Cristiano Ronaldo náði ekki að koma í veg fyrir 1-0 tap Portúgals í vináttulandsleik gegn Búlgaríu á heimavelli í kvöld.
Marcelinho skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik. Hann fékk sendingu inn í teig, sneri á Pepe og skoraði með góðu skoti.
Ronaldo hefði átt að jafna metin fyrir Portúgal í síðari hálfleik en Vladislav Stoyanov varði vítaspyrnu frá honum.
Portúgal var þó meira með boltann og fékk fleiri færi til að skora í leiknum en allt kom fyrir ekki.
Ísland og Portúgal eru saman í riðli á EM í Frakklandi og eigast við í fyrstu umferð riðlakeppninnar í St. Etienne þann 14. júní.
Bakslag í undirbúningi Portúgals fyrir EM
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





Guðmundur rekinn frá Fredericia
Handbolti

Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær
Enski boltinn

„Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“
Íslenski boltinn

Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt
Íslenski boltinn

Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“
Enski boltinn
