. Eftir sigurinn á Kanada gerði Ísland jafntefli við sama lið, annað jafntefli við Eistland og tapaði svo fyrir Póllandi og Slóvakíu. Leikurinn í dag var í heildina ekki mikil skemmtun. Spilið var afar hægt og fá færi sköpuðust í fyrri hálfleik. Liðin skiptust á að hafa boltann en sóknarlotur Finna í fyrri hálfleik voru ekki sannfærandi. Haraldur Björnsson kom inn á sem varamaður í byrjun seinni hálfleiks og þurfti að verja maður á móti manni eftir aðeins nokkrar sekúndur. Sóknarþungi Finna var meiri í seinni hálfleik en Haraldur stóð sig vel í sínum fyrsta landsleik og varði allt sem á markið kom. Íslenska liðið skapaði sér ekki mörg færi í leiknum, en sóknarleikurinn var í heildina frekar bitlaus. Fyrir utan slæman kafla í byrjun seinni hálfleiks hélt liðið skipulagi og varðist ágætlega, en það hefur reynst vandamál í vináttuleikjum að undanförnu. Arnór Ingvi heldur áfram að sannfæra þjálfarana um að hann eigi að fá farseðil á EM, en hann stóð sig líka vel í vináttuleikunum undir lok síðasta árs. Sölvi Geir Ottesen var nokkuð traustur í vörninni og Eiður Smári sýndi fína takta inn á miðjunni, sérstaklega þegar hann fékk boltann í fæturnar. Íslenska liðið heldur áfram að æfa í Abu Dhabi og mætir heimamönnum frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum á laugardaginn.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Fleiri fréttir Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Sjá meira