Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Haukar 17-35 | Burst í stórleiknum Ingvi Þór Sæmundsson í Mosfellsbænum skrifar 13. nóvember 2016 17:45 Haukar rúlluðu yfir Aftureldingu, 17-35, þegar liðin mættust í 11. umferð Olís-deildar karla í dag. Ótrúlegar lokatölur í leik liðanna sem hafa mæst í lokaúrslitum undanfarin tvö ár. Þetta var fjórði sigur Hauka í röð. Liðið er nú bara fjórum stigum á eftir Aftureldingu sem er enn á toppnum þrátt fyrir tvo tapleiki í röð.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum á Varmá og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Eins og tölurnar gefa til kynna voru yfirburðir Hauka gríðarlega miklir og leikurinn var aldrei spennandi. Heimamenn héldu í við gestina í upphafi leiks og þegar níu mínútur voru liðnar af leiknum minnkaði Elvar Ásgeirsson muninn í 5-6. Þá settu Haukar í túrbógírinn, lokuðu vörninni og fengu aðeins á sig fjögur mörk á síðustu 20 mínútum fyrri hálfleiks. Á meðan skoruðu þeir að vild gegn skelfilegri vörn Aftureldingar. Sterka leikmenn vantar í lið Aftureldingar og nú síðast datt skyttan öfluga, Birkir Benediktsson, út. Það var því viðbúið að sóknarleikur Mosfellinga yrði stirður. Þeir áttu samt að geta spilað betri vörn og lagt sig betur fram á þeim enda vallarins. Sú var ekki raunin. Þá var mikill munur á markvörslu liðanna. Það mæddi mikið á Elvari í sóknarleik Aftureldingar og hann átti afar erfitt uppdráttar; skotin fóru annað hvort í vörnina eða voru varin og tapaðir boltar voru full margir. Honum til vorkunnar fékk hann litla hjálp frá samherjum sínum. Haukar léku við hvern sinn fingur og voru tólf mörkum yfir í hálfleik, 9-21, og því var seinni hálfleikurinn lítt spennandi. Þar dró enn í sundur með liðunum og Haukar unnu að lokum 18 marka sigur, 17-35. Janus Daði Smárason og Guðmundur Árni Ólafsson voru markahæstir í liði Hauka með sex mörk hvor. Þá var Giedrius Morkunas magnaður í markinu og varði 20 skot (61%). Elvar og Árni Bragi Eyjólfsson skoruðu báðir fjögur mörk fyrir Aftureldingu.Einar Andri: Hefði viljað sjá okkur spila betur á öllum sviðum Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var skiljanlega ósáttur við frammistöðu sinna manna í stórtapinu fyrir Haukum í dag. „Ég hefði viljað sjá okkur spila betur á öllum sviðum. Við vorum skrefinu á eftir í vörn og sókn og kláruðum engar stöður einn á einn,“ sagði Einar eftir leik. Mosfellingar voru ólíkir sjálfum sér í leiknum og Einar Andri viðurkennir að hann hafi viljað sjá mun betri frammistöðu frá sínum mönnum. „Að sjálfsögðu vantaði baráttu og vilja, og orku og kraft til að gera þetta á fullum krafti. Bæði lið spiluðu á fimmtudaginn en við virtumst hafa minni kraft í dag,“ sagði Einar Andri. En hvaða áhrif heldur hann að þetta ljóta tap hafi á liðið hans? „Ég vonast til að menn þjappi sér saman. Við eigum stórleik gegn Fram á fimmtudaginn og ég ætlast til að menn verði klárir í hann,“ sagði Einar Andri sem segir óvíst hvenær hann endurheimtir þá mörgu lykilmenn sem eiga við meiðsli að stríða.Guðmundur Árni: Þetta er maraþon, ekki spretthlaup Guðmundur Árni Ólafsson, leikmaður Hauka, skoraði sex mörk í dag. Hann var að vonum sáttur með úrslitin og frammistöðu Hauka í leiknum. „Því miður fengu áhorfendur ekki mikið fyrir peninginn. Þetta var einstefna frá byrjun til enda og við erum virkilega sáttir með þessi tvö stig,“ sagði Guðmundur. En hvað lagði grunninn að sigrinum að hans mati? „Við vorum mun agaðri en við höfum verið og við gáfum engin færi á okkur. Við erum orðnir betri í okkar spili á mörgum vígstöðvum.“ Haukar byrjuðu tímabilið afar illa en hafa verið á uppleið síðustu vikur og hafa nú unnið fjóra leiki í röð. „Við héldum í okkar „konsept“. Við héldum áfram að vinna og höfum lagt mikið á okkur. Það er að skila sér og mun skila sér áfram. Þetta er maraþon, ekki spretthlaup,“ sagði Guðmundur sem er með báða fætur á jörðinni. „Við ætlum ekkert að ofmetnast þótt við höfum unnið Aftureldingu með 18 mörkum. Það eru nokkrir meiddir hjá þeim á meðan við erum með alla heila. Við höldum bara áfram að vinna í okkar málum og stefnum að því að toppa í úrslitakeppninni.“Janus Daði Smárason var frábær í dag. Vísir/Vilhelm Olís-deild karla Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Sjá meira
Haukar rúlluðu yfir Aftureldingu, 17-35, þegar liðin mættust í 11. umferð Olís-deildar karla í dag. Ótrúlegar lokatölur í leik liðanna sem hafa mæst í lokaúrslitum undanfarin tvö ár. Þetta var fjórði sigur Hauka í röð. Liðið er nú bara fjórum stigum á eftir Aftureldingu sem er enn á toppnum þrátt fyrir tvo tapleiki í röð.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum á Varmá og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Eins og tölurnar gefa til kynna voru yfirburðir Hauka gríðarlega miklir og leikurinn var aldrei spennandi. Heimamenn héldu í við gestina í upphafi leiks og þegar níu mínútur voru liðnar af leiknum minnkaði Elvar Ásgeirsson muninn í 5-6. Þá settu Haukar í túrbógírinn, lokuðu vörninni og fengu aðeins á sig fjögur mörk á síðustu 20 mínútum fyrri hálfleiks. Á meðan skoruðu þeir að vild gegn skelfilegri vörn Aftureldingar. Sterka leikmenn vantar í lið Aftureldingar og nú síðast datt skyttan öfluga, Birkir Benediktsson, út. Það var því viðbúið að sóknarleikur Mosfellinga yrði stirður. Þeir áttu samt að geta spilað betri vörn og lagt sig betur fram á þeim enda vallarins. Sú var ekki raunin. Þá var mikill munur á markvörslu liðanna. Það mæddi mikið á Elvari í sóknarleik Aftureldingar og hann átti afar erfitt uppdráttar; skotin fóru annað hvort í vörnina eða voru varin og tapaðir boltar voru full margir. Honum til vorkunnar fékk hann litla hjálp frá samherjum sínum. Haukar léku við hvern sinn fingur og voru tólf mörkum yfir í hálfleik, 9-21, og því var seinni hálfleikurinn lítt spennandi. Þar dró enn í sundur með liðunum og Haukar unnu að lokum 18 marka sigur, 17-35. Janus Daði Smárason og Guðmundur Árni Ólafsson voru markahæstir í liði Hauka með sex mörk hvor. Þá var Giedrius Morkunas magnaður í markinu og varði 20 skot (61%). Elvar og Árni Bragi Eyjólfsson skoruðu báðir fjögur mörk fyrir Aftureldingu.Einar Andri: Hefði viljað sjá okkur spila betur á öllum sviðum Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var skiljanlega ósáttur við frammistöðu sinna manna í stórtapinu fyrir Haukum í dag. „Ég hefði viljað sjá okkur spila betur á öllum sviðum. Við vorum skrefinu á eftir í vörn og sókn og kláruðum engar stöður einn á einn,“ sagði Einar eftir leik. Mosfellingar voru ólíkir sjálfum sér í leiknum og Einar Andri viðurkennir að hann hafi viljað sjá mun betri frammistöðu frá sínum mönnum. „Að sjálfsögðu vantaði baráttu og vilja, og orku og kraft til að gera þetta á fullum krafti. Bæði lið spiluðu á fimmtudaginn en við virtumst hafa minni kraft í dag,“ sagði Einar Andri. En hvaða áhrif heldur hann að þetta ljóta tap hafi á liðið hans? „Ég vonast til að menn þjappi sér saman. Við eigum stórleik gegn Fram á fimmtudaginn og ég ætlast til að menn verði klárir í hann,“ sagði Einar Andri sem segir óvíst hvenær hann endurheimtir þá mörgu lykilmenn sem eiga við meiðsli að stríða.Guðmundur Árni: Þetta er maraþon, ekki spretthlaup Guðmundur Árni Ólafsson, leikmaður Hauka, skoraði sex mörk í dag. Hann var að vonum sáttur með úrslitin og frammistöðu Hauka í leiknum. „Því miður fengu áhorfendur ekki mikið fyrir peninginn. Þetta var einstefna frá byrjun til enda og við erum virkilega sáttir með þessi tvö stig,“ sagði Guðmundur. En hvað lagði grunninn að sigrinum að hans mati? „Við vorum mun agaðri en við höfum verið og við gáfum engin færi á okkur. Við erum orðnir betri í okkar spili á mörgum vígstöðvum.“ Haukar byrjuðu tímabilið afar illa en hafa verið á uppleið síðustu vikur og hafa nú unnið fjóra leiki í röð. „Við héldum í okkar „konsept“. Við héldum áfram að vinna og höfum lagt mikið á okkur. Það er að skila sér og mun skila sér áfram. Þetta er maraþon, ekki spretthlaup,“ sagði Guðmundur sem er með báða fætur á jörðinni. „Við ætlum ekkert að ofmetnast þótt við höfum unnið Aftureldingu með 18 mörkum. Það eru nokkrir meiddir hjá þeim á meðan við erum með alla heila. Við höldum bara áfram að vinna í okkar málum og stefnum að því að toppa í úrslitakeppninni.“Janus Daði Smárason var frábær í dag. Vísir/Vilhelm
Olís-deild karla Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Sjá meira