Ekkert mark var skorað í leik Bayer Leverkusen og Tottenham í E-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld.
Spurs var í öðru sæti riðilsins fyrir kvöldið með einu stigi meira en Leverkusen. Munurinn á milli liðanna er því áfram eitt stig en Monaco er á toppi riðilsins.
Javer Hernandez, framherji Leverkusen, komst einna næst því að skora í leiknum og eitt sinn náði Spurs að jafna á marklínu.
Spurs líklega ánægt með stigið á útivelli en Leverkusen nagar sig í handarbökin.

