Gamall Arsenal-maður með þrennu fyrir Þjóðverja | Úrslitin í undakeppni HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2016 22:00 Serge Gnabry fagnar einu marka sinna í kvöld. Vísir/Getty Tíu leikir fóru fram í undankeppni HM í kvöld og það er hægt að finna öll úrslit og markaskorara inn á Vísi. Þjóðverjar tvöfölduðu markaskor sitt í undankeppninni með því að vinna 8-0 stórsigur á San Marinó. Þýska liðið er með 12 stig af 12 mögulegum og markatöluna 16-0 eftir fyrstu fjóra leikina. Serge Gnabry, fyrrum leikmaður Arsenal, skoraði þrennu í leiknum og bakvörðurinn Jonas Hector var með tvö mörk. Minni spámenn fengu að njóta sín í leik sem allir vissu að Þjóðverjar voru að fara að vinna. Serge Gnabry var á samningi hjá Arsenal frá 2012 til 2016 en enska félagið seldi hann til Werder Bremen í sumar. Gnabry hefur byrjað vel hjá Bremen og skoraði síðan þrennu í fyrsta landsleik sínum í kvöld. Norður-Írar eru í öðru sæti riðilsins eftir 4-0 heimasigur á Aserbaídjsan en Aserbaídjsan hafði komið mörgum á óvart og náð í sjö stig í fyrstu þremur umferðunum. Stórsigur Norður-Íra kemur þeim upp fyrir Asera á markatölu. Tékkar unnu síðan sinn fyrsta sigur þegar þeir unnu Norðmenn 2-1 á heimavelli. Tékkar komust í 2-0 en Norðmenn minnkuðu muninn undir lokin. Norðmenn hafa tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum í riðliðlinum. Christian Eriksen skoraði tvö mörk í 4-1 sigri Dana á Kasakstan en Danir eru í þriðja sæti E-riðils. Pólverjar eru á toppnum með 10 stig en Robert Lewandowski innsiglaði 3-0 útisigur Pólverja á Rúmeníu með tveimur mörkum á síðustu sjö mínútunum. Englendingar eru á toppi F-riðils eftir 3-0 sigur á Skotum á Wembley en Slóvenar eru tveimur stigum á eftir þökk sé 1-0 útisigri á Möltu. Slóvakar unnu 4-0 stórsigur á Litháen og er í þriðja sæti, fjórum stigum á eftir Englandi og tveimur stigum á eftir Slóveníu.Úrslitin í leikjunum í kvöld í undankeppni HM 2018:A-riðillFrakkaland - Svíþjóð 2-1 0-1 Emil Forsberg (54.), 1-1 Paul Pogba (57.), 2-1 Dimitri Payet (65.)C-riðillSan Marinó - Þýskaland 0-8 0-1 Sami Khedira (7.), 0-2 Serge Gnabry (9.), 0-3 Jonas Hector (32.), 0-4 Serge Gnabry (58.), 0-5 Jonas Hector (65.), 0-6 Serge Gnabry (76.), 0-7 Sjálfsmark (82.), 0-8 Kevin Volland (85.)Norður-Írland - Aserbaídjsan 4-0 1-0 Kyle Lafferty (27.), 2-0 Gareth McAuley (40.), 3-0 Conor McLaughlin (66.), 4-0 Chris Brunt (83.)Tékkland - Noregur 2-1 1-0 Michal Krmencík (11.), 2-0 Jaromír Zmrhal (47.), 2-1 Joshua King (87.)E-riðillArmenía - Svartfjallaland 3-2 0-1 Damir Kojasevic (36.), 0-2 Stevan Jovetic (38.), 1-2 Artak Grigoryan (50.), 2-2 Varazdat Haroyan (74.), 3-2 Gevorg Ghazaryan (90.+3).Danmörk - Kasakstan 4-1 1-0 Andreas Cornelius (15.), 1-1 Gafurzhan Suyumbaev (17.), 2-1 Christian Eriksen (36.), 3-1 Peter Ankersen (78.), 4-1 Christian Eriksen (90.)Rúmenía - Pólland 0-3 0-1 Kamil Grosicki (11.), 0-2 Robert Lewandowski (83.), 0-3 Robert Lewandowski (90.)F-riðillEngland - Skotland 3-0 1-0 Daniel Sturridge (24.), 2-0 Adam Lallana (50.), 3-0 Gary Cahill (61.)Malta - Slóvenía 0-1 0-1 Benjamin Verbic (47.),Slóvakía - Litháen 4-0 1-0 Adam Nemec (12.), 20 Juraj Kucka (15.), 3-0 Martin Skrtel (36.), 4-0 Marek Hamsík (86.). HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Sjá meira
Tíu leikir fóru fram í undankeppni HM í kvöld og það er hægt að finna öll úrslit og markaskorara inn á Vísi. Þjóðverjar tvöfölduðu markaskor sitt í undankeppninni með því að vinna 8-0 stórsigur á San Marinó. Þýska liðið er með 12 stig af 12 mögulegum og markatöluna 16-0 eftir fyrstu fjóra leikina. Serge Gnabry, fyrrum leikmaður Arsenal, skoraði þrennu í leiknum og bakvörðurinn Jonas Hector var með tvö mörk. Minni spámenn fengu að njóta sín í leik sem allir vissu að Þjóðverjar voru að fara að vinna. Serge Gnabry var á samningi hjá Arsenal frá 2012 til 2016 en enska félagið seldi hann til Werder Bremen í sumar. Gnabry hefur byrjað vel hjá Bremen og skoraði síðan þrennu í fyrsta landsleik sínum í kvöld. Norður-Írar eru í öðru sæti riðilsins eftir 4-0 heimasigur á Aserbaídjsan en Aserbaídjsan hafði komið mörgum á óvart og náð í sjö stig í fyrstu þremur umferðunum. Stórsigur Norður-Íra kemur þeim upp fyrir Asera á markatölu. Tékkar unnu síðan sinn fyrsta sigur þegar þeir unnu Norðmenn 2-1 á heimavelli. Tékkar komust í 2-0 en Norðmenn minnkuðu muninn undir lokin. Norðmenn hafa tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum í riðliðlinum. Christian Eriksen skoraði tvö mörk í 4-1 sigri Dana á Kasakstan en Danir eru í þriðja sæti E-riðils. Pólverjar eru á toppnum með 10 stig en Robert Lewandowski innsiglaði 3-0 útisigur Pólverja á Rúmeníu með tveimur mörkum á síðustu sjö mínútunum. Englendingar eru á toppi F-riðils eftir 3-0 sigur á Skotum á Wembley en Slóvenar eru tveimur stigum á eftir þökk sé 1-0 útisigri á Möltu. Slóvakar unnu 4-0 stórsigur á Litháen og er í þriðja sæti, fjórum stigum á eftir Englandi og tveimur stigum á eftir Slóveníu.Úrslitin í leikjunum í kvöld í undankeppni HM 2018:A-riðillFrakkaland - Svíþjóð 2-1 0-1 Emil Forsberg (54.), 1-1 Paul Pogba (57.), 2-1 Dimitri Payet (65.)C-riðillSan Marinó - Þýskaland 0-8 0-1 Sami Khedira (7.), 0-2 Serge Gnabry (9.), 0-3 Jonas Hector (32.), 0-4 Serge Gnabry (58.), 0-5 Jonas Hector (65.), 0-6 Serge Gnabry (76.), 0-7 Sjálfsmark (82.), 0-8 Kevin Volland (85.)Norður-Írland - Aserbaídjsan 4-0 1-0 Kyle Lafferty (27.), 2-0 Gareth McAuley (40.), 3-0 Conor McLaughlin (66.), 4-0 Chris Brunt (83.)Tékkland - Noregur 2-1 1-0 Michal Krmencík (11.), 2-0 Jaromír Zmrhal (47.), 2-1 Joshua King (87.)E-riðillArmenía - Svartfjallaland 3-2 0-1 Damir Kojasevic (36.), 0-2 Stevan Jovetic (38.), 1-2 Artak Grigoryan (50.), 2-2 Varazdat Haroyan (74.), 3-2 Gevorg Ghazaryan (90.+3).Danmörk - Kasakstan 4-1 1-0 Andreas Cornelius (15.), 1-1 Gafurzhan Suyumbaev (17.), 2-1 Christian Eriksen (36.), 3-1 Peter Ankersen (78.), 4-1 Christian Eriksen (90.)Rúmenía - Pólland 0-3 0-1 Kamil Grosicki (11.), 0-2 Robert Lewandowski (83.), 0-3 Robert Lewandowski (90.)F-riðillEngland - Skotland 3-0 1-0 Daniel Sturridge (24.), 2-0 Adam Lallana (50.), 3-0 Gary Cahill (61.)Malta - Slóvenía 0-1 0-1 Benjamin Verbic (47.),Slóvakía - Litháen 4-0 1-0 Adam Nemec (12.), 20 Juraj Kucka (15.), 3-0 Martin Skrtel (36.), 4-0 Marek Hamsík (86.).
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Sjá meira