Stefán rekinn og stjórnin fullyrðir að hann sé búinn að missa traust leikmanna Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. apríl 2017 11:17 Stefán Árnason er án starfs. vísir/eyþór Selfyssingar í Olís-deild karla í handbolta hafa tekið skrefið til fulls og rekið Stefán Árnason, þjálfara liðsins, en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá stjórn handknattleiksdeildar Selfoss. Stefán hefur unnið frábært starf með Selfossliðið en hann endaði með það í fimmta sæti Olís-deildarinnar á tímabilinu og kom Selfossi í úrslitakeppnina fyrstur manna í rúma tvo áratugi. Þrátt fyrir þennan árangur með nýliðana vilja Selfyssingar fá stærra nafn til að þjálfa liðið en Patrekur Jóhannesson hefur verið sterklega orðaður við starfið. Stjórn Selfoss var ekki búið að ákveða að láta hann fara en Stefáni var tjáð að hann kæmi áfram til greina sem þjálfari liðsins ef stærra nafn væri ekki til í starfið. Nú hefur verið ákveðið að endurnýja ekki samninginn hans. Stefáni eru ekki vandaðar kveðjurnar í fréttatilkynningu Selfyssinga þar sem fullyrt er að hann sé búinn að missa klefann og að liðið geti illa haldið sínum leikmönnum ef hann heldur áfram þjálfun þess. „Fyrir liggur að Stefán nýtur ekki lengur fulls trausts innan leikmannahóps Selfoss. Því hefur stjórn handknattleiksdeildarinnar ákveðið að leita að nýjum þjálfara fyrir meistaraflokk karla þannig að hægt sé að tryggja áframhaldandi veru leikmanna hjá handknattleiksdeild Selfoss sem og áframhaldandi uppbyggingu félagsins,“ segja Selfyssingar. Stefáni eru þó þökkuð góð störf fyrir félagið og óskar stjórn honum velfarnaðar í því sem hann mun taka sér fyrir hendur, að því fram kemur í fréttatilkynningunni. Olís-deild karla Tengdar fréttir Stefáni sparkað frá Selfossi | Vilja stærra nafn Stefán Árnason hefur verið látinn taka pokann sinn hjá karlaliði Selfoss í handbolta en félagið hefur í hyggju að ráða "stærra nafn“ til að þjálfa liðið. 20. apríl 2017 00:14 Patti á leið til Selfoss? Samkvæmt heimildum Vísis þá hefur Patrekur Jóhannesson hug á því að taka við liði á Íslandi á nýjan leik. 20. apríl 2017 17:04 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Sjá meira
Selfyssingar í Olís-deild karla í handbolta hafa tekið skrefið til fulls og rekið Stefán Árnason, þjálfara liðsins, en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá stjórn handknattleiksdeildar Selfoss. Stefán hefur unnið frábært starf með Selfossliðið en hann endaði með það í fimmta sæti Olís-deildarinnar á tímabilinu og kom Selfossi í úrslitakeppnina fyrstur manna í rúma tvo áratugi. Þrátt fyrir þennan árangur með nýliðana vilja Selfyssingar fá stærra nafn til að þjálfa liðið en Patrekur Jóhannesson hefur verið sterklega orðaður við starfið. Stjórn Selfoss var ekki búið að ákveða að láta hann fara en Stefáni var tjáð að hann kæmi áfram til greina sem þjálfari liðsins ef stærra nafn væri ekki til í starfið. Nú hefur verið ákveðið að endurnýja ekki samninginn hans. Stefáni eru ekki vandaðar kveðjurnar í fréttatilkynningu Selfyssinga þar sem fullyrt er að hann sé búinn að missa klefann og að liðið geti illa haldið sínum leikmönnum ef hann heldur áfram þjálfun þess. „Fyrir liggur að Stefán nýtur ekki lengur fulls trausts innan leikmannahóps Selfoss. Því hefur stjórn handknattleiksdeildarinnar ákveðið að leita að nýjum þjálfara fyrir meistaraflokk karla þannig að hægt sé að tryggja áframhaldandi veru leikmanna hjá handknattleiksdeild Selfoss sem og áframhaldandi uppbyggingu félagsins,“ segja Selfyssingar. Stefáni eru þó þökkuð góð störf fyrir félagið og óskar stjórn honum velfarnaðar í því sem hann mun taka sér fyrir hendur, að því fram kemur í fréttatilkynningunni.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Stefáni sparkað frá Selfossi | Vilja stærra nafn Stefán Árnason hefur verið látinn taka pokann sinn hjá karlaliði Selfoss í handbolta en félagið hefur í hyggju að ráða "stærra nafn“ til að þjálfa liðið. 20. apríl 2017 00:14 Patti á leið til Selfoss? Samkvæmt heimildum Vísis þá hefur Patrekur Jóhannesson hug á því að taka við liði á Íslandi á nýjan leik. 20. apríl 2017 17:04 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Sjá meira
Stefáni sparkað frá Selfossi | Vilja stærra nafn Stefán Árnason hefur verið látinn taka pokann sinn hjá karlaliði Selfoss í handbolta en félagið hefur í hyggju að ráða "stærra nafn“ til að þjálfa liðið. 20. apríl 2017 00:14
Patti á leið til Selfoss? Samkvæmt heimildum Vísis þá hefur Patrekur Jóhannesson hug á því að taka við liði á Íslandi á nýjan leik. 20. apríl 2017 17:04