Eftir frábæra byrjun í undankeppni HM 2018 hefur aðeins fjarað undan Færeyingum.
Færeyjar fengu fjögur stig út úr fyrstu tveimur leikjunum í undankeppninni en hafa nú tapað tveimur leikjum í röð.
Í kvöld töpuðu Færeyingar 2-0 fyrir Sviss í Luzern. Eren Derdiyok kom Svisslendingum yfir á 27. mínútu og Stephen Lichtsteiner bætti öðru marki við sjö mínútum fyrir leikslok.
Gunnar Nielsen og Sonni Ragnar Nattestad, leikmenn FH, voru í byrjunarliði Færeyja og léku allan leikinn.
Svisslendingar eru á toppi B-riðils með fullt hús stiga en Færeyingar eru með fjögur stig í 4. sætinu.
Í sama riðli unnu Ungverjar 4-0 sigur á Andorra.
Zoltán Gera, Ádám Lang, Ádám Gyurcsó og Ádám Szalai skoruðu mörk Ungverjalands sem er í 2. sæti riðilsins með sjö stig.
Gunnar fékk á sig tvö mörk í Luzern
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mest lesið




Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision
Enski boltinn

Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH
Íslenski boltinn




Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu
Körfubolti
