Manchester United mætir Danmerkurmeisturum Midtjylland í seinni leik liðanna í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta í kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3.
United þarf á sigri að halda eftir afar óvænt 2-1 tap í fyrri leiknum í Herning, en útivallarmarkið sem Memphis Depay skoraði gæti komið að góðum notuð í kvöld.
Sigur í Evrópudeildinni gæti verið eina leið Manchester United inn í Meistaradeildina á næstu leiktíð þar sem liðið er í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sex stigum á eftir Manchester City og hefur aðeins unnið einn af síðustu fjórum deildarleikjum sínum.
United verður án David De Gea í leiknum í kvöld. Spænski markvörðurinn meiddist í upphitun fyrir fyrri leikinn í Danmörku og missti einnig af 3-0 bikarsigri liðsins gegn Shrewsbury á mánudagskvöldið.
Chris Smalling, miðvörður United-liðsins, er tæpur fyrir leikinn en hann æfði ekki í gær. Það er óvíst hvort hann geti tekið þátt í kvöld.
Phil Jones, Cameron Borthwick-Jackson, Ashley Young, Marouane Fellaini og Bastian Schweinsteiger eru allir frá vegna meiðsla en Marcos Rojo verður í leikmannahópnum.
Enginn De Gea og Smalling spurningamerki
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enski boltinn

„Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“
Körfubolti

Leeds sló eigið stigamet
Enski boltinn

„Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“
Körfubolti

„Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“
Íslenski boltinn



„Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“
Íslenski boltinn
