PSG fer með eins marks forskot til Lundúna | Sjáðu mörkin Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. febrúar 2016 21:30 Zlatan Ibrahimovic fagnar marki í kvöld. Vísir/Getty Paris Saint-Germain vann Chelsea, 2-1, í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Þetta er í þriðja sinn sem liðin mætast á þessu stigi keppninnar. Frakklandsmeistaranir byrjuðu mjög vel og létu skotum rigna á mark Chelsea. Flest voru þó nokkuð auðveld viðureignar fyrir Thibaut Courtois í marki Englandsmeistaranna. PSG uppskar mark á 39. mínútu fyrri hálfleiks en skúrkurinn í því að hálfu Chelsea var Nígeríumaðurinn Jon Obi Mikel. Miðjumaðurinn braut á Lucas Moura rétt fyrir utan teig Chelsea sem varð þess valdandi að heimamenn fengu aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Obi Mikel stillti sér upp í varnarvegginn en sneri svo upp á líkamann þegar Zlatan Ibrahimovic skaut með þeim afleiðingum að boltinn fór af honum og í netið, óverjandi fyrir Courtois sem var farinn í hitt hornið, 1-0. Nígeríumaðurinn borgaði þó fyrir mistökin með flautumarki í fyrri hálfleik, en þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik skoraði Jon Obi Mikel af stuttu færi eftir hornspyrnu, 1-1. Jon Obi Mikel skoraði ekki mark í fyrstu 54 Meistaradeildarleikjum sínum en er nú búinn að skora tvö í síðustu fjórum. Parísarliðið var betri aðilinn í seinni hálfleik þó bæði lið fengu færi til að skora. PSG tók þó aftur forystuna á 78. mínútu þegar varamaðurinn Edison Cavani afgreiddi boltann snyrtilega í netið eftir sendingu frá fyrrverandi Manchester United-manninum, Ángel di María, 2-1. Það urðu lokatölur leiksins og fer PSG því með eins marks forskot til Lundúna, en engu að síður ekki slæm úrslit fyrir Chelsea að ná útivallarmarki.Zlatan kemur PSG yfir beint úr aukaspyrnu: Jon Obi Mikel jafnar fyrir Chelsea í 1-1: Edison Cavani kemur PSG í 2-1: Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Jonas hetja Benfica á Ljósvangi Benfica tryggði sér sigur á Zenit með marki í uppbótartíma. 16. febrúar 2016 21:30 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Sjá meira
Paris Saint-Germain vann Chelsea, 2-1, í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Þetta er í þriðja sinn sem liðin mætast á þessu stigi keppninnar. Frakklandsmeistaranir byrjuðu mjög vel og létu skotum rigna á mark Chelsea. Flest voru þó nokkuð auðveld viðureignar fyrir Thibaut Courtois í marki Englandsmeistaranna. PSG uppskar mark á 39. mínútu fyrri hálfleiks en skúrkurinn í því að hálfu Chelsea var Nígeríumaðurinn Jon Obi Mikel. Miðjumaðurinn braut á Lucas Moura rétt fyrir utan teig Chelsea sem varð þess valdandi að heimamenn fengu aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Obi Mikel stillti sér upp í varnarvegginn en sneri svo upp á líkamann þegar Zlatan Ibrahimovic skaut með þeim afleiðingum að boltinn fór af honum og í netið, óverjandi fyrir Courtois sem var farinn í hitt hornið, 1-0. Nígeríumaðurinn borgaði þó fyrir mistökin með flautumarki í fyrri hálfleik, en þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik skoraði Jon Obi Mikel af stuttu færi eftir hornspyrnu, 1-1. Jon Obi Mikel skoraði ekki mark í fyrstu 54 Meistaradeildarleikjum sínum en er nú búinn að skora tvö í síðustu fjórum. Parísarliðið var betri aðilinn í seinni hálfleik þó bæði lið fengu færi til að skora. PSG tók þó aftur forystuna á 78. mínútu þegar varamaðurinn Edison Cavani afgreiddi boltann snyrtilega í netið eftir sendingu frá fyrrverandi Manchester United-manninum, Ángel di María, 2-1. Það urðu lokatölur leiksins og fer PSG því með eins marks forskot til Lundúna, en engu að síður ekki slæm úrslit fyrir Chelsea að ná útivallarmarki.Zlatan kemur PSG yfir beint úr aukaspyrnu: Jon Obi Mikel jafnar fyrir Chelsea í 1-1: Edison Cavani kemur PSG í 2-1:
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Jonas hetja Benfica á Ljósvangi Benfica tryggði sér sigur á Zenit með marki í uppbótartíma. 16. febrúar 2016 21:30 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Sjá meira
Jonas hetja Benfica á Ljósvangi Benfica tryggði sér sigur á Zenit með marki í uppbótartíma. 16. febrúar 2016 21:30